Morgunblaðið - 29.05.2018, Page 22

Morgunblaðið - 29.05.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018 ✝ Anna MaríaSigurjónsdóttir fæddist á Dýrfinnu- stöðum í Skagafirði 2. apríl 1966. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 12. maí 2018. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Guðrún Eiríks- dóttir, f. 13. nóv- ember 1927, d. 4. desember 2013, og Sigurjón Run- ólfsson, f. 15. ágúst 1915, d. 27. maí 2000. Systkini Önnu Maríu eru: 1) Eiríkur Jónsson, f. 29.3. 1957, eiginkona hans er Lena Jónsson Engström. Sonur Eiríks og Guð- bjargar Hinriksdóttur er Þor- grímur Gunnar, f. 10.3. 1982. Sonur Þorgríms Gunnars og Sig- ríðar Nönnu Gunnarsdóttur er Úlfar Garpur, f. 29.10. 2004. frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1986 og tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1987. Hún stundaði nám í ljós- myndun í Bandaríkjunum og út- skrifaðist með BA-próf árið 1993 og MFA árið 1995 frá Savannah College of Art and Design sem er listaháskóli í Bandaríkjunum. Hún kenndi BA-nemendum með meistaranáminu og vann við ljós- myndun í Bandaríkjunum að námi loknu. Þegar heim var kom- ið vann hún um árabil hjá Penn- anum og síðar m.a. hjá Góðu fólki, Sagafilm, Pegasus, Truenorth og Today Publication. Lengst af síð- ustu árin var Anna María fyrst og fremst sjálfstætt starfandi ljós- myndari. Hún hélt fjölmargar sýningar hér heima og erlendis og sat í dómnefndum ljósmynda- sýninga. Hún gaf einnig út bækur með verkum sínum, m.a. „Herrar, menn og stjórar“ og „My Trip Through the Interior of Iceland“. Myndir eftir hana hafa birst í ýmsum bókum og erlendum tíma- ritum. Útför Önnu Maríu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 29. maí 2018, og hefst athöfnin kl. 15. Börn Þorgríms Gunnars og Sædísar Óskar Aðalsteins- dóttur eru Rebekka Hrönn, f. 19.6. 2009, Natalía Rós, f. 2.8. 2013, og uppeld- isdóttir Anna Valdís Kristensen, f. 26.6. 2004. 2) Guðbjörg Björnsdóttir, f. 1.12. 1961, eiginmaður hennar er Rúnar Már Sverrisson. Börn Guðbjargar og Jóns V. Gíslasonar, fyrrv. sam- býlismanns, eru Berglind Eygló, f. 19.5. 1984, gift Gunnari Þór- issyni, og Björn Þórður, f. 14.11. 1986. Börn Berglindar Eyglóar og Gunnars eru Birna Björg, f. 28.2. 2008, og Jón Þórir, f. 12.7. 2015. 3) Stúlka Sigurjónsdóttir, andvana fædd 30.6. 1965. Anna María ólst upp á Dýr- finnustöðum. Hún varð stúdent Sorgin hún situr um mig, ó hve sárt er að hugsa um þig. Ég get ekki meir, en ég verð. Afber það ekki, þú ferð. Þökk sé þér systir mín ein, mitt þakklæti meitlað í stein. Við söknum þín vina vor kær, þú varst hér í heimsókn í gær. Nú get ég ei meir, en ég verð. Afber það aldrei, þú ferð. Brosið þitt fegursta og bjarta býr um sig í syrgjandi hjarta. Ég get ekki meir, en ég verð. Systir mín ein, góða ferð. Elsku hjartans gáskafulla, gjaf- milda, yndislega og einstaka systir mín. Við Rúnar og Björn Þórður kveðjum þig með ólýsanlegum söknuði og trega og líka óendan- legu þakklæti fyrir tímann með þér og kærleik þinn. Þín Guðbjörg Björnsdóttir (Didda). Elsku hjartans frænka mín. Ég veit að vorið kemur og veturinn líður senn. Kvæðið er um konu, en hvorki um guð né menn. Hún minnti á kvæði og kossa og kvöldin björt og löng og hvíta, fleyga fugla og fjaðraþyt og söng. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Takk fyrir ástina og umhyggj- una. Takk fyrir myndirnar og samverustundirnar. Takk fyrir öll góðu ráðin. Takk fyrir að hafa kennt mér að smjatta. Takk fyrir að hafa verið smástund lengur síðasta kvöldið okkar saman, af því að Jón bað þig svo fallega. Takk fyrir allt grínið og gleðina. Takk fyrir að hafa ver- ið svona góð við Birnu og Jón. Takk fyrir þakklætið sem þú áttir alltaf tiltækt. Ástarkveðja, Berglind Eygló Jónsdóttir. Fallin er frá langt um aldur fram kær frænka mín og góð vin- kona. Anna María var svo margt. Hún var heimsborgari, vel gefin, dug- leg og með næmt auga fyrir því fallega í kringum sig. Hún var fal- leg bæði að utan sem innan. Sann- ur gullmoli. Hún var góður vinur vina sinna og var bæði verndandi og ljúf. Alltaf brosandi. Það geisl- aði alltaf af henni. Anna María fylgdist vel með vinum sínum. Það var gott að hlusta á hana tala um vini sína. Maður fann hversu mjög henni var annt um þá og talaði með virðingu um alla. Það var góður eiginleiki og sýndi hversu hrein sál hún var. Oft hringdi hún. Símtölin voru yfirleitt stutt en innihaldsrík. Spurði um heilsu allra nánustu í kringum mig. Var alltumvefjandi. Síðasta símtalið okkar töluðum við óvenju lengi saman. Og hlýjar það mér að hugsa til þess. Ég veit að hún hafði storminn oft í fangið en flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum. Tókst á við þær með því að ganga á fjöll og niður í fjörur. Með í för var myndavélin. Hún hafði næmt auga fyrir fallegu myndefni, hvort sem það var landslag eða fólk. Myndabækur sem hún gaf út bera glöggt vitni um næmi hennar á myndefninu. Það er endalaust hægt að skrifa um þig, elsku vina, en hér læt ég staðar numið. Þú verður ætíð sterk í huga mér. Hjarta mitt er fullt af harmi og söknuði. Hughrif- in lifa þótt þú sért horfin á braut. Ég sakna þín sárlega. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir) Ég votta aðstandendum djúpa samúð mína. Guð veri ykkur styrkur. Guðrún Jóhannesdóttir. Lýsingarorðin glöð, falleg og traust eru þau sem koma fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til Önnu Maríu vinkonu minnar. Við gátum setið og talað saman um erfið og alvarleg mál en samt sem áður náðum við alltaf að hlæja líka. Þannig var Anna María, hún var fljót að sjá eitthvað skemmtilegt í öllu og það var alltaf gleði í kring- um hana. Hún var líka einstaklega traust manneskja. Þegar við unnum sam- an var maður alltaf rólegur ef verkefni var í hennar höndum, því hún stoppaði ekki fyrr en því var lokið. Sem vinkona var hægt að tala við hana um allt milli himins og jarðar því eins og hún sagði allt- af: „Það sem er sagt hérna inni fer ekki út fyrir þröskuldinn.“ Anna María var einstaklega fal- leg manneskja sem sá fegurð í öllu og gaf af sér til allra. Hún laðaði að sér ólíkt fólk og allir vildu spjalla við hana, enda átti hún alltaf skemmtilega sögu að segja við hin ýmsu tækifæri. Mér er minnis- stætt þegar við hittumst síðast, þá fórum við í hádegismat á Kjarvals- stöðum. Þegar við vorum að ganga þaðan út mættum við heldri manni sem stoppaði okkur og byrjaði að spjalla. Hann sagði okkur bráð- skemmtilega sögu úr æsku sinni frá því þegar hann hitti Kjarval á heimaslóðum sínum úti á landi. Hvorug okkar þekkti þennan mann en þetta var samt svo eðli- legt þegar maður var á ferð með Önnu Maríu. Síðan var það ljósmyndarinn, listamaðurinn og náttúruunnand- inn, hún elskaði að vera úti í ís- lenskri náttúru með myndavélina og við hin erum svo heppin að hafa fengið að njóta þess að skoða fal- legu myndirnar hennar. Elsku vinkona, þú varst búin að skipuleggja svo margt skemmtilegt í sumar og við ætluðum að vera svo duglegar að fara út að ganga þegar þú værir búin að ná þér almenni- lega eftir fótbrotið þitt, þetta sem þú varst svo heppin með, af því að þú myndir ná þér alveg. Það er eng- inn sem ég þekki nema þú sem talar um svona brot og heppni í sömu setningu, en þannig varstu, elsku „Pollýanna“, það var eitthvað já- kvætt í öllu. Jákvæðni þín og gleði var svo smitandi að við sem vorum hjá þér urðum betri og skemmti- legri manneskjur. Það vona ég að ég muni halda áfram að tileinka mér um ókomna tíð, ég mun að minnsta kosti