Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Njóttu bakstursins, við hreinsum fötin Við erum sérfræðingar í erfiðum blettum Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Í allri hinni réttmætu umræðu um fátækt á Íslandi þá er einn oft af- gerandi orsakaþáttur nær aldrei á nafn nefnd- ur. Það er býsna mikið til í því sem jafnaldra mín sagði á dögunum, eitthvað á þessa leið: Það er alltaf látið sem svo að áfengisneyzla komi hvergi inn í fá- tæktarumræðuna. Það er eins og alltaf sé verið að bera blak af áfenginu, ef það er hreinlega ekki þag- að um það eins og það hafi engin þjóð- félagsleg áhrif. Og háttvirtur þing- heimur fjallar efalaust af andakt um nauðsyn þess að rækta kannabis, nú eða þá að leyfa heimabrugg, að ekki sé nú talað um brennivín í búðirnar, rétt eins og þetta lið sé með þessu að halda upp á afmæli lýðheilsuáætlunar rík- isstjórnarinnar. Já, þetta voru um svo margt sönn orð í tíma töluð. Og svo bætast önnur eiturefni við með oft enn skelfilegri afleiðingum. Gleymum samt ekki að áfengið er stærsti heilbrigð- isvandinn, enn drepur það flesta fyrir tímann og sérhver aukning á neyzlunni bætir í voðavána. Þess vegna eiga brennivínsþjónarnir á Alþingi enga af- sökun fyrir hegðan sinni, þetta fólki veit þetta allt saman og því vorkenn ég því fólki ekki sem telur það eitt af hlut- verkum sínum á Alþingi að þjóna þeim kump- ánum Bakkusi og Mammon, En það eru margir sem vara við og starfa á akri lýðheilsunnar sem betur fer og okkar sam- tök. Bindindissamtökin á Íslandi IOGT, ein af þeim samstillta hópi, hafna gróðasjónarmiðum ógæfuvaldanna. Í Morgunblaðinu laug- ardaginn 12. maí sl., er afar athygl- isverð grein Lilju Magnúsdóttur um Tungutak, ein af þeim sem halda dygg- an vörð um íslenzkuna okkar, þá meg- instoð er gerir okkur að þjóð meðal þjóða. En Lilja segir fleira og ég leyfi mér að vitna í hana orðrétt svo vel sem þar er frá greint: „Vágesturinn í mínu ungdæmi var áfengisneysla. Sum heim- ili voru alltaf fátæk vegna þess að hús- bóndinn og stundum húsmóðirin líka eyddu tekjum og tíma til drykkju í stað þess að vinna þau verk sem þurfti til að framfleyta fjölskyldunni. Það var átak að byggja upp meðferðarstöðvar og þar með vonaði ég að þetta vandamál yrði úr sögunni.“ Og litlu síðar segir Lilja: „En þetta hefur aldeilis ekki þróast í rétta átt. Eiturlyf og áfengi valda mikl- um skaða og því óskiljanleg sú umræða að auka aðgengi að áfengi og gera eit- urlyf lögleg.“ Hafi Lilja heillaþakkir fyrir þessi orð sem og greinina alla. En að upphafsorðunum hennar Lilju um um vágestinn í hennar ungdæmi, áfengið. Því er nú ver að það sem hún segir um fátæktina af völdum vágests- ins mikla í hennar ungdæmi og ég þekki líka til, það á víða við í dag og þess vegna heiti ég á alla þá sem vinna að rannsóknum á orsökum fátæktar að draga hvergi undan þátt áfengis og annarra eiturefna í þeirri fátækt sem enn ríkir á Íslandi, en ætti að vera liðin tíð í landi ofurmilljarðanna í allmargra eigu, en betur að gáð auðvitað einmitt þess vegna. Megi framtíðin færa okkur miklu færri fátæka og ekki síður enn færri of- urríka. Og gleymum aldrei að forðast vágesti eins og áfengið og gefa því sem öðrum eiturefnum engin grið. Mikilvirkur orsaka- þáttur fátæktar Eftir Helga Seljan » Gleymum aldrei að forðast vágesti eins og áfengið og gefa því sem öðrum eiturefnum engin grið. Helgi Seljan Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. Í umræðum á Fés- bókinni eftir kosning- arnar var því varpað fram