Morgunblaðið - 29.05.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Í fyrsta sinn birtir Hagstofa Íslands
samantekt á upplýsingum sem
snerta sérstaklega stöðu barna.
Upplýsingarnar eru frá tímabilinu
1998 til 2018.
Þar kemur meðal annars fram að
fjórðungur barna á Íslandi var á
vinnumarkaði árið 2017 eða tæp
tuttugu og fimm prósent. Börnum í
launaðri vinnu hefur fjölgað um
rúm þrjú prósent frá 2015 en vert
er þó að nefna að heildarfjöldi starf-
andi barna hefur dregist saman um
5,2% síðan 2007 þegar hlutfallið var
30%.
Samantektin leiðir einnig í ljós að
þeim börnum sem slasast í umferð-
inni hefur fækkað umtalsvert eða
um 35% frá árinu 2000. Á þessu 17
ára tímabili slösuðust flest börn árið
2002 þegar 381 barn slasaðist í um-
ferðinni en fæst árið 2014 þegar 198
börn slösuðust í umferðarslysum.
Aukin afskipti barnaverndar
Vistun barna utan heimilis hefur
aukist frá 2007. Árið 2005 voru 349
börn vistuð utan heimilis en 2016
voru þau 401. Fleiri drengir hafa
verið vistaðir utan heimilis en stúlk-
ur á þessum árum.
Afskipti barnaverndar af börnum
hafa einnig aukist. Árið 2007 hafði
barnaverndarnefnd afskipti af 4,2%
barna, eða 3.852 börnum, en árið
2016 hafði hlutfallið hækkað í 6,2%
barna, eða sem nam 5.620 börnum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Barnaverndarstofu er aukningin
áþreifanleg. Tilkynningum til
barnaverndarnefnda hefur fjölgað
mikið og skýrast frekari afskipti
barnaverndar af því að fleiri til-
kynningar berast nú en áður.
271 barn sótti um hæli
Fjöldi barna sem sóttu um alþjóð-
lega vernd á Íslandi náði sögulegu
hámarki árið 2016 en þá sótti 271
barn um hæli hérlendis. Árið á und-
an, 2015, sóttu einungis 77 börn um
alþjóðlega vernd á Íslandi og var
það þá mesti fjöldi sem hafði
nokkru sinni sótt um alþjóðlega
vernd hérlendis. Árið 2017 voru
þessi börn 176 en flest þeirra komu
frá Georgíu, 36.
2.453 börn innflytjendur
Aukning innflytjenda á barns-
aldri er stöðug en 2.453 börn á Ís-
landi voru innflytjendur árið 2017.
Þeim fjölgaði um tíu prósent frá
2016 til 2017.
12,6% leikskólabarna höfðu erlent
tungumál sem móðurmál árið 2016
en það er töluverð aukning frá 1998
þegar tæp fjögur prósent leikskóla-
barna höfðu erlent móðurmál. Flest
leikskólabarnanna sem höfðu erlent
móðurmál árið 2016 höfðu pólsku
sem móðurmál. Hlutfall grunn-
skólabarna sem höfðu erlent tungu-
mál sem móðurmál árið 2016 var ör-
lítið lægra en hlutfall leikskólabarna
eða rúm níu prósent.
Hvað varðar kyn barna þá voru
stúlkur ívið færri en drengir í
grunnskólum landsins árið 2017.
Það er þó ekki nýtt af nálinni enda
sýna tölur Hagstofunnar að drengir
hafi verið fleiri en stúlkur í grunn-
skólum frá 1997. Árið 2017 voru
22.032 stúlkur í grunnskólum lands-
ins en 23.163 drengir. Mestur var
munurinn á kynjunum árið 2002
þegar stúlkur voru 21.602 en dreng-
ir 23.093.
Fjórðungur barna
vinnur fyrir sér
Drengir fleiri en stúlkur Fjölgun hælisumsókna
Fjöldi barna
Heimild: Hagstofan
25% barna á Íslandi var
á vinnumarkaði árið 2017
176 börn sóttu um alþjóð-
lega vernd hérlendis
árið 2017
36 þeirra voru frá Georgíu
2007 2016
3.852
5.620
Afskipti barnaverndar
af börnum
Slysum á börnum
í umferðinni hefur
fækkað um 35%
frá árinu 2000
-35%
„Veturinn var tiltölulega stöðugur,
heilt yfir. Það kom aldrei nein asa-
hláka eða suðaustanáttir í lengri
tíma. Fólk komst yfirleitt á skíði,“
segir Guðmundur Karl Jónsson, for-
maður Samtaka skíðasvæða á Ís-
landi. Veturinn einkenndist af
veðurstillum og góðum snjóalögum
um allt land.
