Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Nýr stór humar Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá NýsköpunarmiðstöðÍslands, á 50 ára afmæli í dag. Hún hóf störf þar fyrir einuog hálfu ári en þar áður hafði hún verið í níu ár hjá Byggðastofnun, þar af sem forstöðumaður fyrirtækja- og lánasviðs í fimm ár. „Hjá Nýsköpunarmiðstöð er ég með leiðsögn fyrir frumkvöðla og fyrirtæki og held námskeið fyrir konur sem eru með viðskipta- hugmynd og langar að stofna fyrirtæki. Námskeiðið heitir Brautar- gengi, er haldið tvisvar á ári og stendur í fimmtán vikur.“ Elín er komin á fullt í golfið ásamt manni sínum og yngstu dóttur þeirra. „Við hjónin höfðum verið eitthvað að fikta í golfinu en kol- féllum fyrir þessu fyrir fjórum til fimm árum og höfum verið á fullu síðan og dóttir okkar líka, svo við erum þrjú saman í þessu.“ Þau eru núna stödd á Tenerife og eiga pantaðan tíma klukkan níu núna fyrir hádegi á golfvellinum Las Americas. „Það verður í fyrsta sinn sem við spilum golf á erlendri grundu. Svo ætlum við með krakkana í vatnagarðinn og förum eitthvað fínt út að borða í kvöld.“ Eiginmaður Elínar er Gunnlaugur Sighvatsson, rekstrarstjóri Martaks í Grindavík. Samtals eiga Elín og Gunnlaugur fimm börn og þau eru Valdimar Örn Baldursson, f. 1994, Særós Gunnlaugs- dóttir, f. 1994, Auður Gunnlaugsdóttir, f. 1996, Júlía Gunnlaugs- dóttir, f. 1998, og María Rut Gunnlaugsdóttir, f. 2007. Fjölskyldan Elín, Gunnlaugur og börn eru stödd á Tenerife. Spilar golf í fyrsta sinn á erlendri grundu Elín Gróa Karlsdóttir er fimmtug í dag T heodór Snorri Ólafsson fæddist í Vestmanna- eyjum 14.5. 1933 og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Vest- mannaeyja og lauk vélstjóraprófi frá Vélskólanum 1950: „Ég var svo ung- ur þegar ég sótti um inngöngu í skól- ann að ég þurfti að fá undanþágu.“ Theodór fór 14 ára á sumarsíld fyrir Norðurlandi, á bátnum Vonin VE 113, og síðan á vetrarvertíð á sama bát og var þar í fimm ár, fyrst háseti og síðan vélstjóri. Hann var vélstjóri hjá Helga Benediktssyni, útgerðarmanni í Eyjum, í önnur fimm ár og fór þá í tvígang til Sví- þjóðar þegar sóttir voru bátar sem Helgi hafði látið smíða þar. „Við sóttum bátinn Frosta VE fyr- ir Helga, árið 1955, en hann strand- aði á Landeyjasandi úti af jörðinni Siglunesi, í febrúar árið 1956. Allir komust þó heilu og höldnu í land. Síð- an sóttum við bátinn Gullþóri til Sví- þjóðar og á honum var ég eina ver- tíð.“ Theodór hóf útgerð í Eyjum, ásamt Hilmari Rósmundssyni, mági sínum, árið 1959: „Við Hilmar gerð- um út bátinn Sæbjörgu og vorum þrisvar aflahæstir í Eyjum og einu sinni yfir landið. En þessu fylgdu miklar útilegur. Við sóttum fast sjó- inn og það mæddi á eiginkonunni með öll börnin heima. Sæbjörg sökk úti af Vík í Mýrdal árið 1963. Við komumst allir í björg- unarbát og vorum hirtir upp eftir töluvert volk.“ Í ársbyrjun 1973 keyptu þeir bát- inn Gjafar sem þá var nýuppgerður: „Sá bátur kom til Eyja 22. janúar 1973 og lá þá fyrir neðan Vinnslu- Theodór S. Ólafsson, vélstjóri í Vestmannaeyjum – 85 ára Hjá afa og ömmu Theodór og Margrét taka lífinu með ró og spjalla við Högna sem er yngsta barnabarnið þeirra. Krappur dans við Ægi Vanur maður Hér er íslenski sjómaðurinn á gedduveiðum í Svíþjóð. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.