Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 37
segir að það hefði verið ómögulegt
að ræða ekki kosningarnar og nýja
forsetann. Höfundarnir hefðu
heldur viljað takast á við þessar
breytingar sem hafa orðið á lífi svo
margra lágstréttarfjölskylda í
Bandaríkjunum sem hafa valdið
þessu mikla fylgi Trump. Cumm-
ings segir að fyrir tuttugu árum
hafi það frekar verið hægra fólkið
sem var pirrað á Roseanne en nú
sé það vinstra fólkið. „En hún fer
alltaf í taugarnar á einhverjum.“
Ekta bandarísk fjölskylda
Gagnrýnandi New York Times lýsir
því þannig að Roseanne sé ekki þátt-
ur sem hylli Trump heldur lýsi á
sannfærandi hátt lífi stórs hluta
fólks á miðjunni í Bandaríkjunum;
fjölskyldum sem eru ósammála um
stjórnmál og menningu en nái að
leysa úr sínum málum. Þetta séu
fjölskyldur sem er annt um að
standa saman, ná að brauðfæða fjöl-
skyldur sínar og bæta líf barna
sinna. Stjórnmál flækist bara stund-
um fyrir. Þetta sé fólk eins og Con-
ner-fjölskyldan, mið- og lágstétt-
arfjölskyldur sem hafi þurft að
gjalda fyrir slæma stefnu og hug-
myndir frá stjórnmálaelítunni, sem
það eigi sífellt minna sameiginlegt
með.
Þar segir líka að mun fleiri horfi á
Roseanne en á CNN, Fox og
MSNBC samtals og það sé vegna
þess að „flestir Bandaríkjamenn búa
í Bandaríkjunum hennar Roseanne
en ekki Bandaríkjunum hans
Trump“.
Spjallþáttur Gilbert
Hugmyndin að því að endurvekja
þættina hafði komið nokkrum sinn-
um upp en ekki af neinni alvöru
fyrr en John Goodman (Dan Con-
ner) mætti í viðtal til Söru Gilbert
(Darlene Conner) í spjallþátt henn-
ar. Hann lýsti yfir áhuga og þá
hafði Gilbert samband við Barr.
„Ég leit virkilega upp til Roseanne
þegar ég var stelpa. Hún var svo
stór persónuleiki, fyndin, klár og
sterk kona sem fór sínar eigin leið-
ir. Ég var ung og áhrifagjörn og
fannst frábært að fylgjast með
konu við völd sem var ekki hrædd,“
segir Gilbert en án hennar hefði
upprisa Roseanne ekki orðið að
veruleika.
„Ég hélt ekki að leikaraliðið væri
til. Ég vissi ekki hvort við gætum
bara fengið suma til liðs við okkur en
ekki aðra,“ sagði Gilbert í viðtali við
LA Times en þetta tókst.
Búið er að framleiða eina þáttaröð
og ljóst er að önnur þáttaröð verður
gerð vegna mikils áhorfs. Síðasti
þátturinn í nýju þáttaröðinni var
sýndur 22. maí á ABC. Meðal-
talsáhorf á þátt er í kringum 19
milljónir sem þýðir að Roseanne er
ekki eftirbátur vinsælasta þáttar
CBS The Big Bang Theory sem
lengi hefur verið einhver vinsælasti
gamanþátturinn í bandarísku sjón-
varpi.
Þegar tökur hófust á nýju Ro-
seanne-þáttunum og Barr sá aftur
köflótta sófann og óreiðuna í Con-
ner-húsinu þá segir hún að þetta hafi
verið eins og að fara í gegnum
„ormagöng í tíma. Það var eins og
við hefðum bara verið í burtu í mán-
uð, ekki 21 ár“.
Áður var aðeins fámennara á sófanum: Conner-fjölskyldan og Jackie.
Þá: Dan Conner (John Goodman) og Roseanne Conner (Roseanne Barr).
Og nú: Dan er ennþá í köflóttri skyrtu í nýju þáttunum.
27.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
KVIKMYNDIR Óskarsverðlaunaleikarinn Danny Boyle
leikstýrir næstu mynd um njósnarann James Bond. Fram-
leiðandi myndarinnar hefur staðfest þetta, að því er fram
kemur á vef BBC. Michael G. Wilson og Barbara Broccoli
frá EON Productions lýsa Boyle sem „einstaklega hæfi-
leikaríkum“ og bættu við að þau væru „yfir sig ánægð“ að
hafa hann með. Þetta verður 25. Bond-myndin og verður
Daniel Craig í aðalhlutverki. Tökur hefjast 3. desember í
Pinewood Studios í London og verður myndin frumsýnd 25.
október 2019. Boyle vinnur á ný með Trainspotting-
handritshöfundinum John Hodge að handriti fyrir mynd-
ina. Craig staðfesti í ágúst að hann myndi snúa aftur til að
gera fimmtu Bond-myndina sína en hann hefur áður leikið í
Casino Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre.
Boyle leikstýrir Bond
Danny Boyle.
AFP
SJÓNVARP Tilkynnt hefur verið að Julia Louis-
Dreyfus fái Mark Twain-verðlaunin fyrir gamanmál,
sem veitt eru af John F. Kennedy Center for the Per-
forming Arts. „Rétt eins og Mark Twain hefur Julia
auðgað bandaríska menningu með einstöku og ógleym-
anlegu og virkilega hlægilegu skopskyni sínu,“ sagði
Deborah F. Rutter, forstöðukona Kennedy-miðstöðv-
arinnar, í yfirlýsingu að því er New York Times greinir
frá. Gamanleikkonan, sem er þekkt fyrir hlutverk sín úr
þáttum á borð við Seinfeld og Veep, svaraði fyrir sig á
gamansaman hátt: „Það er nógu mikill heiður að bætast
í virðulegan hóp viðtakenda þessara verðlauna […] en
það að Twain sjálfur eigi eftir að afhenda verðlaunin í
eigin persónu er sérstaklega þakklætisvert.“
Louis-Dreyfus verðlaunuð
Julia Louis-
Dreyfus í
hlutverki
sínu í Veep.
Geðilli táningurinn Darlene var í
uppáhaldi hjá mörgum.
Sara Gilbert leikur enn Darlene en
hún er líka framleiðandi þáttanna.
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Takið 1-2 töflur eftir þörfum
Frutin hentar einnig barnshafandi konum.
Á að grilla í kvöld?
Frutin er náttúruleg
lausn við brjóstsviða