Morgunblaðið - 29.05.2018, Side 25

Morgunblaðið - 29.05.2018, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gönguhópurinn fer af stað kl. 10.15 og vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50. Tálgað í tré hópurinn mætir í hús kl. 13. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Kven- nahlaup kl. 13 Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handav- inna með leib. kl. 12.30-16. MS-fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella-og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12:00. Gillveisla og lokasam- vera eldriborgarastarfsins. Verið velkomin Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverkstofa kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir vel- komnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur hittist kl. 9-12, glerlist kl. 9-13. hópþjálfun/stólaleikfimi kl. 10.30-11.15. Litaklúbbur í handav- innustofu kl. 13-14.30, frjáls spilamennska kl. 13-16.30. félagsvist í sal kl. 13-15.30. kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg, síminn er 411-9450. Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14-15.30. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Vatnsleikfimi Sjál. kl. 8.20/15:15.Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Boccia Sjál. kl. 11.40. Karlaleikfimi Sjál. kl: 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Gerðuberg Þriðjudagur. Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. kera- mikmálun kl. 9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leik- fimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir. Gerðuberg kl. 8.30-16 Opin handavinnustofa. kl. 9.-12. Keramik málun (sumarfrí) kl. 13-16. Glervinnustofa (sumarfrí) kl. 10.-10.45 Leik- fimi Maríu (sumarfrí) kl. 10.-10.30 Leikfimi gönguhóps kl. 10.30 Gönguhópur um hverfið Kl 12.20-13.30 Qigong (sumarfrí) kl. 13. Tölvu fræðsla hjá Helgu Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10. stólaleikfimi, kl. 13. handavinna, kl. 13. hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14. hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 16 dans. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Þriðjudagur Boccia kl 9.30 Ganga kl 10. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11, 500 kr skiptið eða 1305.-kr mánuðurinn, allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Boccia kl.10 – 11. Opin handavinna kl. 9 – 14. Hádegismatur kl. 11.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16. dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30. jóga hjá Ragnheiði kl. 9. útvarpsleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur kl. 11.3. bridge í handavin- nustofu kl. 13. handverkssýning opin kl. 13.30-15.30. með eftir- miðdagskaffi kl. 14.30 er eplakaka með rjóma. Jóga hjá Ragnheiði kl. 16. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14. botsía, spil og leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi sundlauginni kl. 7.15. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu Eiðistorgi kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 12. Helgistund í kirkjunni kl. 12. Dagskrá og veitingar. Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16. og upp úr kl. 10. er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-14.55. Bónusbíll kl. 14.40 og bókabíll kl. 13.15. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Stangarhylur 4 Skák kl. 13. allir velkomnir. Smáauglýsingar 569 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is VAÐNES - sumarbústaðalóðir Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Vaxtalaus lán í allt að eitt ár. Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á fórum líka saman um endilangan Spán í fjölskylduferð. Mér finnst lífinu hafa verið svo illa varið að hitta hana ekki miklu oftar núna síðustu árin, hún bar sig afar vel í veikindum sínum, sem ég vonaði innilega að hún sigraðist á. Sif var í alla staði glæsileg kona en um- fram allt var hún afar traustur og góður vinur og lét sér fátt mann- legt óviðkomandi. Ég mun alltaf minnast hennar með söknuði og þakklæti og votta Atla og hennar yndislegu fjölskyldu dýpstu sam- úð mína og barna minna. Selma Guðmundsdóttir. Þegar fólk deyr þá deyr ekki bara fólk með því deyr alheimur af háttalagi, vinnulagi, raddblæ, visku, fávisku. Sérstakur hlátur deyr og bros á sér- stökum hraða. (Steinunn Sigurðardóttir) Að eiga örlitla hlutdeild í þeim fjölbreytta alheimi sem horfinn er með Sif er okkur dýrmætt. Minn- ingar um hinn opna, fordómalausa og hlýja listakokk, heimsborgara og fagurkera lifa áfram. Við sjáum hana fyrir okkur á kennarastofunni á inniskóm í lopasokkum og svörtum síðum hörskokk að benda á hluti sem betur mættu fara eða segja frá ævintýralegum atburðum sem hún hafði upplifað með fjölskyldu eða vinum. Háttalag Sifjar bar þess merki að hún var bóhem með sterka réttlætiskennd og einlægan áhuga á fólki. Hin tímalausa Sif gat verið í freyðibaði þegar gestur mætti í jólaboð. Gestinum var þá boðið til sætis á klósettinu svo hægt væri að spjalla og dreypa á hvítvíni. Minningin um heimsborgarann Sif sem situr í hægindastól í antík- búð í Amsterdam að redda málum í gegnum síma er ljóslifandi. Vinnulag Sifjar einkenndist af því að hún fór sínar eigin leiðir, hún trúði því að