Morgunblaðið - 29.05.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Í eyðimörk Guðný Anna segir gönguna hafa verið skemmtilega lífsreynslu
og hún hafi gengið vel. Hópurinn undirbjó sig í tvær vikur fyrir gönguna.
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja1988@gmail.com
V
ið höfðum búið í Kína í
rúm fimm ár, þar sem
Trausti var að fljúga
fyrir þýskt-kínverskt
flugfélag. Svo langaði
okkur að breyta til og því fluttum
því hingað í lok ársins 2013 og vinn-
ur Trausti núna hjá flugfélaginu
Etihad,“ segir Guðný Anna aðspurð
hvernig það hafi komið til að þau
hjónin fluttu til Abú Dabí.
Landið er eitt af sjö fursta-
dæmum sem sameinuð voru undir
heitinu Sameinuðu arabísku fursta-
dæmin. Að sögn Guðnýjar Önnu er
mjög gott að búa í Abú Dabí. „Þetta
er mjög vestrænt, eða öllu heldur í
ætt við Ameríku. Við höfum allt til
alls hérna og landsmenn eru al-
mennt mjög frjálslyndir og al-
mennilegir. Þrátt fyrir að þetta sé
múslimskt ríki eru engar hömlur
fyrir mig sem erlenda konu að vera
hér; ég get svo sem gert allt sem
mig langar til. En að sjálfsögðu
gildir það sama hér og annars stað-
ar að maður þarf að virða þá menn-
ingu og siði sem eru í hverju landi.“
Gengu á alþjóðadegi kvenna
Með því á Guðný Anna meðal
annars við klæðaburðinn. „Það er
óskað eftir því að konur hylji hné og
axlir til að virða þeirra menningu,
en það er allur gangur á því hvort
konur gera það. Það er engin refs-
ing við því að gera það ekki, en það
er kurteisi að virða það. Hér er mik-
il sól og veðrið almennt yndislegt,
fyrir utan sumarmánuðina þegar
hitinn getur farið upp í 50 gráður.“
Guðný Anna gekk svokallaða
„Women’s Heritage
Walk“-göngu dagana
8.-12. mars síðastliðinn
og er tilgangur göng-
unnar að heiðra minn-
ingu þeirra kvenna í
Abú Dabí sem gengu
þessa leið tvisvar á ári
ekki alls fyrir löngu.
Þetta er í fjórða skipt-
ið sem gangan er
gengin og í ár var lagt af stað frá
borginni Al Ain og gengið til borg-
arinnar Abú Dabí, á alþjóðadegi
kvenna, 8. mars.“
Al Ain er í miðri eyðimörk og í
þúsundir ára hefur borgin gegnt
mikilvægu hlutverki sem versl-
unarstaður. Nafnið má þýða sem
vatnsból, enda mörg
vatnsból þar í kring
sem eru, að sögn Guð-
nýjar Önnu, mikilvæg
til þess að gera staðinn
lífvænlegan. Hún segir
að fram á miðja síð-
ustu öld hafi íbúar Abú
Dabí gengið þessa ill-
færu leið yfir eyði-
mörkina til Al Ain í
byrjun sumars til þess að komast í
svalara loftslag og stunda þar versl-
un og viðskipti. „Síðan var gengið til
baka að hausti, aftur til Abú Dabí,
þar sem karlarnir köfuðu eftir og
söfnuðu perlum, en perluköfun var
arðbærasta atvinnugrein landsins
fram í byrjun tuttugustu aldar. Það
er svo ekki fyrr en árið 1958 að olía
finnst á svæðinu sem gjörbreytti
Abú Dabí úr fátæku hirðingja-
samfélagi yfir í eina ríkustu þjóð
heims. Í dag er þessi ganga gengin
af 50 konum, innfæddum sem er-
lendum, og í ár voru þar sam-
ankomnar konur frá 18 þjóðlöndum.
Gönguleiðin er 125 kílómetrar að
lengd, tekur fimm daga og gengnir
eru u.þ.b. 25 kílómetrar á dag.“
Guðný Anna segir að lagt hafi
verið af stað fyrir sólarupprás, á
meðan enn er svalt í veðri. „Um há-
degisbil er tekin hvíld í tvær til
þrjár klukkustundir og síðan lagt
aftur af stað þegar sól tekur að
lækka á lofti og gengið til sólarlags.
