Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Með farþega á bakinu Þessi vegfarandi á Vesturgötunni í Reykjavík var hugsi yfir fjöðrinni sem hann handlék, en farþeginn á bakinu virtist hafa heldur takmarkaðann áhuga. Eggert Hvað ætlar þú að verða væni? voða ertu orðinn stór, allir spyrja einum rómi, eilíft hljómar þessi kór. Þannig sungu Hrekkjusvínin svo skemmtilega árið 1977. Enn í dag erum við að spyrja unga fólkið okkar þessarar spurningar sí og æ og oft verður fátt um svör enda náms- framboð aldrei verið meira á Ís- landi. Tölfræðin segir okkur að á undanförnum árum hafi ásókn í hefðbundnar iðngreinar farið minnkandi. Það er gríðarlegt áhyggjuefni á sama tíma og at- vinnulífið hér á landi hrópar eftir iðnmenntuðum starfskröftum. Þegar ég spyr leikskólabörn hvað þau ætla að verða er þau verða stór stendur sjaldnast á svari og flest nefna störf sem krefjast handverks- þekkingar svo sem smiður, hár- greiðslumaður, matreiðslumaður, bakari, gera við bíla, slökkviliðs- maður og svo framvegis. Svo virðist sem gríðarlegur munur sé á leik- skólastiginu og grunnskólastiginu. Í leikskólunum er ýtt undir sköpun og verklega kennslu en svo virðist sem þessir þættir séu svæfðir í grunnskólanum. Eftir nám í grunn- skóla ætlar lítill hluti nemenda í verklegt nám. Það virðist sem tíu ára grunn- skólanám geri lítið annað en að búa nemendur undir áframhaldandi bóknám þegar grunnskólinn ætti að horfa til fjöl- breytileika og ýta und- ir hæfni og getu hvers og eins. Það er skoðun mín að mikið brottfall nemenda í framhalds- skólum megi að ein- hverju leyti rekja til þess að börn séu í röngu námi og hafi ekki fengið viðeigandi ráðgjöf um námsval sitt í grunnskóla. Við þurfum að hlúa að og rækta áhuga barna frá blautu barnsbeini. Námsáherslur á grunnskólastiginu þarf að endur- skoða ef við viljum ná árangri í því að fleiri sæki sér iðnnám að grunn- skóla loknum. Kennsla í verklegum greinum allt frá 1. bekk grunnskóla ætti að vera aðgengileg fyrir alla. Við getum þá hvatt unga fólkið okk- ar til að efla með sér verklega færni sem getur skilað sér í iðn- menntuðu fagfólki sem atvinnulífið tekur fagnandi. Eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur »Námsáherslur á grunnskólastiginu þarf að endurskoða ef við viljum ná árangri í því að fleiri sæki sér iðn- nám að grunnskóla loknum. Guðrún Hafsteinsdóttir Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins. Er verkleg kennsla svæfð í grunnskólanum? Netöryggi hefur áhrif á daglegt líf okk- ar allra og á atvinnu- starfsemi um allt land. Það er ekki ofsögum sagt að netöryggi er í dag ein grunnforsenda þess að tryggja öryggi borgaranna, vernda lýðræðið og tryggja af- komu okkar. Ljóst er að Ísland er ekki ey- land þegar kemur að netöryggi. Öfl- ugt samstarf við önnur ríki er for- senda árangurs. Netöryggi er ekki bara tæknilegt viðfangsefni heldur kemur inn á stjórnsýslu, löggæslu, efnahagsmál og alþjóðasamskipti, svo nokkur dæmi séu nefnd. Öll svið ríkisvaldsins þurfa að huga að net- öryggi, sem og fyrirtæki, stofnanir og almennir borgarar. Rannsóknir og þróunarstarf á þessu sviði eru í eðli sínu fjölþjóðleg. Að mörgu er að huga og þróunin er hröð. Bæði Ísland og Bandaríkin setja netöryggi í forgang. Þess vegna ákvað Fulbright-stofnunin á síðasta ári að leggja áherslu á þennan mála- flokk og setja á stofn nýja styrkja- áætlun á sviði netöryggismála í samstarfi við Vísindastofnun Banda- ríkjanna (NSF), en fyrstu styrkirnir eru veittir á þessu ári. Í tilefni af því að þessi áætlun er nýfarin af stað stendur Fulbright-stofnunin fyrir netöryggisviku Fulbright dagana 14.-18. maí í Reykjavík. Netörygg- isráð hefur aðstoðað við undirbún- ing dagskrárinnar, en Fulbright- sérfræðingurinn Eileen Decker mun halda stutt nám- skeið og erindi í Reykjavík fyrir ýmsa hópa sem láta sig net- öryggi varða. Hún er lögfræðingur með langa reynslu af starfi á sviði netöryggismála, bæði sem fyrrverandi alríkissaksóknari og aðstoðarborgarstjóri Los Angeles, og jafn- framt hönnuður og kennari nýs námskeiðs um netöryggismál fyr- ir University of Southern California. Á þessum fundum mun hún deila reynslu sinni og ræða um hinar ýmsu hliðar netöryggismála. Að netöryggisvikunni lokinni heldur Eileen norður til Akureyrar þar sem hún mun halda áfram samstarfi sínu við Háskólann á Akureyri, en sem Fulbright-sérfræðingur veitir hún þar ráðgjöf varðandi þjálfun lögreglunema á sviði netöryggis- mála. Í júní eru svo tveir Fulbright- sérfræðingar í viðbót á sviði net- öryggismála væntanlegir, en gest- gjafar þeirra eru stjórnmálafræði- deild og Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands. Í haust er svo væntanlegur sérfræð- ingur á sviði tölvufræði sem verður gestur Háskólans í Reykjavík. Fleiri heimsóknir eru fyrirhugaðar. Á næsta ári er stefnt að því að fá hingað bandaríska fræðimenn á sviði netöryggismála sem dvelja munu heila önn við háskóla á Íslandi við kennslu og rannsóknir. Fyrirséð er að samstarf fræðimanna á þessu sviði geti gagnast báðum ríkjunum vel og leitt af sér bætt netöryggi, nýjar lausnir og aukið samstarf há- skóla. Það er Fulbright-stofnuninni mikið gleðiefni að geta stuðlað að auknu samstarfi Íslands og Banda- ríkjanna á þessu mikilvæga sviði sem netöryggismál eru. Fulbright- stofnunin og stjórn hennar hafa á síðustu árum einsett sér að leggja áherslu á málaflokka sem bæði ríkin setja á oddinn hverju sinni og þar sem talið er að samvinna geti komið að verulegu gagni. Auk þeirra funda sem fyrirhug- aðir eru með embættismönnum og fleiri í tengslum við netöryggisviku Fulbright verður opinn fundur föstudaginn 18. maí kl. 12 í Odda, stofu 101. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Lagastofnun HÍ og bandaríska sendiráðið og eru allir velkomnir. Fleiri opnir fundir eru fyrirhugaðir í framtíðinni. Allt áhugafólk um netöryggi er hvatt til að fylgjast með á www.face- book.com/fulbrighticeland Eftir Belindu Theriault » Bæði Ísland og Bandaríkin setja netöryggi í forgang. Þess vegna ákvað Ful- bright-stofnunin á síð- asta ári að leggja áherslu á þennan mála- flokk. Belinda Theriault Höfundur er framkvæmdastjóri Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi. fulbright@fulbright.is Netöryggi á oddinn í Fulbright- samstarfi Íslands og Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.