Morgunblaðið - 29.05.2018, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018
mínu árið 2009. Vann hún það verk
virkilega vel og útbjó fallega bók
með myndunum. Hún var afskap-
lega vandvirk við öll þau verk sem
hún tók sér fyrir hendur og leysti
þau vel af hendi. Anna María var
skemmtileg og yndisleg stúlka sem
gott var að umgangast. Hún gat
líka sett sig í spor annarra, gaf af
sér og sýndi hluttekningu í ýmsum
málum sem fólk var að glíma við og
það fékk ég að reyna. Hin síðari ár
hefur Anna María ekki verið fastur
starfsmaður hjá okkur í Pennanum
en hefur tekið að sér ýmis sérverk-
efni af og til. Við sem kynntumst
henni hér hugsum til hennar með
hlýhug og söknum hennar mikið,
hún var okkur afar kær. Ég votta
fjölskyldu og vinum innilega sam-
úð mína. Hvíldu í friði, elsku Anna
María.
Kjartan Aðalbjörnsson.
Ég kynntist Önnu Maríu í henn-
ar bernsku. Pabbi hennar, Sigur-
jón bóndi á Dýrfinnustöðum, var
góður kunningi minn því við tengd-
umst vegna áhuga okkar á hestum.
Síðar fylgdist ég með litlu döm-
unni, bæði í vinnu í Pennanum og
ljósmyndanámi hennar í Banda-
ríkjunum. Anna kom svo af fullum
krafti inn í mitt líf fyrir ótrúlega
heppni. Enskur vinur minn og
ferðafélagi, Richard, óskaði eftir
því við mig að í ferðir okkar kæmi
góður ljósmyndari og festi á minn-
iskort ævintýri okkar á fjöllum.
Enginn stóð mér nær en Anna
María. Hún var tilvalin í þetta; úti-
lífskona, ævintýramanneskja og
setti ekki fyrir sig fábrotinn aðbún-
að og erfið verk á ferðalögum. Hún
var framúrskarandi hvetjandi, um-
hugað um líðan annarra, hjálpsöm
við verk og hrókur alls fagnaðar á
þreyttum síðkvöldum inni á regin-
öræfum. Ekki bara einu sinni held-
ur á yfir tíu ára skeiði. Alltaf boðin
og búin, lagaði sinn frítíma að
ferðadögum okkar, var fyrst á fæt-
ur á hverjum morgni og síðust að
yfirgefa kofa og skála eftir að hafa
hvítpússað og þvegið hvert skúma-
skot. Þá brosti mín, skellti brönd-
urum á báðar hendur og dreif okk-
ur í næsta viðfangsefni.
Fallegri kona, jafnt innan sem
utan, er vandfundin. Við ferðuð-
umst með fjölda erlends fólks sem
við höfðum aldrei hitt fyrr, en
Anna var lagin að gera alla að vin-
um sínum og hélt sambandi við
aragrúa samferðamanna fram á
síðustu stundu. Allt þetta fólk er
þakklátt fyrir þær stundir sem við
nutum í góðra vina hópi og hafa
haft Önnu með okkur og biður um
kveðjur til fjölskyldu hennar og
vina.
Enn á ný sannast sú staðreynd
að njóta ber hverrar stundar með
vinum sínum á meðan tími er til.
Nú er það búið hvað varðar Önnu
Maríu, hún kemur ekki í fleiri ferð-
ir, en fyrir hennar tilverknað eig-
um við sælar minningar og fullt af
myndum.
Við öll þökkum fyrir það lán að
hafa notið vinsemdar Önnu og hún
hefur gert okkur að betri mann-
eskjum.
Ólafur Magnús Schram.
Kæru aðstandendur og vinir
Önnu Maríu. Fréttir af andláti
hennar voru ill tíðindi og óvænt.
