Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018 Unnið er af fullum krafti við gerð aðreinar fyrir strætó á austur- akbraut Miklubrautar við Rauða- gerði í Reykjavík. Einnig verður gerður hjóla- og göngustígur á svæðinu og hljóðmön með gróðri verður sett milli götu og stíga. Byrjað er að setja upp svokall- aða grjótkörfuveggi eins og þá sem settir voru upp á Miklubraut við Klambratún í fyrra. Veggj- unum er ætlað að bæta hljóðvist og auka umhverfisgæði íbúa í grenndinni. Samkvæmt upplýs- ingum frá Reykjavíkurborg eru verklok áætluð í júlí næstkomandi en endanlegur frágangur gróð- ursvæðis bíður þar til í haust. Framkvæmdir hafa gengið fremur hægt síðustu vikurnar, annars vegar vegna vöntunar á styrk- ingum í grjótkörfurnar og hins vegar vegna mikilla tafa við lagn- ingu háspennustrengs, sem verk- taki á vegum Veitna annast. Vonir standa til að Veitur klári lagningu strengsins um miðjan júní. Þá munu styrkingar í járn- grindurnar vera rétt ókomnar til landsins. Verktakinn er Urð og grjót ehf. og tilboðsupphæð fyrirtækisins var 156.220.050 krónur. Heild- arkostnaður við framkvæmdina er áætlaður 213 milljónir og þar af er hlutur Reykjavíkurborgar 100 milljónir. Um er að ræða sam- starfsverkefni borgarinnar og Vegagerðarinnar. sisi@mbl.is Grjótkörfuveggir að rísa við Rauðagerði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Miklabraut Starfsmenn hjá Urði og grjóti ehf. eru byrjaðir að hlaða grjótkörfuveggina og leggja strætóaðreinina.  Tafir hafa orðið á verkinu  Verklok eru áætluð í júlí Laxveiðitímabilið hófst á sunnu- daginn var og heldur fyrr en vant er. Annað sumarið í röð er veitt á stöng við Urriðafoss í Þjórsá og var byrjað að veiða á þrjár stangir þá um morguninn, og maðki rennt í mórauðan flauminn en áin var mjög bólgin og dökk eftir rigning- arnar undanfarið og ekki hægt að koma við flugu. Tíu löxum var landað, mest hrygnum en þó voru hængar innanum, sem er óvenju- legt svo snemma að sögn bænda við fossinn og þykir boða góðar göng- ur. Að sögn Hörpu Hlínar Þórð- ardóttur hjá Iceland Outfitters sem leigir svæðið voru þetta allt stór- laxar, frá 75 cm og sá lengsti hæng- ur, 91 cm langur. Eiginmaður hennar, Stefán Sigurðsson, landaði þeim fyrsta og líka þeim stærsta. „Það er veitt á þrjár stangir í maí á vesturbakkanum og þeim fjölgar í fjórar í júní,“ segir Harpa Hlín. Og ólíkt í fyrra þar sem var um hálf- gildings tilraun að ræða í stangveiði á svæðinu, þá heldur veiðin áfram í allt sumar. „Það sem við ætluðum að gera á fimm árum gerðist í raun í fyrra; við ætluðum að þróa þetta ró- lega að það fór svo að við erum búin að kaupa upp netin og þetta fyr- irkomulag er komið til að vera.“ Harpa Hlín segir næsta verkefni hjá þeim að þróa veiðina á aust- urbakkanum, fyrir landi Þjórs- ártúns. Þar á einnig að veiða á fjór- ar stangir og byrjuðu menn þar líka veiðar á sunnudag. efi@mbl.is Byrjað! Stefán Sigurðsson með fyrsta lax sumarsins, við Urriðafoss. Veiðin hófst af krafti við Urriðafoss  Laxveiðitímabilið hefst nú í maí Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Um sjötíu konur hafa farið í fyrir- byggjandi brjóstnám hér á landi á síðustu árum. Frá 2010 til 2017 létu 58 konur fjarlægja brjóst sín á Land- spítalanum, flestar á síðustu þremur árum, og 12 konur hafa farið í fyrir- byggjandi brjóstnámsaðgerð á Klín- íkinni síðan vorið 2016. Um er að ræða fyrirbyggjandi brjóstnám kvenna sem eru ekki með krabba- meinsgreiningu en með BRCA1- og BRCA2-stökkbreytingar í genum sem auka hættuna á að fá krabba- mein. 935 brjóstnámsaðgerðir vegna krabbameins voru gerðar á Land- spítalanum 2010 til 2017 og 871 minni skurðaðgerð á brjósti vegna krabbameins, t.d. fleygskurður. Í takt við meiri vakningu Kristján Skúli Ásgeirsson, brjóstaskurðlæknir á Brjóstamið- stöð Klíníkurinnar, segir