reyna. Hvíl í friði, elsku vinkona. Helga Margrét. Leiðir okkar Önnu Maríu lágu saman við störf í Pennanum árið 1996. Þá hafði hún um árabil unnið í sumar- og jólafríum hjá fyrirtæk- inu samhliða námi og þekkti því vel til. Anna María var ráðin versl- unarstjóri í Hallarmúla þá um haustið en kom síðan inn í mark- aðsdeild fyrirtækisins tveimur ár- um seinna. Hún fór til annarra starfa 2004 en sá um ljósmyndun fyrir húsgagnasvið félagsins síð- ustu árin. Á síðasta ári tók hún mikinn þátt í vinnu við nýja vef- verslun Pennans, samhliða ljós- myndastarfi sínu, og vann frábært starf. Hún var því samferða Penn- anum og starfsfólki í yfir 30 ár. Anna var ákaflega traustur starfsmaður sem hægt var að fela flókin verkefni sem kröfðust vand- virkni og þolinmæði. Hún hafði nóg af hvoru tveggja, ásamt því að vera vel máli farin, samviskusöm og dugleg. Smám saman þróaðist með okkur vinátta sem við hjónin höfum metið mikils. Hún hafði sterka nærveru og góðan húmor en var jafnframt staðföst fyrir ef á reyndi. Hún heillaði syni okkar með húmor og léttleika og tók af þeim ljósmyndir við ýmis tæki- færi. Hún átti það til að kalla á þá til myndatöku, án þess að við for- eldrarnir vissum af, ekki fyrr en við sáum myndirnar. „Bið að heilsa Ingu þinni og strákunum,“ sagði hún gjarnan þegar hún kvaddi eft- ir samtal í síma, nú eða eftir trún- aðarsamtal. Hægt var að treysta því að það sem okkur fór á milli fór ekki lengra. Anna María var fædd og uppalin á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Við ræddum oft um „Skakkafjörð“ eins og hún nefndi stundum fjörðinn sinn. Hún var mikið náttúrubarn, hafði ferðast um landið allt og hálendi Íslands. Anna María tók mikið af myndum á ferðalögum en eftir hana liggur mikið myndasafn. Hún hafði næmt auga, var listræn og talaði oft við okkur um þessa „miklu fegurð“ sem við eigum á Íslandi og sér- staklega um birtuna sem hún sagði „einstaka“. Anna María geislaði af gleði þegar hún lýsti í smáatriðum því sem hún hafði séð og upplifað á þessum ferðum. Hún hafði mikið dálæti á tónlist, hlust- aði á flestar tegundir tónlistar og var vel að sér í nýjustu straumum og stefnum. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana að vini. Því miður er hún horfin á braut og við söknum hennar sárt. Hún kom til okkar í síðasta skipti í kvöldmat í lok apríl og var þá lagt á ráðin. „Nú förum við á U2-tónleika,“ sagði hún og pantaði sex miða fyrir okkur og ferðafélaga. Sá hópur fór saman á Coldplay á síðasta ári og þar áttum við saman góðar stundir. Við vottum Guðbjörgu systur hennar og fjölskyldu og öllum vin- um hennar okkar dýpstu samúð. Ingimar og Inga Rósa. Ég átti ákveðna hetju í ævin- týrabókunum eftir Enid Blyton. Held það hafi verið Finnur en hann hafði einstaka hæfileika til að um- gangast dýr. Ég hélt að svona hetjur væru bara til í ævintýrum. En svo kynntist ég Önnu Maríu Sigurjónsdóttur. Oft hef ég velt því fyrir mér hvernig hægt sé að þróa með sér þessa náðargáfu gagnvart dýrum. En ég átta mig á því að þetta er ekkert sem maður lærir. Þetta er sumum einfaldlega með- fætt. Það var svo sumarið 2010 sem Anna var að aðstoða mig við að gera bók um íslenska hestinn. Við deildum þá vinnustofu á Hverfis- götunni. Ég hafði fundið fallegt stóð í Landeyjunum sem ég var bú- inn að reyna að ljósmynda nokkr- um sinnum. Hrossin voru stygg og ómögulegt að nálgast þau. Í þriðja skiptið sem ég fór tók ég Önnu með mér, og þá aðallega til að hjálpa mér að reka stóðið. En ég gleymi því aldrei þegar hún vippar sér yfir gaddavírsgirðinguna og gengur út í móann og inn í hrossahópinn og kom svo labbandi með allt stóðið á eftir sér. Ég held að Anna hefði óhikað getað gengið inn í hvaða ljó- nabúr sem er. Vinátta snýst ekki alltaf um að hittast á hverjum degi. En það var eins og við vildum alltaf vita hvar hitt væri, og ef það leið of langur tími var oft hringt og spurt: „Er ekki allt í lagi?