Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Það er ekki hægt að segja annað en að kosningabaráttan hafi verið líf-leg að þessu sinni. Með hverjum kosningum verður augljósarahversu miklu máli samfélagsmiðlar og netið skipta fyrir frambjóð-
endur. Myndbönd og ljósmyndir leika lykilhlutverk sem fyrr í að koma
ásýnd framboðanna til skila til kjósenda, en nú er þeim í meira mæli dreift
um samfélagsmiðla og gegnum netauglýsingar.
Að opna nýtt smáforrit í símanum eða skoða myndband á netinu er ógern-
ingur nema fyrst birtist brosandi andlit frambjóðanda sem lofar skemmtileg-
heitum og stuði eftir kosningar ef
við bara kjósum rétt.
Segja má að stafræn nánd fram-
bjóðenda við kjósendur hafi líklega
aldrei verið meiri en fyrir þessar
kosningar. Samt er það svo að þrátt
fyrir öll heimsins myndbönd er það
ekki fyrr en við heyrum frambjóð-
endur tala í raunheimum, sjáum þá í
verki eða jafnvel eigum við þá sam-
tal að við getum áttað okkur al-
mennilega á hvort við eigum með
þeim samleið. Við þurfum í það
minnsta helst að hafa séð þá í sjón-
varspviðtali þar sem þeir fá spurn-
ingar sem þeir þurfa að svara, en
stýra ekki efnistökum líkt og í eigin
myndböndum og auglýsingum.
Rafræna nándin hefur þó sína
kosti líka. Sú viðleitni frambjóðenda,
sem margir hverjir verða síðar
kjörnir fulltrúar okkar, að vilja vera aðgengilegir í símanum okkar ætti að
sýna okkur vilja þeirra til að bæta þjónustu við kjósendur sína. Frambjóð-
endur virðast vilja vera nálægt okkur og það ættum við að nýta. Minnum þá
endilega á þetta eftir kosningar, þegar við þurfum á þeim að halda vegna
mikilvægra mála í okkar sveitarfélagi. Þá skulum við minna okkar kjörnu
fulltrúa á þessar vikur fyrir kosningar þegar við gátum ekki tekið upp sím-
ann án þess að sjá þá þar skælbrosandi og til þjónustu reiðubúna fyrir sam-
félag sitt. Þörf þeirra fyrir nánd við okkur kjósendur þarf nefnilega að end-
ast næstu fjögur árin.
Frambjóðendur sem
ná kjöri þurfa að vera
tilbúnir að brosa til kjósenda
eftir kosningar líka.
Thinkstock
Frambjóðandinn
í símanum
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Sú viðleitni frambjóð-enda, sem margirhverjir verða síðar kjörnirfulltrúar okkar, að vilja
vera aðgengilegir í sím-
anum okkar ætti að sýna
okkur vilja þeirra til að
bæta þjónustu við kjós-
endur sína.
Ásdís Sigurðardóttir
Nei, ég var að læra undir próf og
fannst þetta ekkert spennandi.
SPURNING
DAGSINS
Horfðir þú
á hið kon-
unglega
breska
brúðkaup
síðastlið-
inn laug-
ardag?
Stefán Þ. Halldórsson
Nei, ég hafði ekki áhuga á því. Mér
blöskraði eyðslan í kringum þetta.
Guðrún Ingólfsdóttir
Já, og hafði gaman af. Brúðurin var
falleg og kjóllinn líka.
Reynir Zoëga
Nei, ég hafði lítinn áhuga á þessu.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Listahátíð í Reykjavík er nú haldin í 31. sinn
á 48 árum. Er alltaf hægt að finna eitthvað
nýtt í hvert sinn?
Já algerlega. Það er það skemmtilega við listina, það kem-
ur alltaf eitthvað nýtt sem þú hefur aldrei séð áður. Núna
er nýr listrænn stjórnandi hátíðarinnar, Vigdís Jak-
obsdóttir, og með henni kemur fullt af nýjum hugmyndum
og brjálæðislega spennandi verkefnum.
Hver myndirðu segja að væru stærstu núm-
erin á Listahátíð í ár?
Mér finnst þau auðvitað vera hvert öðru stærra en líkleg-
ast eru stærstu bomburnar Bill Murray með ógleym-
anlega kvöldstund ásamt stórstjörnum í klassíska tón-
listarheiminum, Edda í leikstjórn Robert Wilson og
Vökuró, þar sem rjóminn af íslensku tónlistarfólki heiðr-
ar minningu Jórunnar Viðar. Svo má ég ekki gleyma
Saurus sem er risastór viðburður í orðsins fyllstu. Það
eru um 7 metra háar risaeðlur sem ætla að rölta um
miðborgina á setningardaginn 2. júní.
Þú sýndir á þér nýja hlið í þáttunum Úti á
RÚV á dögunum, þar sem fylgst var með
þér og fleirum klára landvættaþrautirnar
fjórar. Hvernig er tilfinningin að vera skráð
landvættur?
Það er frábært og titill sem ég átti seint von á að ég fengi.
En ég segi bara eins og 9 ára sonur minn: „Það er svo góð
tilfinning að vera stoltur af sjálfum sér.“
Eru frekari íþróttaafrek framundan hjá þér
eða einbeitirðu þér alfarið að listum þessa
dagana?
Það magnaða er að það er hægt að gera hvort tveggja og líf-
ið er eiginlega betra þannig. Ég stefni á maraþon í haust og
æfi fyrir það en þess á milli á Listahátíð hug minn allan enda
kraumandi 17 daga hátíð að hefjast í næstu viku.
Hvaða lýsingarorð myndirðu nota yfir Listahá-
tíð í ár, ef hún væri manneskja?
Öskrandi hlý. Það eru mörg verk á hátíðinni sem gefa hlýtt í
hjartað og svo eru önnur verk sem hreinlega öskra á mann að
vakna og finna lyktina af lífinu.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Alexía Björg Jóhannesdóttir er kynningarstjóri Listahátíðar
í Reykjavík. Listahátíð stendur 1.-17. júní og opnunarhátíðin
verður laugardaginn 2. júní. Heildardagskrá hátíðarinnar
er að finna á vefnum www.listahatid.is.
ALEXÍA BJÖRG
JÓHANNESDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
A
rn
þó
r
Bi
rk
is
so
n
Öskrandi
hlý hátíð