Morgunblaðið - 29.05.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018
RÁÐSTEFNA MATVÆLALANDSINS ÍSLANDS
ÁBYRG MATVÆLAFRAMLEIÐSLA
ÍSLAND OG HEIMSMARKMIÐ SÞ
M
AT
VÆLALANDIÐ
ÍSLAND
FJÁRSJÓÐUR
FRAMTÍÐAR
HARPA, FIMMTUDAGINN 31. MAÍ KL. 13.00–16.00
ENGINN AÐGANGSEYRIR. SKRÁNING Á VEFNUM WWW.SI.IS
Hvernig snerta heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna íslenskamatvælaframleiðslu?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Einhver úrkoma hefur mælst alla 28
daga maímánaðar til þessa í Reykja-
vík og eru úrkomudagarnir orðnir
jafnmargir og þeir hafa flestir orðið
áður. Flest bendir því til að nýtt met
fyrir maí falli að þessu sinni að mati
Trausta Jónssonar veðurfræðings,
sem telur ólíklegt að það verði alveg
skraufþurrt fram á fimmtudag.
Staðan í gær var þannig að heild-
arúrkoma mánaðarins til þessa í
Reykjavík er 125,3 millimetrar. Það
er það mesta sem nokkru sinni hefur
mælst sömu daga (mest áður 124,4
mm 1989). Enn vantar þó 0,7 mm til
að jafna lokatölu maímánaðar 1989,
hún var 126,0 millimetrar.
„Mér finnst ekki ótrúlegt að það
náist þessa þrjá daga sem lifa af
mánuðinum,“ segir Trausti.
Enn vantar einn dag upp á að
jafna met fjölda daga með 1,0 milli-
metra úrkomu eða meira. Þeir dagar
eru nú orðnir 22 en metið er 23 dag-
ar. Vel má vera að það met verði líka
slegið, telur Trausti. Síðasta úr-
komumæling mánaðarins verður
gerð kl. níu að morgni fimmtudags.
Það sem fellur afgang þess dags telst
með júnímánuði. sisi@mbl.is
Rignt alla daga í maí
Öll úrkomumet
mánaðarins geta
mögulega fallið
Morgunblaðið/Eggert
Algengt Regnhlífar hafa verið á lofti alla daga maímánaðar í Reykjavík.
Sumarveðrið er komið yfir landið.
Það lætur þó landsmenn njóta sín í
mismiklum mæli. Á meðan það er og
verður hlýtt veður og fínir dagar
norðanlands og austan er heldur
svalara sunnanlands og vestan, milt
veður en dumbungur.
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur
á Veðurstofu Íslands, segir að
ákveðin teikn séu á lofti um að breyt-
ing sé að verða á veðurkerfunum við
landið. Kalda loftið vestan við Græn-
land sé þó ekki alveg búið að sleppa
taki sínu. Það sé ekki langt undan og
hafi áhrif á lægðakerfin sem fara um
Ísland.
Óli Þór bendir á að fínt veður sé á
Tröllaskaga, Norðausturlandi, Hér-
aði og jafnvel víðar um austanvert
landið. Hitinn hafi farið í 19 gráður
þar í fyrradag og ætti að fara vel yfir
20 stigin í dag og á morgun. Eitthvað
svalara verði á því svæði út vikuna.
Á meðan áttin er suðlæg stendur
hún af hafi og vegna lágs sjávarhita
verður engin sumarblíða á sunnan-
og suðvestanverðu landinu. Hætt er
við lágskýjuðu og frekar grámyglu-
legu veðri.
Óli Þór tekur þó fram útlit sé fyrir
milt veður og minni úrkomu og
lengri þurra kafla en verið hefur í
mánuðinum. Hlýrra verði á næturn-
ar og gróður geti tekið við sér.
helgi@mbl.is
Sumar á
Norðaust-
urlandi
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti
Viðreisnar, fundaði með fulltrúum
fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta
og Sjálfstæðisflokki í gær vegna
meirihlutamyndunar í borgarstjórn.
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti
Flokks fólksins, fundaði með oddvita
eins hinna flokkanna, en vildi í sam-
tali við Morgunblaðið ekki gefa upp
um hvern væri að ræða. Vigdís
Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins,
kvaðst í gær hafa fundað með Eyþóri
Arnalds, oddvita sjálfstæðismanna.