hvort það hefði verið vegna þess að VG bauð ekki fram, að sjálfstæðismeirihlut- inn féll. Ég er viss um að svo hafi verið. Í kosning- unum 2014 fékk VG 8% og engan bæj- arfulltrúa. Þessi atkvæði hefðu flest farið á S og BF, ef VG hefði ekki boðið fram. En í staðinn var þessum atkvæðum vinstrimanna hent. Ég reiknaði þá út, að D hefði fengið fjóra fulltrúa en ekki fimm, ef VG hefði ekki boðið fram. Núna fékk D einmitt fjóra fulltrúa með sama fylgi og síðast (41,7 þá, en 41,4 núna). Fjórir fulltrúar af níu eru 44%, sem er sanngjarnt miðað við fylgi flokks- ins. Það kom fram að einhverjum fannst það sorglegt að VG hefði ekki getað boðið fram á Akranesi. Niðurstaðan hjá VG Mér finnst sorglegra að VG hafi boðið fram t.d. í: Kópavogi: Fengu 5,7% og engan mann. Atkvæðum vinstrimanna hent. Þar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 36% atkvæða en 5/11 fulltrúa = 45%. Þetta er 25% bónusfylgi. Hafnarfirði: Fengu 6,7% og engan mann. Atkvæðum vinstri- manna hent. Þar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 34% atkvæða en 5/11 fulltrúa = 45%. Þetta er 32% bónusfylgi! Reykjanesbæ: Fengu 1,9% og engan mann. Það er hætt við að ýmsir stuðningsmanna listans sjái eftir allri vinnunni við kosningarnar þegar útkoman er svona rýr. En þau skemmdu ekki mikið fyrir öðrum. Sérstaða sveitar- stjórnarkosninga Vandamálið er að þröskuldurinn til að koma manni inn er svo hár í sveitarstjórnarkosningum. Menn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir bjóða fram. Á Akranesi er þröskuldurinn um það bil 10%. Til samanburðar er þröskuldurinn 5% í alþingiskosningum. Það finnst mörgum of hátt og ég er sammála því. En hann er sem sagt tvöfalt hærri á Akranesi. Og þannig er það víðast hvar í sveitarstjórnarkosn- ingum. Eini flokkurinn sem er öruggur um að koma inn manni nán- ast alls staðar í sveitarstjórnarkosn- ingum er stærsti flokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn. Mikilvægi sameiginlegra framboða í sveitarstjórnarkosningum Skiptingin á bæjarfulltrúum milli stærstu flokkanna á landsvísu í nýaf- stöðnum sveitarstjórnarkosningum er svona: D=113, B=45, S=29, V=8, M=9, C=6. Þ.e. gömlu hagsmunagæsluflokk- arnir sjálfstæðis og framsókn eru með þrisvar sinnum fleiri fulltrúa samanlagt en S, V, M og C til sam- ans! Þetta sýnir hvað það er mikil- vægt fyrir hugsjónafólk *) í öðrum flokkum að bjóða fram sameiginlega lista í sveitarstjórnarkosningum frekar en að vera sundraðir. *) Þetta má ekki misskilja þannig að ég telji M vera merkilegan hug- sjónaflokk. Eftir Reyni Eyvindsson » Það er mikilvægt fyrir hugsjónafólk í stjórnmálum að bjóða fram sameiginlega lista í sveitarstjórnarkosn- ingum frekar en að vera sundrað. Reynir Eyvindarson Höfundur er verkfræðingur. reynir.eyvindsson@gmail.com Af hverju féll meiri- hlutinn á Akranesi? Hitaveituvæðing Ís- lendinga er líklega langstærsta skref okk- ar í átt að sjálfbærri orkunýtingu, minni út- blæstri og meira orku- öryggi. Olíuverð hefur tekið smá kipp upp á við undanfarinn mán- uð, nær algerlega vegna óróa á heims- pólitíska sviðinu. Gam- an væri að ímynda sér hvernig stemmningin væri á íslensk- um heimilum um þessar mundir ef ol- íukynding væri enn ráðandi og orku- reikningurinn væri að rjúka upp vegna deilna í Mið-Austurlöndum. En það eru bara vangaveltur, enda þurfum við ekkert að hafa áhyggjur af því, þökk sé djörfung í orkuskipt- um fyrir nokkrum áratugum. Þá var farið í dýrar og umfangsmiklar fram- kvæmdir í hitaveitum sem snarbætt