Ég vil fyrir mína hönd, fjölskyldu
minnar og sérstaklega sonar míns
Louies, fjölda samferðafólks og
vina hennar í Englandi minnast
þeirrar góðu konu sem Anna
María hafði að geyma. Í yfir 10 ár
höfum við Louie, Anna María, Óli
og erlendir vinir ferðast saman um
hálendi Íslands og við erum harmi
slegin við brotthvarf þessarar
yndislegu manneskju sem tekin
var frá okkur svo ung. Þær stundir
sem ég hef átt á Íslandi standa mér
alltaf efst í huga. Ævintýrin, nátt-
úran og hið ægifagra útsýni að
ógleymdu öllu því frábæra fólki
sem við hittum á ferðum okkar hef-
ur gert þessi ár að vendipunkti í lífi
okkar. Anna var sérdeilis góður
ljósmyndari sem náði einstökum
tökum á minningarverðum atvik-
um og stundum og þar ofan á bæt-
ist umhyggja hennar fyrir ungum
syni mínum Louie. Hún sýndi hon-
um sérstaka umhyggju og fylgdist
með honum vaxa úr grasi frá
barnsaldri til þess tíma að hann
öðlaðist full réttindi til skipstjórn-
ar um öll reginhöf heimsins. Í ferð-
um leiðsagði hann, að hennar
áeggjan, um eyðisanda og jökul-
breiður með áttavitann einan að
vopni. Anna María spilaði stórt
hlutverk í ferðum okkar og hélt
uppi samheldni og kátínu með
brosi sínu og afburða kímnigáfu.
Hún er fyrir vikið elskuð af inn-
lendum sem erlendum. Hvort sem
við vorum að hreinsa fjallakofa eft-
ir dvöl, keyra í djúpum ám eða kol-
festa í snjó gat maður verið viss
um að hlátur Önnu var besta elds-
neytið og hvatningin. Við öll sem
þekktum hana söknum hennar
innilega. Það er minningin um
Önnu og henni að þakka að ég mun
héðan í frá sem hingað til halda
áfram að ferðast um íslensk firn-
indi, innan um fjöllin, sandana og
vegleysurnar, sem ég elska og með
fólkinu sem ég elska. Ég verð að
eilífu þakklátur Önnu Maríu fyrir
hennar hlut í ferðum mínum enda
er hún ógleymanleg.
Richard Neoclouse.
„Hóaðu í mig eftir hvítasunnu-
helgi.“ Þannig hljóðaði síðasta
kveðja Önnu Maríu vinkonu til
mín, en við skiptumst á tölvuskeyt-
um fyrir fáeinum dögum þegar við
vorum að undirbúa næstu ljós-
myndatökur. Lífið er hverfult. Nú
er hún látin og ég reyni eftir megni
að koma hugsunum á blað en næ
ekki að einbeita mér. Mér er
brugðið og ég er hrygg. Bjarta og
brosmilda náttúrubarnið, ljós-
myndarinn, listakonan, dýravinur-
inn og vinkona mín var hrifin burt
úr þessum heimi skyndilega og
fyrirvaralaust.
Við Anna María kynntumst í
Tuscaloosa, Alabama, þegar við
vorum þar við nám. Að námi loknu
hélt ég til Atlanta en hún til Sav-
annah í Georgíu. Við heimsóttum
hvor aðra og tengdumst vináttu-
böndum. Báðar fluttum við loks
heim til Íslands og þá fórum við
saman í útilegur og göngur í nátt-
úrunni og á djammið í Reykjavík
og kaffihúsarölt. Eftir endurkom-
una til Íslands má segja að við höf-
um innsiglað vinskap okkar sem
varð traustur og órjúfanlegur.
