Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Sólskálar -sælureitur innan seilingar 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Yfir 90 litir í boði! Umferð á milli Eskifjarðar og Nes- kaupstaðar hefur aukist um 36 pró- sent með tilkomu Norðfjarðarganga sé tekið mið af talningu á umferðinni fyrstu fjóra mánuði ársins. Reikna má með að umferðin á heilu ári aukist um ríflega 30 prósent, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Göngin tengja helstu byggða- kjarna Fjarðabyggðar, þ.e. Neskaup- stað og Eskifjörð/Reyðarfjörð. Samkvæmt umferðarteljurum Vegagerðarinnar hefur umferð um Norðfjarðargöng, frá því í janúar byrjun til loka apríl, verið 36% meiri en um Oddsskarðið á sama tímabili á síðasta ári. Norðfjarðargöng voru opnuð í nóv- ember 2017 og til að bera saman árið 2018 (um Norðfjarðargöng) í heild við árið 2017 (um Oddsskarðið) þykir raunsannara að nota þá umferð sem Vegagerðin áætlar að hefði farið um Oddsskarðið í nóvember og desem- ber á síðasta ári, ef göngin hefðu ekki komið til, segir í fréttinni. Með þetta í huga og ef einkenni umferðar um Norðfjarðargöng haldast svipuð ein- kennum umferðar um Oddsskarðið gæti umferðin, fyrir árið 2018, um Norðfjarðargöng orðið rúmlega 30% meiri en um Oddsskarðið árið 2017. Þessi aukning er í samræmi við það sem Vegagerðin áætlaði að gæti gerst og gangi þetta eftir mun um- ferðin vera í samræmi við spá um um- ferð sem Vegagerðin birti 2013. sisi@mbl.is Ljósmynd/Jens Einarsson Norðfjarðargöng vígð Umferð var hleypt um þau í nóvember í fyrra og var heilmikið tilstand af því tilefni. Göngin stórauka umferð  Umferð milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar eykst um 36% Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Flokkur fólksins vill að foreldrar hafi val um að vera lengur heima með börnum sínum með því að greiða þeim sömu upphæð og borgarsjóður greiðir fyrir barnið hjá dagforeldri. Þetta er meðal þeirra stefnumála sem flokkurinn setur á oddinn í Reykjavík en með þessu ætlar Flokk- ur fólksins að brúa bilið frá því töku fæðingarorlofs lýkur og þar til barn hefur náð tveggja ára aldri. Þá vilja þau einnig að öll börn í grunnskólum fái gjaldfrjálsar máltíð- ir ásamt því að frístundaheimili verði gjaldfrjáls fyrir efnaminni foreldra. Húsnæði fyrir alla Flokkurinn ætlar einnig að tryggja húnsæði fyrir alla en til þess að ná því markmiði verða lóðir til uppbygging- ar á félagslegu húsnæði í borginni „einungis seldar á kostnaðarverði“. Leggja þau til að undið verð ofan af „stigvaxandi okri í verðlagningu á lóðum borgarinnar“ og að „lóða- skorstsstefna“ núverandi meirihluta verði afnumin. Þá vill flokkurinn að til starfa taki hagsmunafulltrúi aldr- aðra í Reykjavík. Hlutverk hans verði að byggja upp heildstætt kerfi sem heldur utan um aðhlynningu og aðbúnað aldraðra ásamt því að sjá til þess að húsnæði, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta sé full- nægjandi. Hagsmunafulltrúinn á einnig að tryggja að unnið sé sam- kvæmt viðurkenndum manneldis- markmiðum og hollustu í fæðuvali á hjúkrunarheimilum og þjónustumið- stöðvum. Greiða götu einkabílsins Í samgöngumálum segist flokkur- inn ætla að greiða götu einkabílsins og verður dregið úr umferðaröng- þveitinu í borginni með því m.a. að fjölga göngubrúm í stað gönguljósa. Þá leggja þau til að gerð verði fleiri mislæg gatnamót og vilja stórefla nú- verandi almenningssamgöngur. Flokkurinn er einnig hlynntur því að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verði áfram á sínum stað. Vilja að foreldrar fái greitt  Flokkur fólksins birtir stefnumálin sín í Reykjavík  Öll- um tryggt húsnæði  Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni Morgunblaðið/Eggert Flokkur fólksins Kolbrún Baldurs- dóttir leiðir listann í Reykjavík. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Efst á stefnuskrá Pírata í Reykja- vík er að verða málsvarar ungs fólks og að auka lífsgæði ungs fólks. Í stefnuskrá flokksins, sem kynnt var fyrir helgi í Petersen- svítunni, segir að ungt fólk hafi vantað málsvara og hafi sumir flokkar „beinlínis verið í stríði gegn ungu fólki“. Píratar vilja að Reykjavík verði samkeppnishæf við stórborgir ná- grannalandanna svo ungt fólk yf- irgefi ekki landið til frambúðar. Til þess að ná þessu markmiði ætla þeir m.a. að fjölga stúdentaíbúðum og gera vistvænni ferðamáta að raunverulegum valkosti. „Ungt fólk tekur sjaldnar bílpróf en áður og vill geta tekið strætó og notið nær- þjónustu í hverfunum. Það er dýrt að reka bíl og skipulag borgarinnar á forsendum einkabílsins er á for- sendum eldri kynslóða.“ Þá vilja Píratar einnig að kosningaaldurinn verði lækkaður í 16 ár á sveit- arstjórnarstigi og að sálfræðiþjón- usta verði aðgengileg í skólum. Skipulagt húsnæði fyrir alla Þá ætlar flokkurinn að leita allra mögulegra leiða til að taka á bráðavandanum á byggingarmark- aði og tryggja húsnæði á viðráð- anlegu verði. „Við leggjum áherslu á stöðugleika á byggingarmarkaði, að auka framleiðni og styðja við iðnnám. Píratar hafa lagt hornstein í stjórnsýslu Reykjavíkur á líðandi kjörtímabili sem styttir boðleiðir, rafvæðir ferla og skilar okkur skil- virkari stjórnsýslu fyrir alla borg- arbúa, líka uppbyggingaraðila.“ Segist flokkurinn ætla að skipu- leggja húsnæði fyrir alla aldurs- og félagshópa innan áhrifasvæðis borgarlínu og skapa þannig nú- tímalega og spennandi menning- arborg. Verður skipulagt húsnæði fyrir stúdenta, ungt fólk, eldri borgara, félagslegar íbúðir og leiguíbúðir í tengslum við borg- arlínu. Píratar ætla að vera málsvarar ungs fólks  Stefnumál Pírata í Reykjavík kynnt Morgunblaðið/Eggert Píratar í Reykjavík Dóra Björt Guð- jónsdóttir, oddviti Pírata í borginni. Vinnufundur í kjaradeilu ljós- mæðra verður haldinn í dag. Katrín Sif Sigur- geirsdóttir, for- maður samn- inganefndar þeirra, kvaðst bjartsýn fyrir fundinn í samtali við mbl.is. Næsti formlegi fundur með allri samn- inganefnd ríkisins er síðan á mið- vikudag. Málinu var vísað til ríkis- sáttasemjara 5. febrúar síðastliðinn og hefur lítið þokast áfram í við- ræðum deiluaðila þangað til eitt- hvað virðist hafa rofað til í síðustu viku. Samninganefnd ljósmæðra hittist á föstudag þar sem farið var yfir málin. „Það er farið myndast samtal og það er kominn einhver samningsvilji,“ sagði Katrín sem vonar það besta. Rofar til í kjaradeilu ljósmæðra og ríkis Katrín Sif Sigurgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.