Morgunblaðið - 29.05.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 29.05.2018, Síða 4
KANNANIR Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Skoðanakannanir í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna á laug- ardaginn voru nokkuð mismunandi varðandi útkomuna í höfuðborginni. Könnun Gallup sem birt var daginn fyrir kjördag var rétt um fylgi stærstu flokkanna, Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar, en gerði ekki ráð fyrir að Sósíalistaflokkur- inn næði inn manni. Könnun Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morgun- blaðið, sem birtist á miðvikudegi, gerði ráð fyrir að Samfylkingin fengi átta borgarfulltrúa en Sjálf- stæðisflokkurinn sjö. Útkoman var á hinn veginn. Niðurstöður Fé- lagsvísindastofnunar sýndu hins vegar að Sósíalistaflokkurinn fengi borgarfulltrúa, sem varð raunin. Ýmsar mögulegar ástæður Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð 17. til 21. maí en Gallup gerði könnun 22. til 25. maí. Því má jafnvel spyrja hvort fólki hafi hrein- lega snúist hugur varðandi stóru flokkana tvo á lokasprettinum. „Skekkjan var stór í okkar könn- un varðandi stærstu flokkana. Ég á eftir að skoða hvers vegna það var en eins og venjulega gæti það verið blanda af ýmsum ástæðum. Við leggjumst yfir það en það kemur í raun ekki í ljós fyrr en við gerum aðra könnun hvort fólki hafi snúist hugur á síðustu stundu eða hvað,“ sagði Hafsteinn Einarsson, verk- efnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, við Morgunblaðið í gær. Hafsteinn segist nú þegar hafa nokkrar tilgátur um ástæður þess að munur var á könnunum og kosn- ingaúrslitum. „Kjörsókn getur haft áhrif því mjög mikill munur var á fylgi eftir borgarhlutum. Hafi kjörsókn til dæmis verið meiri í úthverfum og á meðal eldri kjósenda gæti það skýrt útkomuna að hluta, svo ég nefni dæmi.“ Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð hvítasunnuhelgina; frá fimmtudegi 17. til mánudags 21. maí. „Eftir á að hyggja var það ef til vil ekki mjög heppilegur tími. Þeir sem eru sítengdir, með tölvu- póstinn í símanum, hafa átt auð- veldara með að taka þátt en aðrir og við þurfum að skoða hvort við hefðum þurft að taka sérstakt tillit til þess.“ Hafsteinn bendir á að þátttöku- hlutfallið hafi verið óvenju slakt. Hann bendir á góða könnun Gallup daginn fyrir kosningar, hvað varðar stærstu flokkana, sem bendi til þess að gott sé að blanda saman net- og símakönnunum. „Það er spurning hvort við þurfum að hugsa um það. Undanfarið hafa netkannanir bent til aðeins meira fylgis á vinstri vængnum en raunin varð, en könn- un Gallup var nær því sem Sjálf- stæðisflokkurinn og Samfylkingin fengu en spáði Pírötum meira fylgi en raun bar vitni. Fréttablaðið gerði hins vegar símakönnun sem var svipuð okkar könnun hvað fylgi varðar og gerð á sama tíma og könnun Gallup, svo þetta er ekki einhlít skýring,“ segir Hafsteinn. „Við gerðum ráð fyrir að hlutirnir myndu breytast alveg á lokametr- unum en þó var sveiflan meiri en hægt var að segja til um.