Alltaf var stutt í glensið og brosið
en stundum grétum við saman og
bölsótuðumst yfir ranglætinu í
heiminum sem við botnuðum ekk-
ert í. Árin liðu og samverustund-
irnar urðu færri eftir því sem varð
í fleiri horn að líta. Vinskapurinn
var þó alltaf náinn og kær og hin
síðustu ár varð samband okkar
enn á ný reglulegt. Við fundum
nefnilega samstarfsfleti en Anna
María tók ljósmyndir af innan-
hússverkunum mínum fyrir vef-
síðuna mína. Við nutum þess að
vinna saman og spjalla um lífið og
tilveruna. Í hvert sinn lofuðum við
hvor annarri að hittast næst utan
vinnu. Það varð aldrei úr. Ég náði
ekki einu sinni að svara tölvupósti
hennar með kveðjunni: „Hóaðu í
mig eftir hvítasunnuhelgi, knús
Anna.“
Ég hóa ekki í Önnu Maríu frek-
ar, en hún mun aldrei hverfa úr
mínu lífi. Hún á vísan stað í hjarta
mínu, í minningum mínum og í
þeim ljósmyndum sem hún tók
bæði af verkum mínum og sjálfri
mér. Fráfall hennar mun gera mig
að betri vinkonu vina minna – og
ég vildi óska að ég hefði öðlast slíkt
innsæi fyrr og af öðru tilefni.
Aðstandendum vinkonu minnar
votta ég alla mína samúð og hlut-
tekningu.
Bryndís Eva Jónsdóttir.
„Sá andardráttur sem þú tókst
rétt í þessu er gjöf.“ (Rob Bell) (e.
„That breath that you just took,
that’s a gift.“) Skjáskot með þess-
ari setningu birtist sem skilaboð
frá Önnu Mæju einn daginn fyrir
ekki svo löngu síðan, svona til að
minna mig og kannski okkur báðar
á að staldra við í stressinu og njóta
augnabliksins. Þetta var eitt af
mörgum gullkornum sem hún
stráði um sig og eitt af mörgu sem
flaug í gegnum hug minn þegar
þessi fallega, skemmtilega, hlýja
vinkona mín var hrifin frá okkur
svo skyndilega og allt of snemma.
Vinskapur okkur hefur farið í
gegnum ýmsa fasa á þessum
mörgu árum sem við höfum
þekkst, þróast eðlilega miðað við
hvar við vorum í lífinu, hvað við
vorum að gera á hverjum tíma og
hvers við þörfnuðumst. Anna
Mæja var næm og las fólk vel, fann
á sér hluti. Þannig virtist hún
koma sterkar inn í líf mitt, einmitt
á þeim tímabilum þegar ég þarfn-
aðist hennar vinskapar mest og
stráði um sig vellíðan og orku. Við
áttum margt sameiginlegt í okkar
bakgrunni, markmiðum og lífs-
reynslu og áttum því auðvelt með
að skilja hvor aðra og styrkja þeg-
ar á reyndi.
Á sama tíma vorum við að ýmsu
leyti ólíkir persónuleikar og höfð-
um ólíka hæfileika. Anna Mæja
tók frumkvæði, skipulagði og bjó
til skemmtilegar upplifanir.
Hún var listamaður af guðs náð
með þetta næma auga og þessi
sterku tengsl við náttúruna. Hún
valdi sér ljósmyndun sem listform
og starf, og að sjá heiminn í gegn-
um linsuna hennar var upplifun
sem var engu lík. Við fórum um
Vestfirðina um síðustu verslunar-
mannahelgi og mjökuðumst áfram
því fegurðin sem hún vildi festa á
filmu var endalaus. Stórkostleg
upplifun og eftirminnileg. Við vor-
um ferðafélagar síðustu árin og
það var eins og tíminn væri að
hlaupa frá okkur því við hoppuðum
næstum því á allar hugmyndir sem
dúkkuðu upp í höfðinu á okkur og
framkvæmdum. Vildum lifa lífinu
lifandi, skemmta okkur, rækta vin-
skap og kynnast nýju fólki. Í þess-
um ferðum hitti ég hluta af stórum
vinahópi Önnu Mæju sem gerði
ferðirnar enn eftirminnilegri. Mér
finnst eins og Anna Mæja hafi
hlaupið frá mér í miðju kafi þegar
svo mörgu skemmtilegu var ólokið
og ég á eftir að sakna hennar svo
mikið. Hún vildi meina að allt hefði
sinn tilgang, en ég á erfitt með að
sjá tilganginn í hennar ótímabæra
dauða. Ég efast samt ekki um að
hún hefur einhverja góða skýringu
á reiðum höndum sem hún á
kannski eftir að hvísla að mér. Ég
votta hennar kæru fjölskyldu og
hennar mörgu góðu vinum mína
dýpstu samúð.