Á nýliðnum vetri komu 201.500
gestir á skíðasvæðin, að því er fram
kom á vorfundi Samtaka skíðasvæða
sem haldinn var á Egilsstöðum. Var
veturinn sá fjórði besti frá upphafi
mælinga.
Bláfjöll mest sótt
Veturinn áður fóru 151 þúsund
gestir á skíði á skíðasvæðunum.
Stærsti veturinn var árið 2008-2009
þegar tæplega 250 þúsund gestir
sóttu svæðin heim og veturinn 2012-
13 komu 222 þúsund gestir.
Mest sóttu skíðasvæðin voru Blá-
fjöll með 68.500 gesti og Hlíðarfjall
með 63.500 gesti. Engin met voru
sett, að sögn Guðmundar Karls.
Mesta aðsókn að einu skíðasvæði var
veturinn 2009-2010 þegar um 102
þúsund gestir komu í Hlíðarfjall við
Akureyri. Þann vetur var ástandið
dapurt í Bláfjöllum, aðeins opið í fá-
eina daga og gestir um 10 þúsund.
Það varð til þess að óvenjumargir
fóru norður á skíði þann veturinn.
Þegar litið er yfir landið allt var að
meðaltali opið í 88 daga á skíðasvæð-
unum. Eins og undanfarin ár voru
vetrarfríin í skólum og páskar vin-
sælustu tímabilin. Stærsti dagurinn
var laugardagurinn fyrir páska en
þá voru tæplega 12 þúsund manns
að renna sér á skíðum á öllum skíða-
svæðum landsins.
Mikil uppbygging
Mikil uppbygging er framundan á
nokkrum af stærstu skíðasvæð-
unum. Sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu hafa ákveðið að setja upp
þrjár nýjar stólalyftur í Bláfjöllum
og endurnýja stólalyftuna í Skála-
feli. Þá verður settur upp búnaður til
snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Jafn-
framt verður unnið að áframhald-
andi uppbyggingu á skíða-
göngusvæði og aðstaða fyrir
skíðagöngufólk bætt.
Ný stólalyfta verður sett upp í
Hlíðarfjalli í sumar. Hún mun auka
flutningsgetuna og flytja fólk hærra
upp í fjallið. Þá verður sett upp ný
toglyfta á skíðasvæði Skagfirðinga í
Tindastóli. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Bláfjöll Margir góðir dagar voru á skíðasvæðum landsins í vetur. Flestir
gestir komu í Bláfjöll í vetur, eins og veturinn á undan.
12 þúsund á skíðum
á besta deginum
Velta svæðanna
» Heildarvelta á 10 stærstu
skíðasvæðum landsins var
tæplega 500 milljónir kr. Tölur
um kostnað á öllum skíða-
svæðunum hafa ekki verið
teknar saman.
Sigurður Ægisson
ritstjorn@mbl.is
Spánarsnigill fannst um helgina á
Siglufirði. Íbúar við Hverfisgötu 5a
urðu hans varir handan götunnar,
mynduðu hann og fönguðu síðan.
Spánarsnigillinn telst vera ágeng
framandi tegund á Íslandi og gæti
valdið miklum skaða í ræktun, líkt
og gerst hefur í mörgum löndum
Evrópu, ef hann nær fótfestu hér. Á
heimasíðu Umhverfisstofnunar er
almenningur því hvattur til að fylgj-
ast vel með í garðinum hjá sér og
uppræta snigilinn um leið og hans
verður vart.
Spánarsnigillinn er auðþekktur af
stærð sinni og rauðbrúnum lit, en
hann getur orðið allt að 15 cm að
lengd. Hann er mikið átvagl, étur
flest sem hann kemst í, svo sem
plöntur, plöntuleifar, ýmsan lífræn-
an úrgang, til dæmis hundaskít, og
líka dauða og lifandi snigla. Efst á
óskalistanum eru þó lyktsterkar
plöntur.
Spánarsnigillinn er upprunninn á
Íberíuskaga og barst þaðan til ann-
arra svæða í Mið- og Vestur-Evr-
ópu upp úr 1960, líklega af manna-
völdum. Hans varð vart í
Suður-Svíþjóð árið 1975, fannst í
Noregi 1988, í Danmörku 1991, í
Færeyjum 1996 og á Íslandi árið
2003; það var í Kópavogi og Reykja-
vík. Hefur snigillinn, einkum egg
eða ungviði, átt greiða leið hingað
til lands með innfluttum plöntum og
jarðvegi í blómapottum, eins og
annars staðar.
Síðan þá hefur tegundin fundist
hér árlega, nánast um allt land. Nú
hefur Siglufjörður bæst við.
Spánarsnigill
á Siglufirði
Getur valdið miklum skaða
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Ágengur Spánarsnigillinn var um 9
cm langur og 2,5 cm í þvermál.