Morgunblaðið - 29.05.2018, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018
VÖNDUÐ JEPPADEKK
Á FRÁBÆRU VERÐI
STÆRÐ 315/70R17
49.600,- kr.
STÆRÐ 285/70R17
46.900,- kr.
ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900
WWW.ARCTICTRUCKS.IS
ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR!
ICQC 2018-20
Matreiðslumeistarinn Victoría Elí-
asdóttir og bróðir hennar, myndlist-
armaðurinn Ólafur Elíasson, munu
frá 11. ágúst í sumar starfrækja
veitingastað í Marshall-húsinu við
Grandagarð, í húsnæði veitinga-
staðar hússins, Marshall Restaur-
ant + Bar. Munu systkinin starf-
rækja staðinn í nær þrjá mánuði og
bjóða upp á hádegis- og kvöldverð
sem byggist á anda eldhúss Studio
Olafur Eliasson í Berlín.
Eldhúsið í hinni umfangsmiklu
vinnustofu Ólafs í Berlín er rómað
og hafa verið gefnar út um það
bækur. Í tilkynningu segir að í
verkefni systkinanna í Marshall-
húsinu verði leitast við að endur-
skapa andrúmsloft þess, skapa rými
fyrir mat og hugleiðingar, tilraunir í
matargerð og óvænt stefnumót.
Andrúmsloftið verður undirbyggt
með verkum eftir Ólaf sem verður
komið fyrir á verkstæðinu en hann
er bæði með sýningarrými og
vinnustofu í byggingunni. Victoría
mun bjóða gestum til sætis við
langborð þar sem boðið verður upp
á hollan mat og skapandi samræð-
ur, rétt eins í hádeginu í vinnustofu
Ólafs í Berlín þar sem um hundrað
manns borða alla jafna.
Victoría starfaði um hríð sem
kokkur í vinnustofu bróður síns en
undanfarið á rómuðum veitingastað,
Dóttir, í Berlín.
Sum kvöld verður gestum staðar-
ins boðið að sitja áfram og taka þátt
í ýmsum viðburðum sem Studio
Olafur Eliasson skipuleggur, í sam-
vinnu við i8 gallerí, Mengi og fleiri
menningarstofnanir í Reykjavík – í
tilkynningu segir að um allt frá ör-
tónleikum að ljóðalestri og djass-
tónleikum geti verið að ræða. Þá
verða þar gjörningar og samtöl við
myndlistarmenn, tónskáld, heim-
spekinga sem matreiðslumeistara,
og boðið upp á dagskrá fyrir börn.
Systkinin Ólafur og Victoría Elías-
börn taka höndum saman.
Victoría og Ólafur
með veitingasölu
Það enduðu allir uppi á fjalli.Tilveran er fjall,“ segirHaraldur Markús Ólafs-son, sögumaður Passa-
mynda, nýjustu skáldsögu Einars
Más Gumundssonar, spekingslega
og lýsir í senn viðkomustaðnum
sumarið sem bókin fjallar um – við
skurðgröft á fjalli í Noregi – og lífs-
göngunni sem hann lítur til baka yf-
ir, þegar sumarið er komið langt aft-
ur í fortíð, og hann líkir við fjall.
Eftir velgengni
skáldsögunnar
Hundadaga
(2015), sem
fjallaði um Jör-
und hundadaga-
konung og
tryggði Einari
Má íslensku bók-
mennta-
verðlaunin, snýr
hann sér hér aftur að sjálfsævisögu-
legum rótum og því að fjalla um per-
sónur og söguefni sem hann þekkir
af eigin raun og hefur áður unnið
með í Englum alheimsins og svoköll-
uðum ættarþríleik: Fótspor á himn-
um, Draumar á jörðu og Nafnlausir
vegir. Passamyndir er vel lukkuð,
forvitnileg og góð saga sem flaug full
lágt og hljóðlega eftir að hún kom út
í haust sem leið. En hún er nú farin
að birtast í erlendum þýðingum og
vekja verðskuldaða athygli utan
landsteinanna.
Sagan gerist á einu ári, frá vori og
inn í haust árið 1978. Og sögutíminn
er njörvaður niður og rækilega skil-
greindur með allrahanda og oft
bráðskemmtilegum vísunum í listir
og menningu þessa tíma sem Har-
aldur er þá að upplifa, rétt rúmlega
tvítugur; „Fá ein ljóð eftir Sigfús
Daðason var nýkomin út“ (41) og
hann hlustar á Ziggy Stardust með
David Bowie og plötur með Bob Dyl-
an og Rolling Stones og les af mikl-
um móð Liverpool-skáldin, sem Ein-
ar Már var einmitt hálfgerður
sendiherra fyrir um það leyti er
hann ruddist af rómuðum krafti
fram á ritvöllinn með sínar fyrstu
ljóðabækur. Og frásögnin er margt í
senn, þetta er ferðasaga og ástar-
saga en ekki síst þroskasaga skálds;
hér er unnið markvisst og meðvitað
með þá gamalgrónu hefð þar sem
segir af ferð Haraldar ásamt vin-
inum Jonna til Noregs að vinna og
afla tekna fyrir draumaferðina suð-
ur í Evrópu, sem segir frá í loka-
hluta bókarinnar, og fetað er í fót-
spor Halldórs Laxness í Taormínu á
Sikiley sem „var frekar ómerkilegt
þorp þegar til kastanna kom, aðal-
lega túrismi og mjög erfitt að
ímynda sér að árið 1925 hafi setið
þarna rúmlega tvítugur unglingur
og skemmt sér við að bylta íslensk-
um bókmenntum“. (202)
Og þannig kannar sögumaðurinn
heiminn ungur, með opinn huga og
ætíð leitandi á fallegan hátt enda eru
þeir félagar sagðir hafa trúað á
spurningarmerkið því þar bjó frjó-
semin og hálfgerð stefnuskrá þeirra:
„að vera raunsær og framkvæma hið
ómögulega. Að taka mynd af veru-
leikanum en framkalla drauma. Að
kafa djúpt og fljúga hátt. Þetta átti
við um allt, samfélagið, bókmennt-
irnar og listina.“ (100)
Tónn sögumannsins er þægilega
afslappaður og vel lukkaður, þar
sem hann horfir aftur í tímann og
nýtur þess að rifja upp atburðina og
velta þeim fyrir sér. Og stundum
liggur honum á og hleypur út undan
sér, og nær þá að vísa í eitthvað sem
mun gerast og byggja upp spennu,
áður en hann snýr til baka og klárar
sögur eða lýsingar sem hann var
byrjaður á.