Helga Jóhannsdóttir.
Ótímabært fráfall elsku Önnu
Maju okkar var reiðarslag. Þótt
vinskapur okkar hafi spannað nær
36 ár var honum hvergi nærri lokið
og óteljandi hlutir eftir. Við ætl-
uðum til dæmis að verða gamlar
saman á elliheimilinu og skemmta
okkur eins og á heimavistinni forð-
um.
Við vinkonurnar kynntumst í
Menntaskólanum á Akureyri
haustið 1982. Við vorum órafjarri
þeim aga og skyldum sem fylgja
því að vera í foreldrahúsum en á
móti kom mikil þörf fyrir að eign-
ast vini og fá frá þeim styrk. Mikil
og einlæg vinátta skapaðist og
hafði hver sitt hlutverk í hópnum.
Anna Maja var bæði trygg og
traust og ögn eldri í sér en við hin-
ar. Þótt hún væri hlédræg var hún
hispurslaus og lá ekki á skoðunum
sínum ef svo bar undir. Hún var
hrein og bein og lá ekki illt orð til
nokkurs manns. Hún var glaðvær í
fasi enda Skagfirðingur og stolt af
því.
Anna Maja blómstraði. Hún var
glæsileg í útliti svo eftir var tekið
og henni óx ásmegin. Hlédrægni
menntaskólaáranna vék og per-
sónutöfrar hennar fengu að njóta
sín. Anna Maja lærði ljósmyndun
og ákvað að lokum að leggja þá list
alfarið fyrir sig. Íslensk náttúra
var henni afar hugleikin en hún
hafði fleiri viðfangsefni og var list-
sköpun hennar í stöðugri þróun.
Myndir hennar sýna þann næma
skilning og hugmyndaauðgi sem
þarf til að dýpka skilning og glæða
merkingu sem nær út fyrir sjálft
myndefnið.
Anna Maja gat svo sannarlega
fest á mynd hughrif líðandi stund-
ar, tilbrigðin í náttúrunni, veðrið,
breytileikann, ógnina og feg-
urðina.
Anna Maja var einnig afar kær
fjölskylduvinur og er hennar sárt
saknað. Ást hennar, umhyggja og
ósérhlífni beintengdi hana við líf
okkar allra. Okkar lífsglaða, æðru-
lausa, bjartsýna, trygglynda Anna
Maja kom ævinlega og hlúði að á
ögurstundum, tók einlægan þátt í
öllum lífsins stóru stundum – var
alltaf til staðar, hvatti og studdi og
reif jafnvel á lappir þegar á þurfti
að halda. Hún tók því sem að hönd-
um bar með reisn og vann úr
áskorunum lífsins með sínu já-
kvæða lífsviðhorfi sem hún nýtti
ekki síður til að styðja við vinkon-
urnar þegar á þurfti að halda.
Anna Maja. Vinkona okkar. Við
söknum þín.
Það er sárt að kveðja dýrmæta
vinkonu. Við sem eftir stöndum
getum þó með tímanum huggað
okkur við að hafa hlotnast sú gjöf
að hafa fengið að eiga hana í hjört-
um okkar.
Elsku Guðbjörg, Eiríkur og
fjölskyldur, við vottum ykkur okk-
ar dýpstu samúð.
Ásthildur (Ásta), Erla,
Ólöf, Ragna, Ruth og
Sigríður Birna (Systa).
Hjartahlý, falleg, gáfuð og
leiftrandi skemmtileg, þannig var
hún Anna María og þannig minn-
umst við hennar, við fyrrverandi
samstarfsfólk hennar. Anna
María var framleiðandi í Sagafilm
árið 2005 þegar þrjú fyrirtæki
sameinuðust með tilheyrandi
brambolti. Hún tók á móti okkur
sem komum ný inn með tilheyr-
andi fyrirferð með sínu leiftrandi
brosi og aðdáunarverða góða geði
og þar upphófst hjartkær vinátta.
