Morgunblaðið - 29.05.2018, Side 19

Morgunblaðið - 29.05.2018, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018 Eggert Hafnarfjarðarhöfn Þar sem er bryggja þar er bátur og þar sem er bátur þar er sjómaður. Hrærekur konungur í Kálf- skinni á Árskógsströnd frá Heið- mörk í Noregi er eini konung- urinn sem hvílir í íslenskri jörð. Á dögunum gekk ég að haugi eða gröf Hræreks með Sveini bónda, eða „kóngi“, í Kálfskinni og við kyrjuðum ljóð Davíðs Stef- ánssonar yfir gröf konungsins sem dó í moldarkofa. Ólafur digri, konungur Noregs, hafði stungið úr Hræreki augun og ætlaði svo að láta Þórarin Nefj- ólfsson flytja hann blindan til Grænlands í eilífa útlegð. En Þórarinn fékk á sig hafvillur og kom á Reyðarfjörð og þaðan var farið með kónginn að Möðruvöllum í Eyja- firði til Guðmundar ríka. Síðar komu þeir hon- um fyrir í Kálfskinni, kónginum sem Davíð orti um og í orðastað: Ég átti gull og græna skóga, gleði nóga, akra, þræla, uxa og plóga, bjó við rausn í björtum höllum, blótaði að goðastöllum, elskaður af öllum. Og enn heyra menn orð skáldsins í meitl- uðum orðum Hræreks: Man ég, man ég tíma tvenna. Tár úr blindum augum renna. Íslendingar einskis meta alla, – sem þeir geta. Sveinn Jónsson bóndi og kon- ungur hugsjónanna, sem hefur verið athafnaskáld í héraði sínu, hefur barist fyrir því að kóngi verði sýnd sú virðing á ferða- mannatímum að bæði Norðmenn og Íslendingar svo og aðrir ferða- menn komist klakklaust að gröf Hræreks konungs. En til þess vantar útskot og bílaplan við þjóðveginn, stíg og tröppur yfir girðingar svo pils og buxur ferðamanna rifni ekki í íslenskum gaddavír. Flugvélarflak Justins Biebers? Þetta leysti t.d. Vegagerðin snilldarlega með Mýrdæl- ingum þegar Justin Bieber „fann flugvél- arflakið“ í fjörunni. Það kostaði að vísu því miður eitt mannslíf áður en málið var leyst með snilld og hvenær sem ég ek um Mýrdalinn eru þar tugir bíla og hundruð ferðamanna að upplifa undrið um flugvélarflak og minningu um menn sem fórust. Nákvæmlega þetta þurfa Vegagerðin og samgöngu- og ferðamálaráð- herrarnir að gera Hræreki konungi til heiðurs. Að auki munu örugglega Dalvíkurbyggð, Sveinn sjálfur svo og bændur á Heiðmörk í Noregi láta fé af hendi rakna, jafnvel hið vel stæða norska ríki. Gert ekki síst til að bæta fyrir níðingsverk Ólafs digra sem bar eftir andlát sitt sæmdarheitið Ólafur konungur helgi. Árlega setja Norðmenn á svið á Stikl- arstöðum leikverkið um fall Ólafs digra og byggja á sagnagerð Snorra Sturlusonar. Ekk- ert vissu þeir um sögu sína ef Íslendinga hefði ekki notið við. Á Stiklarstöðum fellur Íslend- ingurinn Þormóður Kolbrúnarskáld í orust- unni á hverju sumri. En látum Hrærek konung eiga síðustu orðin í þessari litlu bón: Kvölin er minn konungsauður. Í kvöld verð ég dauður. Hafið þakkir, þræll og meyja, Þór og Freyja. Heyrið þið, hvað Hrærekur frá Heiðmörk er að segja? Í Kálfskinnsbæ er konungur að deyja. Sýnum í verki að við einskismetum ekki minningu konungsins og heyrum hvað hann er að segja. Hann kallar eftir virðingu og sátt, enda þúsund ár liðin frá andláti hans árið 2022. Þetta væri lítið verk en göfugt, taki þeir höndum saman sem nefndir eru hér til sög- unnar. Hrærekur konungur á virðingu skilið og margir myndu ganga að gröf hans verði þessi bón uppfyllt. Eftir Guðna Ágústsson » Sýnum í verki að við einskismetum ekki minn- ingu konungsins og heyrum hvað hann er að segja. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Hrærekur konungur í Kálfskinni „þarfnast athygli“ Sveinn Jónsson í Kálfsskinni. Frjálsi lífeyrissjóðurinn á langa og farsæla sögu en sjóðurinn fagnar 40 ára starfsafmæli í ár. Frjálsi er sjálfstæður lífeyrissjóður á forræði sjóðfélaga sjálfra og stjórnar sjóðs- ins. Stjórn, sem er skipuð sjóð- félögum, fer með málefni hans á milli ársfunda og tekur t.a.m. allar stærri fjárfestingarákvarðanir. Jafnframt mótar hún tillögu um rekstrarfyrirkomulag sjóðsins. Frá upphafi hefur Frjálsi lífeyr- issjóðurinn falið fjármálafyrirtæki að fara með daglegan rekstur og hefur sjóðurinn aldrei haft starfsfólk né átt eigið húsnæði. Samstarf í 10 ár Arion banki hefur annast daglegan rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins í nærri áratug. Í sam- starfinu felst meðal annars