Allar viðræður eru enn á óform-
legu stigi, en í fjölmiðlum hefur
tveimur kostum verið haldið hæst á
lofti. Annars vegar að Viðreisn, sem
er í oddastöðu, komi í stað Bjartrar
framtíðar í núverandi meirihluta,
hins vegar að Viðreisn myndi meiri-
hluta með Sjálfstæðisflokki, Mið-
flokki og Flokki fólksins.
Sýna ekki á spilin
Þrír flokkar hafa útilokað sam-
starf við sjálfstæðismenn, Samfylk-
ing, Píratar og Sósíalistaflokkurinn.
Stjórn Viðreisnar og sveitar-
stjórnarmenn sem náðu kjöri fund-
uðu síðdegis í gær um stöðu mála.
Oddvitarnir halda þétt að sér spil-
unum og gefa lítið upp. Allir forð-
uðust þeir að nefna möguleg stjórn-
armynstur og í samtölum
Morgunblaðsins við flesta þeirra
kom fram að fundarhöld í gær hefðu
hverfst um málefnalega snertifleti
flokkanna.
Fyrsta snerting hjá Viðreisn
„Ég sagðist myndu hitta oddvita
bæði til hægri og vinstri, ég er búin
að því,“ sagði Þórdís Lóa í gær-
kvöldi. „Þetta var fyrsta snerting
eftir kosningarnar. Við erum orðin
góðkunn málefnunum hvert hjá öðru
og ræddum snertifleti á málefnunum
í dag,“ segir hún og bætir við að hún
telji málefni Viðreisnar kallast á við
málefni hinna nýkjörnu flokka í
borgarstjórn.
Aðspurð segir hún að sá möguleiki
sé enn opinn að næsti borgarstjóri
verði ópólitískur. „Landslagið er al-
veg nýtt, átta flokkar, tveir stórir og
margir minni. Það kallar á ný vinnu-
brögð því flest stjórnarmynstur
kalla á fjóra flokka saman. Það þýðir
að við þurfum að vinna þétt saman
allt kjörtímabilið. Það er allt opið
með þessi hlutverk og ein leiðin sem
hefur verið farin er að vera með fag-
legan utanaðkomandi borgarstjóra.
Við höfum samt ekki sett nein skil-
yrði við einn eða neinn,“ segir hún.
Sjálfstæðismenn eru bjartsýnir
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæð-
ismanna, upplýsir ekki um fundar-
höld sín í gær, en kveðst þó hafa rætt
við nokkra flokka. „Við skoðuðum
meintan málefnaágreining milli
flokka í dag og erum bjartsýn á það
eftir daginn að hann sé minni en tal-
að hafði verið um,“ segir hann.
Eyþór nefnir að nokkrir flokkar
hafi farið illa að ráði sínu í kosninga-
baráttunni. „Úrslit kosninganna
voru þó allt önnur en margir héldu.
Sumir höfðu stillt upp línum og úti-
lokað aðra. Það er ekki styrkur að
útiloka aðra og miklu meira þroska-
merki að vera opinn og trúa á sam-
starf. Það er það sem við trúum á, að
hlusta á annað fólk,“ segir hann.
Ekki náðist í Dag B. Eggertsson,
oddvita Samfylkingarinnar, í gær.
Fundarhöld til hægri og vinstri
Oddviti Viðreisnar fundaði með Samfylkingu, VG, Pírötum og Sjálfstæðisflokki Möguleiki á ópóli-
tískum borgarstjóra Snertifletir við mál hinna flokkanna Sumir hafi veikst með útilokun annarra
Bæjarfulltrúar og aðrir fulltrúar Eyjalistans
og framboðsins Fyrir Heimaey hittust á fundi
í gærkvöldi til að ræða möguleika á samstarfi
um stjórnun bæjarmála næstu fjögur árin.
Myndin var tekin við upphaf fundarins. Síð-
degis höfðu fulltrúar Eyjalistans fundað með
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn og Fyrir Heimaey
hafa 3 fulltrúa hvort framboð og Eyjalistinn
einn. Í framhaldi af þessum fundum verður
ákveðið hvaða framboð taka upp formlegar
viðræður.
Ljósmynd/Eyjafréttir
Kanna möguleika á samstarfi í Eyjum