Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 27
ustu helgi skipti Serena Williams yfir í striga- skó frá Valentino milli kirkju og veislu í brúð- kaupi þeirra Meghan Markle og Harry Bretaprins. Val tennisstjörnunnar á skófatnaði end- urspeglar að einhverju leyti vaxandi tilhneig- ingu innan kventískunnar þar sem þægindi eru í fyrirrúmi. Spekúlantar hafa í því samhengi bent á uppgang #metoo-hreyfingarinnar og aukið ákall eftir því að konur geti klætt sig eftir eigin hentisemi fremur en samkvæmt kynj- uðum stöðlum feðraveldisins. Með Range Rover eða Yaris á fótunum Sindri er sjálfur langt leiddur „sneakerhead“ og á vel yfir 100 pör sem fylla heilan vegg á heimili hans. Dýrasta parið í hans eigu er Nike x Off White sem hann keypti í endursölu. Hann vill ekki gefa upp kaupverðið en það er þó nógu hátt til þess að hann gangi aðeins í þeim þegar enginn möguleiki er á rigningu, sumsé ekki oft. Jafnvel þá hefur hann annað par með til vara. Sindri segir mikla vakningu í þessum menn- ingarafkima á síðustu árum, og þá sérstaklega fyrir sakir Instagram þar sem yngri kynslóðin kynnist skóbúnaði fræga fólksins. Það er þó ekki fyrir meðalunglinginn að blæða í allra flottustu skóna. „Það er ákveðin stéttaskipting, að kaupa sér strigaskó sem eru dýrir í endursölu eða sjald- gæfir er bara eins og að vera á Range Rover,“ segir Sindri. „Svo er hægt að kaupa sér „bei- sikk“ skó frá Nike eða Adidas sem eru bara eins og Yaris.“ Það má enda auðveldlega finna skópör föl á veraldarvefnum fyrir hátt í tvær milljónir króna. Slíkt verður seint á færi meðalversl- unareiganda úr Reykjavík, hvað þá Josh í Oakland, þar sem meðallaun eru einmitt tveim- ur milljónum lægri á ári en á Íslandi. Hann hef- ur þó tromp uppi í erminni, svarta Air Yeesy 2 Nrg með sjálflýsandi sóla. Slíkir fara velmeð- farnir á þúsundir dollara en Josh er ólíklegur til að selja. Þeir voru eftir allt draumaskórnir hans. Skó-leikurinn er kannski aldrei búinn fyrir alvöru unnendur. Josh er í mesta lagi á pásu. Lagið My Adidas kom Run DMC á mála hjá samnefndum skóframleiðanda en þeir voru fyrstu rappararnir til að landa slíkum samningi. Skóhönnun Rihönnu fyrir Puma nýtur gríðarlegra vinsælda.. ’Að kaupa sér strigaskó semeru dýrir í endursölu eðasjaldgæfir er bara eins og að veraá Range Rover 27.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Stóll 38.000 Stóll 38.000 Borð 27.000 Borð 27.000 Sessa 4.500 Það var nóg af fjörlegum sumarfötum á tískuvikunni í Sydney að vanda en einnig mátti þar finna þó nokkra dramatík. Dag- inn fyrir frumraun merkisins I.Am.Gia á tískuvikunni var það sakað um að hafa stolið hönnun á fötum og markaðsefni frá öðru áströlsku merki, Daisy. I.Am. Gia, sem státar einna helst af Instagram-frægð, sat svo enn dýpra í súpunni eftir að fyrirsætur þess gengu pallana, þar sem notendur sam- félagsmiðilsins keppt- ust við að finna önn- ur merki um hönnunarstuld í lín- unni. Sérfræðingur New York Times telur þó ekki ljóst að um stuld sé að ræða. Fremur hafi merkið gerst sekt um að vinna með ákveðið „Insta-beib“ útlit líðandi stundar án þess að bæta miklu við það sem fyrir er á mark- aðnum. Ekki eru allir á einu máli um hvort I.Am.Gia stal nokkru yfir höfuð. Drama á tískuviku í Sydney SAKAÐ UM STULD

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.