Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 15
verði ríkur í þessu starfi. Síðustu ár hef ég verið á mála hjá um-
boðsskrifstofu í Stokkhólmi sem heitir Magnolia Agency og það
hefur reynst mér mjög vel.“
Hannaði búninga á 3.590 manns
Það er það mjög misjafnt hvernig Margrét nálgast verkefnin, allt
eftir því hvers konar mynd er um að ræða. Stundum kaupir hún
notuð föt en í öðrum tilvikum hannar hún fötin frá grunni og þau
eru þá sérsaumuð.
„Það fer alveg eftir verkefninu. Ef um er að ræða fantasíu þá
þarf maður yfirleitt að skapa frá grunni en stundum raða ég sam-
an fötum. Þetta er þó alltaf unnið í samstarfi við leikstjórann og
leikarana en það er misjafnt hversu sterkar skoðanir þau hafa á
búningunum,“ segir Margrét og lýsir ferlinu:
„Ég byrja á að lesa handritið og skoða týpurnar og hvaða línu-
lega frásögn er í hverjum karakter. Svo ræðir maður útlitslegar
pælingar við leikstjórann og leggur fram sínar tillögur,“ segir
Margrét en í starfinu felst að sjá um búninga á alla leikara, þar
með talið aukaleikara.
„Fjölmennasta verkefnið var mynd sem ég gerði í Noregi núna
um daginn. Það er Netflix-mynd sem Paul Greengrass gerði um
hryðjuverkaárásirnar í Noregi árið 2011. Þar voru tæplega níutíu
leikarar með línur og um 3.500 aukaleikarar,“ segir Margrét sem
þurfti, ásamt góðu teymi, að finna búninga á alla hersinguna.
„Ég er með frábært fólk sem vinnur með mér og án þess hefði
ég aldrei getað gert þetta.“
Þakkarkort frá Anthony Hopkins
Stórmyndin Noah var að hluta tekin upp hér á landi. Við þá mynd
vann Margrét sem „supervisor“ yfir búningum á Íslandi. Einnig
vann hún við kvikmyndina The Secret life of Walter Mitty þar
sem hún vann við að klæða mótleikara Ben Stiller.
Þannig að þú fékkst ekki að klæða Ben Stiller?
„Nei, en ég fékk að klæða Ólaf Darra sem var miklu skemmti-
legra,“ segir hún og hlær.
Margrét segir Ben Stiller indælan og ekkert upp á hann að
klaga og segist ekki hafa upplifað neina stjörnustæla, hvorki í
honum né öðrum stórleikurum sem hún hefur kynnst á ferlinum.
Hefurðu einhvern tímann orðið „starstruck“?
„Já, einu sinni. Það var vegna Anthony Hopkins. Ég klæddi
hann í Noah.“
Segðu mér frá því.
„Ég má það náttúrlega kannski ekkert,“ segir hún og hlær.
„Jú, hann var bara mjög ljúfur og yndislegur. Hann talaði mik-
ið um bókmenntir og listir. Ég á ekki „selfie“ af okkur saman;
maður vill vera faglegur. Ég geymi þetta allt á harða diskinum.
En ég á reyndar fallegt þakkarkort sem hann skrifaði mér og ég
passa upp á það. Það er mjög gaman. En maður lærir það hratt í
þessum bransa að fólk er bara fólk, hvort sem það er frægt eða
ekki, og ég hef fyrst og fremst haft góða reynslu af fólki í mínu
starfi.“
Með Mads Mikkelsen uppi á jökli
Fyrir skömmu var frumsýnd kvikmyndin Arctic á Cannes-
kvikmyndahátíðinni en þar á Margrét heiðurinn af búningum.
Variety valdi hana á lista sem eina af tólf bestu myndum hátíð-
innar en hún skartar stórleikaranum danska Mads Mikkelsen.
Hann leikur mann sem er strandaður á suðurpólnum og bíður
þess að verða bjargað. Ung íslensk leikkona, María Thelma
Smáradóttir, leikur á móti honum en þau eru einu tveir leikarnir í
myndinni.
„Mads er frábær. Og hann var að fá dóma þar sem sagt var að
þetta væri hans besti leikur hingað til. Þetta er amerísk-íslensk
mynd en leikstjórinn, Joe Penna, er brasilískur en býr í Banda-
ríkjunum. Myndin er tekin upp hér á landi,“ segir Margrét og
segist hafa dvalið löngum stundum uppi á jökli með Mikkelsen.
Bara þú ein og Mads Mikkelsen í huggulegheitum uppi á jökli?
„Já, og Ragna Fossberg,“ segir hún og hlær. Morgunblaðið/Ásdís
Margrét klæddi Anthony Hopkins í myndinni Noah, sem var að
hluta tekin upp á Íslandi. Hún ber honum vel söguna.
’Þetta snýst um karakterana og að búa tileitthvað trúverðugt til að hjálpa framvindusögunnar. Það er skemmtilegt að setja sig inn íákveðin tímabil en fyrir mér snýst þetta að-
allega um að vera trúr sögunni. Oftast finnst
mér að mér hafi tekist vel upp ef áhorfandinn
sér ekki búningana en trúir á persónurnar.
27.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15