Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. september: Kl. 17.00. Beint flug Icelandair frá Keflavík til San Francisco – flugtími er 8.55 klst. Kl. 18.55 Lent á San Francisco flugvelli. Ekið með rútu að Holiday Inn Golden Gateway þar sem gist verður í 6 nætur. Mánudagur 3. september: Frjáls dagur – tækifæri til að jafna sig eftir tímamismun og aðlagast Kyrrahafsloft- slagi í borginni. Hægt að komast leiðar sinnar með hinum þekktu sporvögnum og tilvalið að skoða sig um við höfnina t.a.m. við The Fishserman´s Wharf. Þriðjudagur 4. september: Kl. 8.00 Haldið af stað í dagsferð með rútu til suðurs meðfram kyrrahafsströnd- inni að Monterey Bay-skaganum og eftir það ekið um „17-mile drive“ áleiðis að Carmel þar sem stansað verður í 2 klst. Stoppað víða á leiðinni þar sem hægt verður að taka ljósmyndir á þessari stórkostlegu leið niður strandlengjuna og margir staðir barðir augum eins Santa Cruz, Capitola og Cannery Row. Á þessu svæði er einn frægasti golf-völ- lur í heimi, Pebble Beach ásamt fjölda annarra fallegra staða. Stórbrotin náttúra og hverrar mínútu virði að kynna sér. Sérhæfður leiðsögumaður fræðir gesti um þessa staði meðan á ferðinni stendur. Komið til baka um kl. 19. Miðvikudagur 5. september: Kl. 8.30 verður lagt af stað með rútu norður fyrir borgina og ekið yfir Golden Gate brúna áleiðis að þekktustu vín- héruðum Bandaríkjanna, Sonoma og Napa Valley. Vínbúgarðar Beringer og fleiri þekktra framleiðenda heimsóttir og vínsmökkun innifalin. Heilsdagsferð með hádegishlé. Sérhæfð leiðsögn. Komið til baka milli kl. 17 og 18. Fimmtudagur 6. september: Frjáls dagur í San Francisco. Tilvalinn til að skoða sig um, versla og borða góðan mat. Einnig gefst tækifæri til að fara í stuttar skoðunarferðir. Föstudagur 7. september: Kl. 8.30 verður haldið í skoðunarferð um San Francisco þar sem víða verður komið við. Ýmsir þekktir staðir heimsóttir eins og Golden Gate Park, China Town, Fisherman´s Wharf, Victory homes, North Beach og Presidio National Park. Síðasti hluti ferðarinn er með bát að „The Rock“ þar sem stigið verður á land og hið illmræmda fangelsi Alcatraz skoðað. Sérhæfð leiðsögn um sögu þessa heimsþekkta fangelsis. Komið til baka um kl. 16.30. Laugardagur 8. september – brottfarardagur: Kl. 10.30 Check-out. Kl. 11.00 er brottför með rútu frá hóteli að San Francisco flugvelli þar sem innritun fer fram í flug til Íslands. Kl. 15.15 er brottför með flugi Icelandair áleiðis til Keflavíkur þar sem lent verður kl. 6.40 að morgni sunnudagsins 9. september. San Francisco Haustferð til Kaliforníu 2.-8. september 2018 The Golden Gate Bridge • Aukagjald vegna gistingar í einstaklingsherbergi: 85.500 kr. Innifalið: • Flug með Icelandair, skattar og bókunargjald. • Farþegar í Vildarklúbbi Icelandair fá punkta hjá Icelandair fyrir flugið. • Gisting í 6 nætur á Holiday Inn Golden Gateway. Morgunverður er ekki innifalinn. • Allar skoðunarferðir skv. lýsingu dagana 4.-7. september. • Allar rútuferðir til og frá flugvelli og í skoðunarferðir ásamt sérhæfðum leiðsögumanni. • Fararstjórn á vegum Sigurðar K. Kolbeinssonar hjá Hótelbókunum í Kaupmannahöfn sem skipulagt hefur ferðir sl. 15 ár. Verð 239.000 kr. á mann m.v. gistinguí tveggja manna herbergi Holiday Inn Golden Gateway er glæsilegt og vel staðsett hótel í miðborg San Francisco Ber frá vínekrum í Napa Valley „The Rock“ - Alcatraz Einn af þekktu sporvögnunum í San Francisco Glæsileg ferð á framandi slóðir. Flogið með Icelandair. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson Allar bókanir og fyrirspurnir sendist til hotel@hotelbokanir.is og verður þeim svarað samdægurs.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.