Morgunblaðið - 29.05.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.05.2018, Qupperneq 26
Í sól og hita í Noregi Inga Þóra Geirlaugsdóttir, markþjálfi og sérkennari, á 70 ára af-mæli í dag. Hún starfaði við sérkennslu og síðan í átta ár semsérkennsluráðgjafi við Þjónustumiðstöð Breiðholts. Þegar Inga hætti þar fór hún að læra markþjálfun og hefur starfað sjálfstætt við það síðan. „Ég hef aðallega verið að vinna við einn framhaldsskóla í borginni í samráði við námsráðgjafa þar. Markþjálfun er allt annars eðlis en kennsluráðgjöf. Þegar ég var í sérkennslunni þá var ég að gefa ráð en ég gef engin ráð sem markþjálfi. Í markþjálfun er ákveðinni samtals- tækni beitt þar sem virk hlustun, kröftugar spurningar og markmiðs- setning eru í aðalhlutverki. Síðan á sá sem kemur í markþjálfun að uppgötva sjálfur hvaða leið er best fyrir hann að fara að því markmiði sem hann vill ná. Í lokin gerir hann aðgerðaáætlun um hvað þarf að gera til að ná markmiðinu.“ Inga hélt upp á afmælið sitt á sunnudaginn í Noregi, en hún er, ásamt eiginmanni sínum, búin að vera þar í hálfan mánuð og hefur dvalið í bænum Jessheim, sem er rétt hjá flugvellinum Gardermoen fyrir norðan Ósló. „Dóttir okkar býr þar núna og við höfum verið að passa barnabörnin meðan foreldrarnir fóru í smá frí. Svo héldum við veislu með börnum okkar og tengdabörnum, sem komu frá Íslandi, á góðum veitingastað í Ósló á sunnudaginn í dásam- legu veðri, upp undir 30 stiga hita. Frekari hátíðahöld bíða blíðunnar á Íslandi í sumar.“ Þau hjónin fljúga heim til Íslands í dag. Áhugamál Ingu eru tónlist, menntamál, mannrækt, garðrækt og barnabörnin, en þau eru stærsta áhugamálið nú um stundir. „Svo finnst mér gott að vera úti í náttúrunni, en við eigum sumarbústað í Stafholtstungum í Borgarfirði og það er algjör sælureitur.“ Eiginmaður Ingu er Jón Dalbú Hróbjartsson, fyrrverandi prófast- ur. Börn þeirra eru Árni Geir, Ingibjartur, Heiðrún og Margrét. Barnabörnin eru þrettán og langömmubörnin eru orðin þrjú. Í Ósló Inga og Jón ásamt börnum sínum síðastliðinn sunnudag. Inga Þóra Geirlaugsdóttir er sjötug í dag 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018 S igríður Ingibjörg Inga- dóttir fæddist í Reykja- vík 29.5. 1968 en ólst upp á Seltjarnarnesi frá sjö ára aldri: „Það sem ein- kenndi Nesið á þeim árum var miklu minni íbúðabyggð, alveg óbyggð Valhúsahæðin, nokkrir sveitabæir sem enn voru við lýði, alvöru fiski- hjallar og gamlar varir og fjöldinn allur af húsum sem voru í byggingu. Við krakkarnir stálumst til að leika okkur í grunnum og uppslætti fyrir ný hús og þvældumst um fjöruna.“ Sigríður var í Ísaksskóla, Landa- kotsskóla,Valhúsaskóla og Mýrar- húsaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1987, BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1992 og MA-prófi í viðskipta- og hagfræði frá Uppsalaháskóla 2002. Að námi loknu starfaði Sigríður Ingibjörg á þjóðhagsreikningasviði Hagstofu Íslands, var hagfræðingur hjá ASÍ og í félags- og trygginga- málaráðuneytinu. Hún var kjörin á Alþingi fyrir Samfylkinguna og var þingkona Reykjavíkurkjördæmis suður í tvö kjörtímabil frá 2009 til 2016. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi alþingismaður – 50 ára Með vinkonum og kvennalistavalkyrjum Talið frá vinstri: Nína Helgadóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Drífa Hrönn Kristjánsdóttir, afmælisbarnið, Ragnheiður Sigurjónsdóttir og loks Þórunn Sveinbjarnardóttir. Pólitísk vitund vaknaði í sagnfræðináminu Börnin Efri röð: Jakob og Natan, og síðan Davíð og Hanna Sigþrúður. Sigríður Geirs- dóttir, fyrrverandi kvikmynda- og sjónvarpskona og framhaldsskóla- kennari, er áttræð í dag. Hún er bú- sett í Hveragerði. Árnað heilla 80 ára Garðabær Óskar Gabríel Hjörvarsson fæddist 2. júní 2017 kl. 7.42. Hann vó 3.162 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Lisseth Acevedo Méndez og Hjörvar Steinn Grétarsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum,hjónavígslum,barns- fæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.