Persónulýsingar eru hnitmiðaðar,
persónugalleríið fjölbreytilegt, og
karakterar lifna iðulega á síðunum á
spaugilegan hátt, eins og maðurinn
sem vinirnir koma að hitta í atvinnu-
leit: „Höfuð mannsins líktist refs-
höfði en var alveg laust við alla
grimmd. Hann var einsog brosandi
refur. Hann hét Sverre Sørensen.
Það stóð á hurðinni. Kannski vorum
við staddir í barnaleikriti eftir Tor-
bjørn Egner þar sem dýrin voru
menn og mennirnir voru dýr og
maðurinn við skrifborðið einsog
Mikki refur eftir að hann lærði að
borða grænmeti.“ (122)
Ýmis íslensk skáld og listamenn
koma við sögu, í Reykjavík, Noregi,
á Ítalíu og Frakklandi. Sumum hef-
ur brugðið fyrir í fyrri bókum Ein-
ars Más um Harald og margir bæt-
ast hér við og getur verið forvitni-
legur samkvæmisleikur fyrir þá sem
kunnugir eru listasenu þessa tíma að
geta sér til um hverjir leynist bak
við nöfnin sem höfundur gefur þeim.
Þá er ónefndur lykilþáttur í frá-
sögninni en það er gegnumgangandi
umræða um ritverk Knuts Hamsuns
sem hefst strax í byrjun sögunnar,
þegar efni hennar er reifað: „Síðustu
daga hefur fjallið leitað á mig eða
öllu heldur sumarið á fjallinu.
Norska sumarið hef ég leyft mér að
kalla það. Ég fer strax að hugsa um
skáldsöguna Pan eftir Knut Hamsun
þegar ég minnist á fjallið og sum-
arið, og þá fer ég líka að hugsa um
ástina.
Ef þú hefur lesið Pan þá veistu
hvað ég meina.“ (7)
Tónn sögumanns og áherslur kall-
ast iðulega á við skáldsögur eftir
Hamsun, og hann vísar ítrekað til
þeirra eins og þegar vinur hans
hverfur á braut: „Nú ætti ég auðvit-
að að hafa þetta einsog í Pan hjá
Knut Hamsun, seinni hlutanum sem
heitir Dauði Glahns, plagg frá 1861,
og segja að Jonni sé horfinn …“
(207) Það á einkar vel við þar sem
stór hluti Passamynda gerist í heimi
Hamsuns í norskri sveit og höfund-
urinn vinnur svo vel og markvisst
með vísanirnar. Og sögumaðurinn
finnur sig líka knúinn til að taka til
varna fyrir verk Hamsuns þegar
kona sem hann hittir hefur hent bók-
um hans út af heimilinu og segir að
höfundinum verði aldrei fyrirgefið
að hafa stutt nasista í stríðinu. Þá
segir Haraldur við hana „að rithöf-
undar geta haft rétt fyrir sér og rit-
höfundar geta haft rangt fyrir sér,
en það breytir ekki bókunum sem
þeir skrifa. Þær eru annaðhvort góð-
ar eða slæmar, þær lifa eða deyja, og
það sem þú segir um Knut Hamsun
núna er besta sönnun þess að bækur
hans lifa því að hann er löngu dauður
sjálfur og gerir engum mein fram-
ar“. (195)
Passamyndir er afar vel lukkuð
saga og fer beint í flokk eftirlætis-
sagna þessa lesanda eftir Einar Má.
Afslöppuð frásögnin er einkar
skemmtilega formuð, þar sem uppá-
tektasamur og lífsreyndur sögumað-
ur horfir aftur til viðburðaríks mót-
unartíma þar sem hann heldur út í
heim að leita ævintýra, leggur grunn
að rithöfundarferli og kynnist at-
hyglisverðu fólki – svo ekki sé
minnst á ástina „sem öllu ræður en
engu stjórnar nema okkur sem vit-
um ekki neitt …“ (276)
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundurinn „Tónn sögumannsins er þægilega afslappaður og vel lukkaður, þar sem hann horfir aftur í tímann og
nýtur þess að rifja upp atburðina og velta þeim fyrir sér,“ segir rýnir um Passamyndir Einars Más Guðmundssonar.
Skáldsaga
Passamyndir bbbbm
Eftir Einar Má Guðmundsson.
Mál & menning, 2017. Innb., 276 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Að kafa djúpt og fljúga hátt