hafa lífskjör okkar og lágmarkað kol- efnisspor þjóðarinnar. Eins gott að úrtölu- raddir þá urðu ekki skynseminni yfirsterk- ari. Þá stóðu landsmenn frammi fyrir þeirri staðreynd að tæknilega séð var hægt að skipta úr olíu yfir í jarðhita en stofnkostnaður var hins vegar yfirþyrmandi og alls konar vesen til stað- ar. Við erum á sömu tímamótum í dag, það er sem sagt tæknilega hægt að fara í orkuskipti í sam- göngum en það kostar peninga og fyrirhöfn. Að mínu mati er þetta reyndar auðveldari ákvörðun núna þar sem hún snýst um einn bíl í einu, í stað heillar hitaveitu fyrir þúsundir. Að auki er ákaflega sterkur hvati til staðar í formi alþjóðlegra skuldbind- inga í loftlagsmálum. Endalausar úrtöluraddir Úrtöluraddirnar eru samt ótrúlega háværar. Bent er á að bílarnir séu enn dýrir og innviðir aumir svo að op- inberar ívilnanir þurfi til sem sumir sjá ofsjónum yfir. Einnig er bent á að ekki séu öll heimili tilbúin því sums staðar valdi einstaka heimilisteng- ingar erfiðleikum. Það er áhugavert að heimfæra þessar pælingar í dag varðandi orkuskipti í samgöngum yf- ir á úrtöluraddir gegn hitaveitunni á sínum tíma og velta fyrir sér hvað hefði gerst ef þær hefðu fengið að ráða. Opinberar ívilnanir voru klár- lega forsenda fjölmargra hitaveitna úti um allt land. Þær væru hreinlega ekki til í dag án opinberra ívilnana. Jarðhitaleitarstyrkir og niðurgreidd lán skiptu oft sköpum og sérstök op- inber eingreiðsla hefur verið lykilfor- senda nýrra hitaveitna síðustu ára- tugi. Það væru ansi mörg heimili í dag verr stödd varðandi upphit- unarkostnað ef úrtöluraddir hefðu stoppað opinberar ívilnanir til fram- fara. Í dag eru enn um 10% lands- manna án jarðvarmaveitu. Á sínum tíma hefði því verið auðvelt að tala niður hitaveitu á þeim forsendum að ekki gætu allir landsmenn komist í heitt vatn. Hefði kannski átt að bíða með hitaveituvæðingu þangað til ljóst væri að hvert einasta heimili landsins gæti tengst? Það eru nefni- lega allt of margir að tala út frá öfug- um enda og tala niður rafbílavæðingu vegna þess að hún getur ekki mætt þörfum hvers einasta íbúa þessa lands. Það er hægt að fara á fullt í orkuskipti í samgöngum þó að enn séu heimili þar sem tengingar eru meiri áskorun. Ný úttekt sýnir að 4/5 heimila eiga frekar auðvelt með upp- setningu á heimahleðslu. Eigum við að bíða með bráðnauðsynleg orku- skipti vegna þess að fimmtungur heimila þarf sértækari lausnir? Nú- tímarafbílar hafa um 200-500 km ra- undrægni og ef bætt er við um hálf- tíma stoppi á hraðhleðslustöð, sem komnar eru allan hringinn í kringum landið, er rúmlega 400 km drægni staðreynd fyrir flesta nýja rafbíla. Vissulega er til fólk sem mögulega þarf enn lengri drægni og jafnvel stærri bíla en eru í boði í dag, en af hverju ættu allir hinir að bíða eftir að þeirra þörfum verði svarað áður en meirihlutinn tekur orkuskiptaskref- ið? Skemmtilegast finnst mér stefið um að rafbílar séu ekki tilbúnir í fjöldasölu. Það er að sumu leyti rétt en staðreyndin er hins vegar sú að flestir kaupa jú bara einn bíl í einu og spá lítið í einhverja fjöldasölu svo framarlega sem þeir fá bílinn sinn. Ef öll framfaraskref eru skoðuð frá öf- ugum enda og ekkert gert fyrr en vandi síðasta neytandans er leystur, þá gerist yfirleitt ekki neitt. Á öfugum enda Eftir Sigurð Inga Friðleifsson Sigurður Ingi Friðleifsson »Eigum við að bíða með bráðnauðsynleg orkuskipti vegna þess að fimmtungur heimila þarf sértækari lausnir? Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.