Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Mundu að til þess að samband sé gott þurfa báðir aðilar að gefa eitthvað eftir. Þú færð símtal sem á eftir að vekja hjá þér spurningar. 20. apríl - 20. maí  Naut Allir munu njóta þess að fá hól frá þér í dag og heillandi persónuleiki þinn sýnir öllum hve einlæg/ur þú ert. Komdu elskunni þinni á óvart. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt einhverjir misskilji orð þín skaltu ekki láta misskilning þeirra draga úr þér kjarkinn. Þú ættir að sleppa því að horfa um öxl, líttu heldur fram á við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Forðastu að lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að velja á milli tveggja kosta. Taktu frumkvæði og ýttu málum úr höfn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er óhætt að fara eftir eðl- isávísun þinni þegar þú afgreiðir við- kvæmt einkamál í dag. Mundu að þú ert þinnar gæfu smiður. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú verður að temja þér þau vinnu- brögð að ljúka við eitt verkefni áður en þú byrjar á öðru. Þú ert óróleg/ur vegna gamals máls sem skaut upp kollinum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Landið er greinilega að rísa. Hertu upp hugann því endalaus undanlátssemi skilar þér bara örðugleikum. Þú reynir að koma á sættum milli deiluaðila. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú stendur á tímamótum og þarft að gera upp hug þinn til nýrra verk- efna. Komdu þér í samband við frum- kvöðla og gáðu hvað gerist. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Orð þín hafa mikið vægi bæði heima og á vinnustað svo mundu hversu mikil ábyrgð fylgir því. Vandasamt verk- efni sem á þér hvílir mun leysast farsæl- lega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú kynnist manneskju og sam- bandið þróast út í ástarsamband. Þú hef- ur vanrækt vinina undanfarið, gerðu eitt- hvað í því. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Stundum skjóta gamlir draugar upp kollinum og hafa áhrif á líf manns. Ekki sakar að vera bjartsýn/n á framtíð- ina. Þú færð tilboð sem þú ættir að hafna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þroski þinn er augljós nú þegar hugsanir þínar eru gjörsamlega ólíkar hugsunum þínum fyrir ári. Láttu andstöðu samstarfsfélaga ekki verða þér fjötur um fót. Keppendur í Eurovision erufulltrúar sinna þjóða og landa, enda fylgir lögunum og flytjendum margt sem minnir á upprunann. Sjónvarpskabarett þessi sem Vík- verji fylgdist með á laugardagskvöld er því svona öðrum þræði skemmti- leg landafræði, ferðalag um heila heimsálfu á nokkrum klukkustund- um. Lögin sem flutt voru eru hins vegar í flestum tilvikum án allrar melódíu og því ómögulegt að syngja þau og læra laglínu á núll einni. Aðal- atriðið í flutningi laganna er sjón- hverfingar og sviðsframkoma. x x x En sú var tíðin að Ísland var eins oglítið Eurovision þar sem í bæjum og byggðum landsins voru starfandi hljómsveitir sem fluttu lög og texta sem hvert mannsbarn kann. Þetta er breytt, en söngurinn ómaði og hljóm- sveitirnar urðu frábær kynning fyrir viðkomandi byggðarlög. Á Akranesi voru Dúmbó og Steini sem sungu Angelíu, Glaumbæ og Fiðrildi og flugur. Á Bifröst í Borgarfirði voru samvinnuskólastrákar sem héldu úti sveitinni Upplyftingu og lagið Traustur vinur var spilað út í það óendanlega í Óskalögum sjúklinga í Ríkisútvarpinu. Vestan af Ísafirði heyrðist síðan ómur frá BG og Ingi- björgu og allir þekkja lagið fallega Þína innstu þrá. x x x Í Skagafirði kom sveiflufjör Geir-mundar Valtýssonar og Álftagerð- isbræður eru rokkarar af fíngerðu sortinni. Lagið Sem lindin tær eiga Siglfirðingar algjörlega skuldlaust og á Akureyri voru Hljómsveit Ingi- mars Eydal, Skriðjöklar og seinna 200 þúsund naglbítar. Greifarnir voru Húsavíkurbandið. Annars má segja að Selfoss hafi verið höfuðbólið í þessari hljómsveitamenningu; þar voru til dæmis Steini spil, Mánar og seinna Skítamórall; strákaband sem átti sumarsmellinn árið 1998, lagið Farin? Í Vestmannaeyjum var hljómsveitin Logar og frá Eyjum er reyndar kominn fjöldi Þjóðhátíðar- laga sem svo oft eru rauluð við gítar- glamur á góðri stundu. x x x Tökum lagið, landar góðir. Fjöriðer rétt að byrja. vikverji@mbl.is Víkverji Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki (Matt: 6.33) Áheimasíðu sinni auglýsti Dóm-kirkjan messu á uppstigning- ardag, að boðið yrði upp á kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Á þessum degi aldraðra myndi Kjart- an Sigurjónsson organisti predika. Sr. Hjálmar Jónsson orti: Kirkjuferð mun gleðja geð, góð er stund með Kristi. Þar er kaffi, kökur með og Kjartan organisti. Ólafur Stefánsson spyr á Leir hvort meining sé á bak við orðin: Svitadropar sjást á vör, sýnir Móri hrekkinn, þegar fúin fótaskör færist upp í bekkinn. Ármann Þorgrímsson svarar því til að Móri sé sjálfum sér sam- kvæmur: Komið stuð á kónginn er kappinn brýnir heimskan lýð þó ýmsir kenni ótta hér ætlar Móri sér í stríð. Og um vísurnar sínar yrkir Ár- mann og þykir skrítið: Hvaða leið og hvernig fer og hvenær mig að landi ber hvert eitt skref og hvar sem er hverja stund þær fylgja mér. Sigtryggur Jónsson er nýr á Boðnarmiði og yrkir: Ekki leiðist mér að lifa langa daga, stuttar nætur; margt að gera, skrafa’ og skrifa: Skreiðist ég því snemma’ á fætur. Hólmfríður Bjartmarsdóttir seg- ir á Boðnarmiði að fyrri vísuna hafi hún fundið í skúffunni og bætt þeirri seinni við: Minn bíll er í algengum öreigastíl og aldrei meira en hálfur því finnst mér að ætti að framleiða bíl sem fyllist af bensíni sjálfur. Nú eru menn farnir að framleiða einn sem er fær um að stýra sjálfur. Því eftir einn, ei aki neinn og aldrei fullur, né hálfur. Þessi kuldasteytingur sem verið hefur síðustu daga rifjar upp fyrir mér að við Ari Jósefsson fórum oft með þessa þulu á menntaskóla- árunum: Karl fór út að gá til veðurs og sagði þegar hann kom inn: Norðankaldinn úti er er kominn á norðan. Guð alvaldur hjálpi mér engan hef ég korðann! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Messutilkynning, Móri og norðankaldi „ÉG FRÉTTI AÐ ÞÚ VÆRIR MEÐ HERBERGI TIL LEIGU.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann er með hárið þitt og augun hennar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GJÖRÐU SVO VEL, GRETTIR ENN HLÝR EFTIR ÞURRKARANN HVERT VILTU FARA TIL AÐ FÁ ÞÉR AÐ BORÐA? ÞESSI BRANDARI HEFUR EKKERT SKÁNAÐ SÍÐAN ÞÚ SAGÐIR HANN SÍÐAST FYRIR 20 KÍLÓMETRUM!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.