allir ættu að vera þeir sjálfir og framkvæma með sínu lagi. Nemendur fundu að hún hafði einlægan áhuga á þeim og lagði sig fram um að aðstoða þá í stóru sem smáu. Þegar Sif upplifði óréttlæti hvort sem það var gagnvart nem- endum eða fjölskyldumeðlimum nýtti hún visku sína, kafaði ofan í málefnin og beitti sér fyrir lítil- magnann af einlægri hjálpsemi. Dillandi hlátur Sifjar og ótrú- legar sögur hennar gerðu til- veruna bjartari og skemmtilegri. Við hlógum með hinni hvatvísu Sif þegar hún keypti sér rándýran pels í Helsinki, hún seldi pelsinn fljótlega og keypti sér sófa fyrir andvirði hans. Leshringur Vesturbæjarskóla mun halda þessum og fleiri brot- um af alheimi Sifjar lifandi. Við sendum samúðarkveðjur til aðstandenda og þökkum fyrir samfylgdina með hlýju í hjarta. Fyrir hönd Leshrings Vestur- bæjarskóla, Guðrún Þórðardóttir. Það eru rétt 55 ár liðin frá björtum vordögum 1963, þá kvöddumst við bekkjarsystkinin í sjötta bekk D í Menntaskólanum í Reykjavík. Sif Sigurðardóttir var okkur öllum kær, vel gerð og dug- mikil, glæsileg og full af lífsgleði. Í bekknum okkar myndaðist fljót- lega líkt og systkinahópur í leik og starfi, við deildum gleði og áhyggjum, og þó að systur og bræður skottuðust hvert í sína átt- ina eftir kveðjustund á skóla- tröppunum, þá varð vegferð okkar margra að samleið, stundum stop- ulli, en alltaf gleðilegri, upp stiga lífsins. Sif lagði stund á fram- haldsnám í bókmenntum og lauk háskólaprófi á því sviði. Hún var listhneigð og hafði næman smekk fyrir fleiri greinum mennta og menningarlífs. Bóhem með lífs- þorsta og innsýn, einkenni blönd- uð góðmennsku, sem samræmdist ytri fegurð á svo einstakan hátt, að það nálgaðist fullkomnun, svona var hún Sif. Hún kaus að vera nálægt skapandi fólki og hafði mikla innsýn og þekkingu á öllu því tengdu. Það voru sérrétt- indi vina hennar að fá að umgang- ast slíka manneskju mestan hluta lífsins og ekki síst fá að njóta hennar í ríkara mæli á seinni hluta ævinnar, eftir að Sif og Atli Heim- ir rugluðu saman reytum sínum voru þau oft í Köln þar sem Atli lærði fag sitt. Hún var dugmikil og framtakssöm, og sá meðal annars um að gengið var skipulega frá tónverkasafni Jóns Leifs, sem var tengdur fjölskyldu hennar. Við flutning á nýtt heimili fyrir skömmu beið hennar hliðstætt verkefni varðandi verk eftirlifandi eiginmanns, Atla Heimis. Þessum verkefnum lauk hún með útsjón- arsemi og góðum skipulagsgáfum. Sif starfaði lengst af við grunn- skólakennslu og tók kennarastarf- ið af fullri alvöru og einbeitingu, manneskja af þeirri gerð, sem samfélag okkar hefur ríka þörf fyrir. Við þökkum Sif fyrir sam- ferðina við upphaf ferðar í ný heimkynni. Fyrir hönd D-bekkjar MR 1963, Gunnlaugur Stefán Bald- ursson og Jón Eiríksson. Kynni okkar Sifjar hófust ekki að ráði fyrr en fyrir nokkrum ár- um, þegar hópur æskuvina eigin- manns hennar, Atla Heimis Sveinssonar tónskálds, og vina þeirra úr tónlistarheiminum hér, tók höndum saman, að hennar frumkvæði, um að vinna að skrán- ingu tónverka Atla Heimis, ásamt öðrum upplýsingum um flutning þeirra, flytjendur o.fl. Þetta samstarf leiddi til reglu- legra funda þessa hóps á heimili þeirra hjóna um skipulagningu þessa verkefnis, sem er komið vel af stað en þarf að ljúka. Við vissum að sjálfsögðu um veikindi Sifjar en engu að síður kom andlát hennar okkur að óvör- um. Síðast hitti ég Sif skömmu fyrir jól. Hún var hlý og kát að vanda og ekki óraði mig fyrir því sem reyndist vera fram undan. Umræðurnar í stofunni hjá þeim Atla Heimi snerust jöfnum höndum um þjóðfélagsmál og tón- list. Fyrir okkur úr þeirra vina- hópi, sem höfum verið heltekin nánast alla ævi af köldu stríði og pólitík, var frískandi að tala um annað, bæði tónlist og tónskáld fyrr og nú, íslenzk og erlend, og menningarmál almennt. Í þeim umræðum uppgötvaði ég nánast fyrir tilviljun, að æsku- vinur minn til 69 ára, Ragnar Arn- alds, fyrrverandi formaður Al- þýðubandalags, þingmaður og ráðherra, hefði ekki einungis fen- gizt við að skrifa leikrit og skáld- sögur heldur líka við tónsmíðar og áhugavert að hlusta á samtal þeirra Atla Heimis um þau mál. Og í þeim umræðum kom í ljós að við Sif áttum okkur sameigin- legt áhugamál úr heimi tónlistar- innar fyrr á öldum, Clöru Schu- mann, eiginkonu Roberts Schumanns. Hún var sjálf tón- skáld og þekktur píanóleikari en hefur alltaf staðið í skugga eigin- manns síns, sem barðist við það sem nú er kallað geðhvarfasýki mikinn hluta ævinnar. Dag einn kom Sif heim til mín og gaf mér bók, ævisögu Clöru Schumann. Í þeirri bók kemur fram að undir lok 19. aldar og að eiginmanni sínum látnum hafði Clara forystu um að láta vinna áþekka vinnu og staðið hefur yfir með köflum síðustu árin í sam- bandi við höfundarverk Atla Heimis. En í því verkefni gegndi Sif lykilhlutverki frá byrjun. Raunar er ég þeirrar skoðunar að slíkt verk þurfi að vinna í tengslum við öll íslenzk tónskáld síðustu alda. Okkur, gömlum vinum Atla Heimis, þótti vænt um hvers annt Sif var um að hlúa að þeim menn- ingararfi, sem hann hefur skapað, en í okkar huga er hann mikið tón- skáld og einstætt. Við söknum hennar. Hún skapaði í kringum sig og sína umhverfi og andrúm, sem var gott að komast í snertingu við. Styrmir Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.