“ Ég man líka að Anna hringdi stundum ef henni fannst veðrið ekki vera eins og það átti að sér vera og sagði: „Geiri, ég held að það geti farið að gjósa!“ Þetta var sagt bæði í gamni og al- vöru. Ég kynntist Önnu í gegnum nokkra sameiginlega vini okkar og úr varð smá vinnutengt ferðafélag. Anna var langyngst og var hún oft kölluð unglingurinn í hópnum. Hún sagði stundum að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af ellinni, hún skyldi hugsa um okkur og keyra okkur í hjólastólunum. Nú í vetur þurfti hún að fara í endurhæfingu vegna skíðaslyss. Þá vill svo til að hún fær blóðtappa í höfuðið sem síðar dró hana til bana. Hinn sama dag kom til mín kunningi okkar frá Þýskalandi. Peter hafði hitt Önnu hér á vinnu- stofunni fyrir 10 árum. Hann bað fyrir kveðju til hennar. Ég hringdi til að skila kveðjunni en fékk ekk- ert svar. Og það var ekki hringt til baka – og verður ekki. Þetta síðdegi fékk ég svo þær fréttir að tvísýnt væri um líf Önnu. Ég fór upp á Landspítala, Eiríks- götumegin, sem er eins og að koma inn í völundarhús. Ég villtist þar um alla rangala. Vonaði eig- inlega að ég héldi áfram að villast – og myndi síðan vakna upp af vond- um draumi. Á deild Landspítalans hafði hópur ættingja og vina Önnu safn- ast saman. Þar hafði hvert faðm- lag og hvert tár svo mikla þýðingu. Stund við dánarbeð vinar er stór kveðjustund. Eftir stendur falleg mynd sem er framkölluð og fest í huga manns. Og nú erum það við, vinir Önnu, sem fáum að hugsa um hana loka- spölinn. Um ókomin ár á hún eftir að birtast okkur í huganum. Fal- leg, brosandi og kát. Blessuð sé minning hennar. Sigurgeir Sigurjónsson. Hvernig má það vera að jafn- falleg og yndisleg manneskja og Anna María sé hrifin á brott í blóma lífsins fyrirvaralaust? Ég kynntist Önnu Maríu fljót- lega eftir að ég hóf störf í Penn- anum fyrir 25 árum. Hún vakti at- hygli mína strax fyrir mikla fegurð, bæði hið ytra og innra. Hún var alltaf í góðu skapi, skemmtileg og jákvæð og full af kímnigáfu. Málin þróuðust þannig að ég fékk Önnu Maríu til að taka myndir fyrir húsgagnasvið Penn- ans, bæði verkefnamyndir og myndir í bæklinga, auglýsingar og síðar fyrir heimasíðu Pennans. Síðastliðin tvö ár starfaði Anna María fyrir okkur við markaðsmál og tókst á við það mikla og erfiða verkefni að koma heimasíðu hús- gagnasviðsins í gott ástand. Það var alveg sama á hverju gekk, upp- lýsingar duttu út og þurfti að setja aftur inn, tölvusérfræðingar þvældust stundum fyrir og við lentum í alls kyns áföllum og erf- iðleikum. En Anna María missti aldrei þolinmæðina, hélt alltaf ró sinni, vann áfram af slíkum dugn- aði og eljusemi að eftir var tekið. Hún hafði áhugann sem þurfti, dugnaðinn og vinnusemina og brennandi áhuga á að skila góðu verki. Anna María setti sig aldrei í fyrsta sæti heldur hugsaði meira um vini sína og félaga. Heilsa þeirra, hamingja og velferð var henni kappsmál sem sást m.a. á því að daginn áður en Anna María féll í öngvit sendi hún mér langan pistil um hvernig fólk með of háan blóðþrýsting ætti að lifa, hvaða fæðu ætti að neyta o.s.frv. Þarna var Önnu Maríu rétt lýst. Það er ekki aðeins að frábær vinkona og félagi okkar sé farin, heldur sjáum við á bak einum af okkar fyrirmyndarstarfsmönnum. Söknuðurinn er mikill. Við fáum ekki skilið að svona lífsglöð og yndisleg manneskja skuli vera far- in frá okkur. Nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta ánægjulegra og frábærra starfskrafta Önnu Maríu og henn- ar vináttu og þakka allar frábæru stundirnar sem áttum saman sem hefðu átt að verða miklu fleiri. Ég votta Guðbjörgu