“ Hafsteinn segir hugsanlegt að góð frammistaða á lokasprettinum, t.d. í umræðuþætti, hafi þau áhrif að fólk sé líklegra til að kjósa flokk og líklegra til að mæta á kjörstað. Að sama skapi þurfi að standa sig vel á lokasprettinum til að fólk leiti ekki annað. „Við vitum að allt að fjórðungur fólks ákveður sig á kjör- dag í alþingiskosningum, þannig að það er vel hugsanlegt að einhverjir hafi skipt um skoðun á síðustu dög- um,“ segir Hafsteinn Einarsson. „Okkur tókst vel til með að kanna fylgi flokkanna og hittum naglann á höfuðið að meirihlutinn í borginni félli. Meðalfrávik Gallup var mjög lítið eða aðeins um 1,4% meðal þeirra flokka sem komust í borg- arstjórn og telst mjög gott miðað við kannanir almennt í kringum kosningar,“ segir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup, í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt könnun Gallup, sem var gerð 22.-25. maí og birt daginn fyrir kosningar, var fylgi Samfylk- ingar 25,98% atkvæða í Reykjavík en raunin var sú að aðeins munaði 0,1 prósenti; flokkurinn fékk 25,88%. Ánægjulegt Aðrir kannanir mældu fylgi Sam- fylkingar um 32% atkvæða, um sex prósentustigum meira en flokkurinn fékk. Könnun Gallup sýndi að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 28,31% en hann hlaut 30,77%. „Það er innan vikmarka,“ segir Ólafur. Gallup spáði því að Viðreisn fengi 8,74% en raunin varð sú að flokkurinn fékk 8,16%. „Það er ánægjulegt, þar sem við vorum með könnun talsvert ólíka þeim sem höfðu birst dagana á undan, að hafa náð að kanna hug kjósenda rétt og komið skoðunum þeirra á framfæri,“ segir Ólafur. Gallup mældi hins vegar að Sósí- alistaflokkurinn næði ekki inn borg- arfulltrúa þrátt fyrir að vera meðal átta efstu flokkanna. Ólafur bendir á að við alþingiskosningarnar 2016 hafi 30% ákveðið sig á kjördag. „Við reynum að áætla, kanna og leggja mat á skoðanir fólks, en það er erf- itt þegar þriðjungur ákveður sig í kjörklefanum.“ Könnun Gallup stóð yfir frá 22. til 25. ágúst. „Kannanir sýna að mikið sé horft á lokaþátt með oddvitum framboð- anna í sjónvarpi kvöldið fyrir kjör- dag. Leiða má líkum að því að frammistaða oddvita Sósíalista- flokksins þar hafi haft jákvæð áhrif á lokatölur,“ segir Ólafur. Snerist fólki hugur síðustu dagana?  Könnun Gallup var mjög nálægt gengi stærstu flokkanna í höfuðborginni  Skekkja var í könnun Félagsvísindastofnunar varðandi stóru flokkana en hún var hin vegar rétt varðandi Sósíalistaflokkinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kjördagur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík kýs. 4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018 TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Borgarfulltrúum var fjölgað í þessum kosningum úr 15 í 23. Hefðu þeir ver- ið jafnmargir áfram væri enn flóknara að mynda meirihluta en raunin er. Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið sex borgarfulltrúa, Samfylkingin fimm og Píratar, Miðflokkurinn, Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn einn hver. Hvorki VG né Flokkur fólksins hefðu hins vegar komið að manni. „Þótt Viðreisn hefði farið með núverandi meirihluta hefði það ekki verið nóg miðað við 15 borgarfulltrúa. Eins og staðan er núna dugir það hins veg- ar,“ sagði Hafsteinn Einarsson hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Hefði verið flóknara að mynda meirihluta HVAÐ EF BORGARFULLTRÚUM HEFÐI EKKI VERIÐ FJÖLGAÐ? Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Sjálfstæðiflokkinn í Vestmannaeyj- um vantaði fimm atkvæði til þess að halda meirihluta. Erfiðlega gekk að koma utankjörfundaratkvæðum til Eyja á kjördag þar sem ekki var flogið þangað og Herjólfur sigldi frá Þorlákshöfn. Fjögur atkvæði voru send landleiðina til Þorláks- hafnar og sótt þangað á báti. At- kvæðin komu á kjörstað 20 sek- úndum eftir lokun. Ekki var tekið við atkvæðunum og þau hefðu ekki breytt úrslitum kosninganna. Í lögum um kosningar til sveitar- stjórna segir að kjörstaði skuli að öllu jöfnu opna kl. 10 og þeir eigi að vera opnir í a.m.k. 8 klst. og það sé í höndum yfirkjörstjórna að auglýsa hvenær þeir séu opnir. Ræddi slæma veðurspá Jóhann Pétursson, formaður yfir- kjörstjórnar Vestmannaeyjabæjar, segir að hann hafi farið yfir það með fulltrúum allra framboða í Eyj- um að veðurspá benti til þess að erfitt gæti reynst að koma utan- kjörfundaratkvæðum til Eyja í tæka tíð og að kjörstöðum yrði lok- að kl. 22.00. „Það gerði enginn athugasemd við það. Kjörstaður var opnaður kl. 09.00 Ég fór út samkvæmt hefð og tilkynnti það og lokaði kl. 22.00 eft- ir að hafa kallað fyrst að kjörfundi væri að ljúka og síðar að honum væri lokið,“ segir Jóhann og bætir við að við opnun og lokun hafi sím- ar verið samræmdir til þess að gæta þess að opna og loka á hár- réttum tíma. Er klukkan 22 til kl. 22.01? „Sumir vilja halda því fram að klukkan sé enn 22 þar til 22.01, en í mínum huga er kjörstað lokað þeg- ar klukkan slær 22.00. Utankjör- fundaratkvæði þurfa að hafa borist í kjördeild fyrir lokun og kjósendur á kjörstað þurfa að vera mættir á staðinn fyrir lokun og geta greitt atkvæði nokkrum sekúndum eða mínútum síðar,“ segir Jóhann sem segir að huga mætti að breytingum á lögum sem heimili að hafa kjör- staði opna lengur þegar veður hamli samgöngum á kjörstað. Í Reykjavík eru símar starfs- manna sem sjá um opnun og lokun samræmdir þannig að klukkur í þeim séu nákvæmlega á sama tíma. Það sama á við um Akureyri og Hafnarfjörð. Fyrstu tölur úr Hafnarfirði Hafnarfjörður var fyrstur að birta tölur á kosninganótt aðeins 30 mínútum eftir að kjörstað var lok- að. ,,Við flokkum og undirbúum vel fyrir talningu og setjum saman í teygju 50 atkvæði hvers framboðs Það sést að sjálfsögðu ekki hvaða framboð á hvern bunka, en þetta flýtir fyrir birtingu fyrstu talna,“ segir Þórdís Bjarnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Hafnarfirði. Sekúndur skipta máli  Kjörstöðum lokað á mínútunni 22.00  4 atkvæði komu 20 sekúndum of seint  Hafnarfjörður skilaði fyrstur tölum Morgunblaðið/Eggert Kjörstaður Það er öruggara að kjósa tímanlega í utankjörfundaratkvæða- greiðslu ef veðurspáin er ekki góð. Það sýndi sig best á laugardaginn. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins hafa ákveðið að endurnýja samstarfs- samning um stjórnun Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar næstu fjögur árin. Jafnframt hefur Ásta Pálma- dóttir, sveitarstjóri síðustu átta árin, lýst því yfir að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Verður því auglýst eftir nýjum sveitar- stjóra. Framsóknarflokkurinn fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórn í kosningunum fyrir fjórum árum en eigi að síður var ákveðið að semja við Sjálfstæðis- flokkinn um sam- starf. Báðir flokk- arnir töpuðu fylgi í kosningunum nú og Framsókn tapaði tveimur bæjarfulltrúum. Flokkarnir hafa enn meirihluta en buðu Byggðalist- anum, nýju fram- boði sem fékk tvo fulltrúa kjörna, að taka þátt í samstarfinu en því boði var hafnað. helgi@mbl.is Samstarf í Skagafirði  Ásta hættir sem sveitarstjóri Ásta Pálmadóttir ÚRSLIT SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2018

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.