framkvæmdastjórn, áhættustýring, eignastýring, iðgjaldaskráning, bókhald, innri endurskoðun, gengisútreikningur og stafrænar lausnir, ásamt beinni þjónustu við sjóðfélaga. Arion banki hefur einnig lagt til hús- næði þegar sjóðurinn heldur fræðslufundi og sjóðfélagafundi og hafa sjóðfélagar einnig nýtt sér að Arion banki er með starfsemi víða um land. Það rekstrarfyrirkomulag sem stjórn Frjálsa og sjóðfélagar hafa valið allt frá upphafi er einnig við lýði hjá fimm öðrum lífeyrissjóðum hér á landi. Aðhald frá sjóðfélögum Eins og nafn sjóðsins ber með sér hafa sjóð- félagar frelsi til að ákveða að greiða iðgjald sitt í annan lífeyrissjóð og geta því hvenær sem er flutt séreign sína, telji þeir hagsmunum sínum betur borgið með þeim hætti. Þetta frelsi sjóðsfélaga veitir sjóðnum og rekstraraðila hans mikið að- hald. Í þessu ljósi hefur okkur sem störfum hjá Arion banka þótt afar ánægjulegt að sjá hve sjóð- félögum hefur fjölgað mikið á undanförnum ár- um. Æ fleiri einstaklingar hafa ákveðið að greiða iðgjöld sín til Frjálsa lífeyrissjóðsins og þannig sýnt honum traust í verki til að gæta lífeyr- issparnaðar síns. Gætt að hagsmunaárekstrum Arion banki er vissulega stórt fyrirtæki sem veitir fjölbreytta fjármálaþjónustu og þjónustar einstaklinga, fyrirtæki og fjárfesta á borð við líf- eyrissjóði. Ljóst er að í jafn víðtækri starfsemi er fyrir hendi hætta á hagsmunaárekstrum og tekur lagaumhverfi fjármálafyrirtækja gagngert til þess. Ófrávíkjanleg áhersla okkar hjá Arion banka, sem og lagaleg skylda, er að gera ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar í starfsemi bankans geti skaðað hagsmuni við- skiptavina okkar. Viðskiptavinir, og þar með tald- ir sjóðfélagar Frjálsa lífeyrissjóðsins, geta treyst því að við leggjum afar ríka áherslu á þessi ör- yggisatriði í allri okkar starfsemi og sætum þar að auki eftirliti bæði innri og ytri eftirlitsaðila. Fjárfesting í kísil- verksmiðju í Helguvík Nýverið hefur Frjálsi, ásamt öðrum lífeyrissjóðum sem fjárfestu í uppbyggingu kísilverksmiðju í Helguvík, ítrekað sætt gagnrýni í fjölmiðlum. Sú gagnrýni hefur einnig beinst að Arion banka og er að mörgu leyti skiljanleg enda gekk mikið á og fá fordæmi eru fyrir viðlíka sviksemi og grunur er um. Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins tók ákvörðun um þátttöku í verkefninu að vel athuguðu máli. Þrátt fyrir ítarlega greiningarvinnu í aðdraganda fjárfestingarinnar, sem m.a. var unnin af starfs- fólki Arion banka, brustu forsendur og margir voru blekktir, svo sem hluthafar, lánveitendur, opinberir aðilar og eftirlitsstofnanir. Arion banki, stjórn United Silicon og lífeyr- issjóðirnir, sem fjárfestu í verkefninu, hafa allir kært meinta sviksemi til embættis héraðs- saksóknara. Starfsfólk Arion banka sem kemur að starfsemi Frjálsa lífeyrissjóðsins þykir afar miður hvernig fjárfesting í United Silicon fór. Áhættudreifing mikilvæg Í fjárfestingum Frjálsa er lögð áhersla á gott jafnvægi milli mismunandi fjárfestinga þar sem vegnar eru saman áhættulitlar fjárfestingar og áhættumeiri. Sjóðfélagar Frjálsa lífeyrissjóðsins geta valið fjárfestingarleiðir eftir þeirri áhættu sem þeir eru tilbúnir að taka. Meðalraunávöxtun séreignarleiða sjóðsins á ársgrundvelli sl. 15 ár, hefur verið á bilinu 4%-4,5% sem teljast verður vel ásættanlegt og stenst allan samanburð. Frjálsi lífeyrissjóðurinn skilaði einnig góðri ávöxtun á árinu 2017 þrátt fyrir fjárfestingu í United Silicon, en sú fjárfestingin nam um 0,5% af heildareignum sjóðsins. Raunávöxtun séreign- arleiða sjóðsins á árinu 2017 var frá 4%-5%. Næstkomandi miðvikudag, 30. maí, fer fram ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins þar sem m.a. verður farið yfir starfsemi sjóðsins á árinu. Ég vil hvetja sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að mæta á árfund sjóðsins og kynna sér málefni hans og starfsemi. Eftir Margréti Sveinsdóttur Margrét Sveinsdóttir » Viðskiptavinir, og þar með taldir sjóðfélagar Frjálsa lífeyrissjóðsins, geta treyst því að við leggjum afar ríka áherslu á þessi öryggis- atriði í allri okkar starfsemi. Höfundur er framkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka. Samstarf Frjálsa lífeyris- sjóðsins og Arion banka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.