Þó að það sé nær áratugur frá því
hún skildi allar vel skipulögðu
möppurnar, spólurnar og excel-
skjölin eftir hér á skrifstofunni og
fór út á land í gönguskónum með
ljósmyndavélina um öxl, þá var
hún aldrei langt undan. Hún kom
við og við aftur og vann stutt verk-
efni. Anna María sá ævintýri og
glamúr í hverjum stað sem og í
hverri manneskju og hafði þann
einstaka hæfileika að láta hverjum
manni líða eins og hann væri ein-
stakur. Alltaf eins og hlýr og fagur
sólargeisli, ýmist rétt ófarin út úr
bænum til að fanga augnablik,
staði og stundir í náttúrunni, eða
hreinlega bara á leið til annarra
landa eða heim til að njóta lífsins
en umfram allt, alltaf að ýta undir
skapandi gleðistundir. „Ertu að
drepa þig þarna í vinnunni nokk-
uð? Mundu bara að vera temmi-
lega kærulaus þegar allt er að
keyra yfirum – og hafa gaman af!“
Þannig lauk einni trúnaðarstund-
inni og þar náði hún utan um það
sem skiptir máli. Það sér maður
skýrast á svona stundu þegar
maður kveður kæran vin og syrgir
framtíðarstundir.
Okkar síðasti fundur var upp-
fullur af áformum um skemmtan-
ir, ferðalög, spennandi ný verkefni
og ég kvaddi hana með þá vissu að
ævintýrin biðu okkar á bak við
hvern stein.
Hvíl í friði, elsku Anna María.
F.h. Sagafilm,
Margrét Jónasdóttir.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÞORMÓÐUR STURLUSON,
bóndi á Fljótshólum,
lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum,
Selfossi, miðvikudaginn 16. mai.
Úförin verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn
2. júní klukkan 14.
Guðrún Jóhannesdóttir
Sigríður Þormóðsdóttir Jóhannes Þormóðsson
Pálmi Þormóðsson Sturla Þormóðsson
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HULDA HARALDSDÓTTIR,
Mýrarvegi 117,
Akureyri,
sem lést mánudaginn 14. maí, verður
jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. maí
kukkan 13.30.
Sigurður G. Ringsted Sigrún Skarphéðinsdóttir
Haraldur G.S. Ringsted
Guðmundur Ringsted
Anna Ringsted
Pétur Ringsted Sigríður Þórólfsdóttir
Huld S. Ringsted Hallgrímur Guðmundsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
BIRNA HJALTESTED GEIRSDÓTTIR,
Skildinganesi 42,
Reykjavík,
lést annan dag hvítasunnu, mánudaginn
21. maí.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 31. maí
klukkan 15.
Garðar Halldórsson
Margrét Birna Garðarsdóttir
Garðar Árni Garðarsson
Helga María Garðarsdóttir Ingvar Vilhjálmsson
Þóra Birna Ingvarsdóttir
Anna Fríða Ingvarsdóttir
Vilhjálmur Ingvarsson
Perlan og uppáhaldið okkar,
ARNRÚN ANTONSDÓTTIR,
Suðurtúni 30,
Álftanesi,
lést á sjúkrahúsi í Berlín miðvikudaginn
23. maí. Útförin verður auglýst síðar.
Ingvi Þór Sigfússon
Anton Líndal Ingvason Guðrún Lilja Lýðsdóttir
Þórður Guðni Ingvason Hrönn Brandsdóttir
Guðrún Antonsdóttir
Eyrún Antonsdóttir
Jakobína Óskarsdóttir
Dóróthea Sturludóttir Hartford
og barnabörn
Innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HARALDAR ÁRNASONAR,
Strikinu 4,
Garðabæ.
Auður Gunnarsdóttir
Margrét Haraldsdóttir
Ingunn Edda Haraldsdóttir Errol Bourne
Gunnar Haraldsson Jóna Margrét Kristinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn