Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 31
stöðina. Sex klukkustundum síðar hófst gosið og við tókum náttúrulega þátt í því að ferja fólk í land. Ég man að hundrað manns fóru í lestina en svo margir voru á dekki að 430 manns stigu á land þegar báturinn kom að bryggju í Þorlákshöfn. Síðan fórum við fimm ferðir til að bjarga veiðarfærum og öðrum verðmætum. Gjafar var happafleyta að þessu leyti þegar mest reið á, en ekki að öðru leyti. Við vorum síðan þrjár vik- ur á loðnu sem gekk ágætlega en á útstíminu frá Grindavík strandaði báturinn í innsiglingunni þar. Árið síðar festum við kaup á Sæ- björgu VE - 56 en hann var lengdur í Danmörku 1974 og bar þá 700 tonn. Við gerðum hann út í tíu ár, áfalla- laust, en í desember 1984 brotnaði keflablásari svo báturinn varð vél- arvana og strandaði í Hornsvík, fyrir austan Hornafjörð. Þar varð einnig mannbjörg en við vorum dregnir í land í línustól. Þarna misstum við bátinn, fengum ekki leyfi til kaupa á nýjum bát og urðum þess vegna einnig af kvót- anum á nýju kvótaári 1985. Ég hef þess vegna aldrei verið kvótagreifi.“ Theodór var einn af stofnendum Eyjaíss, 1986, sem sá bátunum fyrir ís, og vann þar til 1988. Hann var síð- an vélstjóri hjá Ísfélaginu til 1995 er hann lét af störfum. „Ég get ekki neitað því að hafa nokkrum sinnum komist í krappan dans við Ægi. En í öll þessi skipti urðu mannbjörg. Það skiptir mestu þegar upp er staðið “ Fjölskylda Eiginkona Theodórs er Margrét Eirikka Sigurbjörnsdóttir, f. 10.2. 1934, húsfreyja. Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Metúsalemsson, f. 1906, d. 2000, bóndi og vitavörður á Vestur-Stafnesi á Reykjanesi og k.h., Júlía Jónsdóttir, f.1906, d. 1979. Börn Theodórs og Margrétar eru 1) Þorbjörg, f. 1959, þjónustu- fulltrúi í Hveragerði en maður henn- ar er Haukur Logi Michelsen múr- arameistari og eru börnin Theodór Aldar, f. 1978, Hrefna, f. 1984 , og Elvar Aron, f. 1993; 2) Sigurbjörn M., f. 1960, vélstjóri í Eyjum; 3) Haf- þór Theodórsson, f. 1961, stýrimaður í Eyjum en kona hans er Hanna R. Björnsdóttir, félagsráðgjafi og sonur þeirra er Jóhann Birnir, f. 1991; 4) Júlíanna, f. 1962, starfsmaður á dval- arheimili aldraðra í Eyjum en maður hennar er Ingólfur Ingólfsson, veiði- eftirlitsmaður eru dætur þeirra Mar- grét Rós f. 1982 og Alma f. 1988; 5) Bára, f. 1966, sérkennari í Sundsvall í Svíþjóð en maður hennar er Tommy Westman viðskiptafræðingur og er dóttir þeirra Embla Mira f. 1997; 6) Björk, f. 1971, viðskiptafræðingur í Reykjavík, og 7) Harpa, f. 1975, hús- freyja í Eyjum en maður hennar er Örvar Guðni Arnarson fjármálastjóri og eru börnin Salka Sól, f. 2001, Klara, f. 2005, og Högni, f. 2010. Hálfsystir Theodórs, sammæðra: 1) Rósa Guðmunda Snorradóttir, f. 1927, d. 2015, húsfreyja í Eyjum og Garðabæ. Alsystkini Theodórs: 2) Sigurveig Þórey, f. 1935, d. 1935; 3) Snorri Sigurvin Ó. Vestmann, f. 1938, sjómaður í Hveragerði; 4) Ingi Steinn, f. 1942, sjómaður í Eyjum; 5) Ellen Margrét, f. 1943, húsfreyja á Flúðum, og 6) Þór Guðlaugur. f. 1947, vélstjóri í Mosfellsbæ. Foreldrar Theodórs voru Ólafur Guðmundsson Vestmann, f. 1906, d. 1970, sjómaður í Eyjum og k.h., Þor- björg Guðmundsdóttir, f. 1905, d. 1960, húsfreyja.. Theodór Snorri Ólafsson Kristjana Jónsdóttir húsfr. í Hvammi Sigurður Greipsson b. í Hvammi í Dýrafirði Kristjana Rósa Sigurðardóttir húsfr. í Eyjum Guðmundur Jónsson múrari í Eyjum Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Guðlaug Tómasdóttir vinnuk. í Gufunesi Jón Jónsson vinnum. í Gufunesi í Mosfellssveit OttóGuðmundsson Vestmann sjóm. á Fáskrúðsfirði Guðmundur Vestmann skipstj. í Rvík Ingólfur Arnarson Guðmundsson úrsmiður í Eyjum Arnar V. Ingólfsson járnsmiður í Eyjum Jóhann Tómas Bjarnason kaupfélagsstj. og síðar framkvstj. Fjórðungssambands Vestfjarða Kristjana Guðlaug Guðmundsdóttir húsfr. á Þingeyri Guðríður Ólafsdóttir húsfr. í Eyjum Sigurður Sigurðsson b. og skipavinnum. í Eyjum Þórunn Sigurðardóttir húsfr. og fiskvinnsluk. í Eyjum Guðmundur Guðmundsson Vestmann bátsformaður á Fáskrúðsfirði Málfríður Einarsdóttir húsfr. í Rvík Guðmundur Sigurðsson sjóm. og tómthúsm. í Rvík Úr frændgarði Theodórs Ólafssonar Ólafur Guðmundsson Vestmann sjómaður í Vestmannaeyjum Sá guli goggaður Theodór kann handtökin og innbyrðir golþorsk. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁNMSG P R E N T U N .IS 100 ára Karl Sigurðsson 90 ára Ásta M. Einarsdóttir 85 ára Erla Jónsdóttir Guðmundur St. Gunnarsson Haukur Haraldsson Theódór Snorri Ólafsson 80 ára Björgvin Daníelsson Helga Tómasdóttir Jóhann Borg Jónsson Stefán Björn Ólafsson 75 ára Birgir Bjarndal Jónsson Matthildur Guðmundsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson Robert Eugene Benitez Svana Þorgeirsdóttir Valgarður Sigurðsson 70 ára Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir Bjarni Einar Baldursson Halldór Guðmundsson Ísak Möller Konráð A. Lúðvíksson Kristjana E. Kristjánsdóttir Kristján Ingi Helgason Sveinbjörn Jónsson Teresa Maria Jacunska Örn Lýðsson 60 ára Agga Hrönn Hauksdóttir Halldór Zoéga Hallgrímur Hrafn Gíslason Helga Einarsdóttir Hildigunnur Pálmadóttir Hörður Óskarsson Sigrún Margrét Jónsdóttir Sigurjón Steindórsson Sigurlaug S. Angantýsd. Sonja Hulda Jónsdóttir 50 ára Anna Hedvig Þorsteinsd. Birna Kolbrún Gísladóttir Elín Gróa Karlsdóttir Eyþór Einar Sigurgeirsson Hjördís Edda Broddadóttir Hreinn Hreinsson Júlíus B. Benediktsson Karen Viðarsdóttir Karlotta Hlífarsdóttir Sigurður Pálsson Soffía Dagmar Þorleifsd. Þorkell Ingi Þorkelsson 40 ára Anna Sigrún Ásmundsd. Berglind Sigurðardóttir Eyrún Berta Guðmundsd. Halla Rós Arnarsdóttir Jaroslaw Andrzej Bucik Jón Hans Ingason Kristín Hrund Clausen Magnea Árnadóttir Robert Laczak Sigmundur Ísak Þorsteinss. Thiphawan S. Sveinsson Þorsteinn V. Thorarensen 30 ára Dagný Sveinsdóttir Desh Deepak Gísli Kristjánsson Guðrún Björg Ingimundard. Hafrún Eir Hafliðadóttir Helga Margrét Aðalsteinsd. Ingi Svavarsson Katrín Björk Kragh Lára Björk Bragadóttir Monika Denikiewicz-Lada Ragnar Kristinn Lárusson Róbert Lunddal Gunnarss. Samúel Jóhannsson Stefán Smári Jónsson Til hamingju með daginn 40 ára Anna er frá Orms- stöðum í Eiðaþinghá en býr í Kópavogi. Hún er grunnskólakennari í Kársnesskóla. Maki: Ingvar Sigurður Al- freðsson, f. 1976, tölv- unarfr. hjá Vodafone. Börn: Viktor Örn, f. 2004, Ásmundur Steinar, f. 2010, og Þórunn Arna, f. 2014. Foreldrar: Ásmundur Þór- hallsson, f. 1935, og Þór- unn Sigríður Oddsteins- dóttir, f. 1938. Anna Sigrún Ásmundsdóttir 40 ára Berglind er úr Kópavogi en býr í Reykja- vík. Hún er grunnskóla- kennari í Fossvogsskóla. Maki: Hrafn Þórðarson, f. 1973, sjálfstætt starfandi hagfræðingur. Börn: Óskar, f. 2004, Lúk- as, f. 2007, og tvíburarnir Mikael og Rakel, f. 2013. Foreldrar: Sigurður Steinþórsson, f. 1947, og Kristjana Ólafsdóttir, f. 1954. Þau reka Gull og silfur. Berglind Sigurðardóttir 30 ára Lára er af Sel- tjarnarnesi en býr í Kópa- vogi. Hún er tannsmiður hjá RFJ tönnum. Maki: Ívar Örn Haralds- son, f. 1985, smiður og er með eigið fyrirtæki – Smíðafimi. Börn: Embla, f. 2015, og Haraldur Bragi, f. 2017. Foreldrar: Bragi Björg- vinsson, f. 1959, og Berg- lind Þorfinnsdóttir, f. 1960. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi. Lára Björk Bragadóttir  David Cook hefur varið doktors- ritgerð sína í umhverfis- og auðlinda- fræði. Heiti ritgerðarinnar er Stuðlað að sjálfbærni með notkun umhverfis- vísa og hagrænu mati á vistkerfis- þjónustu (Promoting environmental sustainability through the utilisation of an indicator set, ecosystem servi- ces perspective and non-market va- luation techniques). Andmælendur voru Dr. Robert Costanza, Crawford School of Public Policy, Australian National University, og Dr. Giles Atk- inson, London School of Economics and Political Science. Leiðbeinandi var dr. Brynhildur Davíðsdóttir pró- fessor í umhverfis- og auðlindafræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Aðrir í doktorsnefnd voru dr. Daði Már Kristófersson, forseti Félags- vísindasviðs Háskóla Íslands, og dr. Ståle Navrud, Norges miljø- og biovi- tenskapelige universitet. Í ritgerðinni eru umhverfisáhrif orkuframkvæmda á Íslandi sett í samhengi við sjálfbæra þróun og greind út frá mörgum sjónarhornum, meðal annars með tilliti til áhrifa á náttúrugæði. Ritgerðin í heild sýnir mikilvægi þess að Íslendingar auki þekkingu á virði náttúrugæða lands- ins í mismunandi vistgerðum og landslagi. Fjallað er um sambandið milli orku- framkvæmda og umhverfisáhrifa á Íslandi og lýst nýrri aðferðafræði við val á vísum til að meta umhverf- islega sjálfbærni. Einnig er lagt til að verðmætamat sé notað til að meta kostnað umhverfis- áhrifa. Fjallað er um hvaða verðmæti gætu verið tekin til greina í slíku mati og sömuleiðis við stjórnsýsluákvarð- anir tengdar virkjanaframkvæmdum. Í þessu samhengi var greiðsluvilji al- mennings kannaður og beitt var svo kölluðu skilyrtu verðmætamati á tveimur jarðvarmasvæðum, Eldvörp- um og Hverahlíð, til að greina vilja al- mennings til að vernda svæðin sem vísbendingu um virði náttúrugæða. Niðurstöður sýna að greiðsluvilji fyrir vernd Eldvarpa var að meðaltali 8.433 kr. og 7.122 kr. fyrir Hverahlíð. Sömu aðferðafræði var beitt til að meta greiðsluvilja til að vernda Heið- mörk og reyndust skattgreiðendur tilbúnir til að greiða frá 17.039 kr. til 24.790 kr. til að tryggja vernd Heið- merkur. David Cook David Cook er fæddur í Paignton, Englandi árið 1983. Hann er með BA próf í hag- fræði frá háskólanum í Exeter frá árinu 2005 og lauk MSc prófi í sjálfbærri þróun frá sama skóla árið 2007. David hefur jafnframt MA gráðu í skipulagsfræðum frá háskólanum á Vestur-Englandi frá árinu 2012 og lauk MS gráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2014. David er núna nýdoktor við HÍ. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.