og fjöl- skyldu og ástvinum mína dýpstu samúð. Guðni Jónsson. „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson) Það var á vordegi rétt eftir alda- mótin að leiðir okkar Önnu Maríu lágu saman. Án þess að vita hvort af öðru vorum við ráðin í verkefni sem fólst í því að taka á móti er- lendum fréttamönnum frá austur- strönd Ameríku og lóðsa þá um all- ar helstu perlur Suðurlandsins, hún sem ljósmyndari og ég sem leiðangursstjóri. Við vorum ekki lengi að komast að því að við vorum bæði að norðan og hún kom því skilmerkilega til skila að hún væri nákvæmlega úr Skagafirðinum. Upp frá þessu tókst með okkur gott samstarf og einstaklega góður vinskapur og mörg verkefnin áttum við eftir að leggja að velli saman. Hún var sannkallað náttúru- barn og elskaði náttúruna, jöklana, fjöllin og hálendið og ómældum tíma eyddi hún í þessu dásemdar- umhverfi. Af verkum hennar að dæma þá elskuðu fjöllin hana. „My trip through the interior of Ice- land“ er verk sem talar skýru máli um það, að ótöldum ljósmyndasýn- ingum! Sýningin hennar „Herrar, menn og stjórar“ er raunar yfirlýs- ing um málefni eða rödd sem hún vildi láta hljóma hátt. Það var meira en bara Norður- landið sem tengdi okkur saman. Á svipuðum tíma misstum við mæður okkar sem höfðu glímt við langvar- andi erfiða sjúkdóma og gátum deilt þeirri reynslu og upplifun. Umræðan, orðin sem við áttum um tilvistina, lífið, sorgina og missinn, fær nú alveg nýtt hlutverk. Anna María átti fjölmarga ólíka kunningja- og vinahópa sem hún hafði mismunandi mikið samband við eins gengur og gerist. Hún vann líka að fjölmörgum ólíkum verkefnum á ýmsum ólíkum stöð- um. Alla þessa ólíku hópa tengdi hún aldrei saman að ég best veit. Það er eins og hún hafi komið fyrir öllum í ólíkum hólfum eða konfekt- kassa sem hún opnaði þegar sá gállinn var á henni. Í gegnum lífið kynntist hún fólki í hinum ýmsu atvinnugreinum samfélagsins og hún bar velferð þeirra allra vel fyrir brjósti. Ef eitthvað bjátaði á var hún yfirleitt fyrst á vettvang. Því kynntist ég sjálfur þegar óveðursský dundu yf- ir hversu góður vinur Anna María var. Á sama tíma og maður getur sagt að Anna María hafir verið hvers manns hugljúfi og hrókur alls fagnaðar þegar eitthvað var um að vera þá var hún í aðra rönd- ina líka í eðli sínu mjög hlédræg og gat verið dul í skapi. Hún flíkaði alls ekki tilfinningum sínum og kaus að halda vel í sitt einkalíf. Það var á vordegi sem ég fékk símtal frá vinkonu hennar sem ég vissi að var henni ákaflega kær. Þar sem við höfðum aldrei hist eða talað saman þá fékk ég þá ónota- legu tilfinningu að tíðindin væru ekki góð. Og erindi hennar var þessi óvæntu óviðbúnu sorgartíð- indi. Hæfileikum þessarar konu voru engum takmörkunum háð. Orð mega sín lítils en ég vil þakka Önnu Maríu samfylgdina og mun minn- ast hennar með söknuði og virð- ingu. Fjölskyldu og öðrum ástvin- um sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Yngvi Örn Stefánsson. Mig langar til að minnast Önnu Maríu vinkonu minnar og vinnu- félaga í fáum orðum. Ég frétti af skyndilegum veikindum hennar og ljóst var í hvað stefndi laugardag- inn 12. maí. Það var ótrúlegt til þess að hugsa og ósanngjarnt að þessi hressa og fallega stúlka skyldi falla frá svo skyndilega. Ég kynntist Önnu Maríu fyrir um 20 árum þegar ég byrjaði að vinna hjá Pennanum. Við unnum saman að nokkrum verkefnum frá þeim tíma en skemmtilegast var þegar við fórum saman að vinna verkefni þar sem húsgagnadeild Pennans hafði útvegað húsgögn. Þá fífluðumst við oft mikið saman og hlógum að okk- ar einkahúmor. Anna María var lærður ljósmyndari og var afar fær á sínu sviði. Ég fékk hana til þess að vera ljósmyndari í brúðkaupi Anna María Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.