Á kvöldin eru sett upp tjöld að hætti
bedúína, borðaður hefðbundinn
matur að hætti innfæddra og fræðst
um sögu og menningu Sameinuðu
arabísku furstadæmanna.“
Að sögn Guðnýjar Önnu var
áhersla lögð á að ganga sem mest
fyrir hádegi áður en hitinn yrði of
mikill. „Mesta áskorunin eru langir
dagar og hitinn. Hann fór upp í 40
gráður einn daginn, auk þess sem
sandstormur gerði okkur erfitt fyr-
ir. Bílar fylgdu okkur með aukavatn
og -vistir, auk þess sem bíll með
sjúkraliðum fylgdi okkur því það er
ekki óalgengt að fólk verði fyrir of-
þornun á þessari leið. Síðustu fimm
kílómetrarnir á hverjum degi voru
mjög langir, við vorum orðnar
þreyttar eftir langan dag og mikinn
hita og því alltaf mjög gott að kom-
ast í tjaldbúðirnar og úr skónum.“
Þvottapoki og blautþurrkur
Undirbúningur fyrir gönguna
hófst um miðjan janúar. „Við vorum
með tvær æfingar á viku úti í eyði-
mörkinni, eldsnemma að morgni.
Við gengum fimm til tólf kílómetra
á hverri æfingu þessa tvo mánuði,
svo ég var vel undirbúin þegar kom
að göngunni sjálfri. Svo er ýmislegt
sem þarf að huga að þegar gengið
er í eyðimörk, svo sem skór og skó-
hlífar, hvernig á að lesa sandöld-
urnar þannig að gangan verði auð-
veldari og svo að sjálfsögðu að áætla
þann vökva sem maður hefur með-
ferðis svo maður ofþorni ekki í hit-
anum.“
Fyrir utan þessar tvær æfingar
á viku hélt Guðný Anna sig við sína
vanalegu hreyfirútínu sem saman-
stendur af því að spila golf, stunda
jóga og fara í göngutúra. „Ég
stunda mikið íþróttir utandyra svo
ég er ekki óvön hreyfingu í hita,
sem hjálpaði mér mjög mikið.“
Þrátt fyrir það segist Guðný
Anna ekki hafa gert sér grein fyrir
hversu erfitt það væri að vera úti í
eyðimörkinni í fimm daga án hrein-
lætisaðstöðu. „Ég hefði borgað hátt
gjald fyrir að komast í sturtu á
kvöldin eftir 30 kílómetra göngu í 40
stiga hita og sandstormi! Hrein-
lætið fólst í því að bleyta þvottapoka
og reyna að þvo af sér mesta sand-
inn og svo voru blautþurrkur óspart
notaðar. Satt best að segja er ég
ekki viss um að ég muni nokkurn
tímann geta notað blautþurrkur aft-
ur; ég var alveg búin að fá yfirdrifið
nóg af blautþurrkuþvotti og ég get
ekki lýst því hvernig hárið á mér leit
út eftir þessa dvöl í sandinum.“
Skemmtileg lífsreynsla
Þá stóðust tjöldin, sem kon-
urnar sváfu í, heldur ekki neinar nú-
tímakröfur. „Bedúínatjöldin sem við
sváfum í eru svo opin að sandurinn
hreinlega mokaðist yfir mann á
meðan maður svaf. Svo þrátt fyrir
blautan þvottapoka og þessar bless-
uðu blautþurrkur var maður farinn
að líkjast einhvers konar sand-
múmíu eftir þessa fimm daga. Eftir
fyrstu sturtuna hér heima lágu ein-
hver kíló af sandi eftir í sturtubotn-
inum, það tók nokkrar sturtur að ná
honum öllum burt!“
Guðný Anna segir þetta hafa
verið mjög skemmtilega lífsreynslu
og allt hafi gengið mjög vel. „Þetta
var virkilega skemmtilegur hópur af
konum frá 18 löndum og það var
mjög vel hugsað um okkur allan
tímann.“
Blaðamanni lék forvitni á að
vita hvað væri næst á dagskránni
hjá Guðnýju Önnu og fjölskyldu
hennar. Hún segir enga ákvörðun
hafa verið tekna um framhaldið og
viti því ekki hvert förinni verður
heitið næst þegar kemur að brottför
hjá fjölskyldunni. „Það er hins veg-
ar á döfinni að heimsækja Jórdaníu
og Líbanon,“ segir þessi kraftmikla
kona að lokum.
Gekk 125 km eyði-
merkurgöngu í minn-
ingu arabískra kvenna
Guðný Anna Vilhelmsdóttir er 51 árs Bolvíkingur, búsett í Abú Dabí. Hún er
viðskiptafræðingur og fluttist þangað árið 2013 ásamt eiginmanni sínum,
Trausta Magnússyni flugstjóra. Hún gekk, ásamt hópi kvenna, 125 km yfir
eyðimörk til að heiðra minningu þeirra kvenna sem áður gengu þessa göngu.
Á göngu 50 konur frá 18 þjóðlöndum
gengu þessa 250 kílómetra göngu.
Ljósmynd/Guðný Anna Vilhelmsdóttir
Bedúínatjöld Á kvöldin voru sett upp tjöld, borðaður matur að hætti heima-
manna og fræðst um menningu Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
„Maður var
farinn að líkjast
einhvers konar
sandmúmíu eftir
þessa fimm
daga.“