að á þessu ári hafi aukist mjög eftirspurn eftir viðtölum við sig um ráðgjöf og upp- lýsingar um fyrirbyggjandi brjóst- námsaðgerðir hjá konum með stökk- breytingar í BRCA-genum eða annars í mikilli æviáhættu á að fá brjóstakrabbamein. Eins og áður segir hafa 12 konur farið í fyrirbyggjandi brjóstnáms- aðgerð á Klíníkinni, því til viðbótar eru fjórar núna byrjaðar í ferli fyrir brjóstnámsaðgerð og aðrar fjórar bíða eftir að hefja aðgerðarferlið. Kristján segir að frá því að ákveðið er að hefja aðgerðarferlið sé eins til þriggja mánaða bið fram að aðgerð. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur fyrirspurnum frá konum vegna fyrirbyggjandi brjóstnáms fjölgað að undanförnu í takt við meiri vakningu og umræðu um BRCA í þjóðfélaginu. Konur leita sér upplýsinga Annabella Jósefsdóttir, gjaldkeri Brakkasamtakanna – BRCA Ice- land, segir að eftir að umræðan fór af stað um BRCA-genin nýverið hafi fjölgað verulega í þeim hópi sem leit- ar til þeirra og inn á lokaða facebook- síðu samtakanna sem er eingöngu ætluð BRCA1- og BRCA2-arfberum á Íslandi, þar eru nú 215 meðlimir. „Konur eru að velta fyrir sér kost- um og göllum fyrirbyggjandi brjóst- námsaðgerðar og hvort þær eigi að fara á Landspítalann eða Klíníkina í Ármúla. Þær leita til okkar með fyr- irspurnir eins og hversu fljótt þær eiga að fara í aðgerð eftir að þær eru búnar að eiga börnin og þær sem eru ekki byrjaðar á barneignum velta fyrir sér hvenær þær eigi að fara í aðgerð. Það eru margar konur sem vilja komast inn í þessa lokuðu hópa.“ Um miðjan maí opnaði Íslensk erfðagreining vefsíðuna Arfgerð.is þar sem Íslendingar geta nálgast upplýsingar um hvort þeir hafa BRCA2-stökkbreytingu. Annabella segir almenna ánægju með þessa upplýsingagjöf innan Brakkasam- takanna. Hún býst við að í kjölfar aukins aðgengis að upplýsingum muni áfram fjölga í hópi kvenna sem kjósa að fara í fyrirbyggjandi brjóst- nám. Fleiri velja orðið fyrir- byggjandi brjóstnám  Um 70 konur látið taka af sér brjóstin  Aukin eftirspurn Fjöldi brjóstnámsaðgerða á Landspítalanum 2010-2017 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Fyrirbyggjandi brjóstnám (ekki með krabbameins- greiningu) 1 1 3 3 8 10 16 16 Brjóstnám vegna krabbameins 95 115 118 100 110 133 126 138 Minni skurðaðgerð á brjósti vegna krabba- meins, s.s. fleygskurður 134 120 121 112 86 105 101 92 Heimild: Landspítalinn Alþingi kom saman á ný í gær eftir stutt hlé vegna sveitarstjórnarkosn- inga. Að líkindum verður ný persónu- verndarlöggjöf eitt aðalmála þings- ins á fyrstu dögunum eftir hlé, en fjármálaáætlun verður einnig í brennidepli. Nefndarfundir voru haldnir í nokkrum nefndum í gær og á dagskrá þingfundar voru m.a. óundirbúnar fyrirspurnir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn stjórnarandstöðu, þjörmuðu að Bjarna Benediktssyni fjármálaráð- herra og Katrínu Jakobsdóttur for- sætisráðherra og beiddust svara um stuðning ríkisstjórnarinnar við borg- arlínu samkvæmt samstarfssáttmála hennar, í ljósi mismunandi afstöðu ríkisstjórnarflokkanna í Reykjavík. Í svörum þeirra kom fram að þró- un borgarlínu væri á upphafsstigi og að fjármögnun hennar væri algjör- lega óráðin. Undir þessum lið voru einnig bornar upp fyrirspurnir um úttekt nefndar á barnaverndarmál- um, aðgerðir vegna stöðu sauðfjár- bænda og stjórnsýslu ferðamála. Undir liðnum óundirbúnar fyrir- spurnir voru sein svör ráðuneyta við fyrirspurnum stjórnarandstöðunni hugleikin. Forsætisráðherra og fjár- málaráðherra báru því við að líklega hefðu aldrei borist jafn margar og ít- arlegar fyrirspurnir til stjórnarráðs- ins og hafði fjármálaráðherra á orði að fjöldinn væri „kominn út í tóma þvælu“. Spurðu um afstöðu til borgarlínunnar  Alþingi kom saman í gær eftir hlé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.