Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018
Enginn er verri þótt hann vökni
Sífellt færri nýta kosningaréttsinn í sveitarstjórnarkosn-ingum, hverju sem um er að
kenna. Kosningaþátttaka var sögu-
lega léleg fyrir fjórum árum. Stjórn-
málafræðingar sem Sunnudagsblað
Morgunblaðsins ræddi við segja eitt
og annað geta haft áhrif á kjörsókn,
þótt vissulega sé erfitt sé að átta sig á
hvað skipti mestu máli.
Áhugamenn um stjórnmál, sem
blaðamaður ræddi við, nefndu eink-
um tvennt sem gæti dregið úr kjör-
sókn í dag, fyrir utan almennt áhuga-
leysi; nánast allir nefndu veðrið, en
spáð er mikilli rigningu víða um land
þó að íbúar Norður- og Austurlands
ættu að sleppa bærilega. Þá braut-
skrá nokkrir framhaldsskólar stúd-
enta og fleiri nemendur í dag.
Eva H. Önnudóttir, dósent við
stjórnmálafræðideild Háskóla Ís-
lands, segir vont veður vissulega geta
haft áhrif á kjörsókn en það muni þó
varla skipta sköpum, og hafi örugg-
lega ekki áhrif á heildarútkomuna.
Stuðningsmenn einhvers framboð-
anna fari varla síður út í vont veður
en annarra!
Fólki gert auðvelt fyrir
„Í alþingiskosningum hefur færst í
vöxt að fólk kjósi utan kjörfundar
enda hefur sá möguleiki verið vel
auglýstur og fólki gert auðveldara
fyrir að kjósa en áður var. Síðast var
til dæmis hægt að kjósa í Smáralind
en áður var það eingöngu hægt hjá
Sýslumanni,“ sagði Eva í gær; var þá
einmitt á leið til að kjósa, því í dag út-
skrifast dóttir hennar úr framhalds-
skóla.
„Ég held að það skipti miklu meira
máli en veðrið hversu auðvelt fólki er
gert að kjósa, bæði utankjörfundar
og á kjördag; hvort stutt sé í næsta
kjörstað, að kjörstaðir séu margir og
fólk geri ekki ráð fyrir að þurfi að
bíða lengi,“ sagði Eva.
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor
við Háskólann á Akureyri, tók í sama
streng. „Ég held að útskriftir úr skól-
um ættu ekki að skipta fólk máli; út-
skrift og ein og ein veisla ætti ekki að
trufla neinn. Það er frekar ef fólk á
um langan veg að fara. Svo getur
vont veður vissulega haft áhrif og þá
frekar dregið úr kjörsókn, þótt
ómögulegt sé að átta sig á hve mikið
það gæti orðið. En ef það hefur á
annað borð áhrif sýnist mér að spáð
sé leiðindaveðri hjá obba þjóð-
arinnar; líklega um 85 til 90% lands-
manna.“
Þar raddir hafa heyrst að áhugi
fyrir kosningunum virki ekki sér-
staklega mikill en hvorki Grétar né
Eva eru viss um að það sé sannleik-
anum samkvæmt.
„Þetta heyrist oft og mér finnst
áhugavert að velta því fyrir sér hvers
vegna fólki finnst kosningabarátta
dauf. Skipulagsmál, samgöngumál,
grunnskólamál og ýmis þjónusta sem
er á hendi sveitarstjórna eru kannski
ekki mest spennandi hlutir í heimi að
ræða, en kosningabaráttan snýst
samt sem áður um þessa hluti,“ segir
Eva.
Hún segist ekki hafa orðið vör við
neina „skandala“ í aðdraganda kosn-
inga og enginn flokkur hafi tekið yfir
kosningabaráttuna, „rænt“ henni
eins og stundum hafi gerst; náð að
gera sín helstu baráttumál að aðal-
málunum. „Ég hef svo sem ekki
fylgst náið með í öllum sveit-
arfélögum en hef ekki orðið vör við
nein sérstök læti, nema í Árnes-
hreppi þar sem virkjunin, hið stóra
átakamál, sem er mjög mikilvægt
fyrir sveitarfélagið, og fólksflutning-
arnir, hafa verið áberandi en það er
eiginlega eina fúttið sem ég hef orðið
vör við.“
Grétar segist geta tekið undir að
kosningabaráttan hafi verið býsna
dauf framan af „en síðustu tvær vik-
ur finnst mér hafa komið gríðarlegur
kraftur í baráttuna, mikið er um aug-
lýsingar í útvarpi, sjónvarpi og víðar
og framboðin áberandi. Því má
kannski segja að kosningabaráttan
sé styttri en oft áður en mér finnst
hún býsna snörp.“
Þrátt fyrir þetta sé þó erfitt að
segja til um hvort stemningin hjá al-
menningi sé í raun meiri eða minni en
áður.
Hverjir mæta?
Eva telur miklu skipta um úrslit
kosninganna hvaða hópar mæti á
kjörstað; skili ungt fólk sér til dæmis
ekki gæti það haft áhrif á ákveðna
flokka. Hún segir Samfylkingu og Pí-
rata til að mynda eiga meiri stuðning
á meðal yngra fólks en annarra.
Einnig verði áhugavert að sjá í hve
miklum mæli innflytjendur, sem hafa
kosningarétt, mæti á kjörstað.
Grétar á ekki von á miklum breyt-
ingum frá skoðanakönnunum sem
birst hafa undanfarið. „Einhverjar
breytingar gætu orðið en varla mikl-
ar skiptingar.“
Björt framtíð virðist nánast þurrk-
ast út, segir hann, „en var með 11
menn inni síðast á landinu öllu. Mið-
flokkurinn virðist koma öflugur inn
og miðað við hvernig hægt hefur ver-
ið að lesa í stöðuna eftir skoð-
anakannanir má jafnvel búast við að
hann verði sigurvegari kosninganna.
Þá virðist sem Píratar muni bæta við
sig nokkrum mönnum en þeir fengu
bara einn mann síðast, í Reykjavík,“
segir Grétar Þór.
Morgunblaðið/Eggert
Leiðindaveðri spáð hjá obba þjóðarinnar á kjördag sem gæti hugsanlega haft áhrif á kosningaþátttöku. Getur brautskráning frá
framhaldsskólum fækkað þeim sem mæta á kjörstað? Gjarnan talað um lítinn áhuga almennings en óvíst hversu réttmætt það er.
Veðurspáin er heldur óskemmtileg fyrir kosningadaginn. Myndin sýnir spána
um hádegi þegar úrhellisrigning á að hrella mikinn meirihluta landsmanna. „Það er ekkert sem bendir
endilega til þess að hin
mjög laka kjörsókn fyrir
fjórum árum fari eitthvað
upp aftur, en það er svo
sem ekkert heldur sem
bendir sérstaklega til þess
að lækkunin haldi áfram,“
segir Grétar Þór Eyþórsson,
prófessor við Háskólann á
Akureyri.
Kjörsókn var sögulega lé-
leg árið 2014. „Hún hefur í
raun verið í frjálsu falli frá
og með 2006 en steininn
tók úr 2014. Þá var kjörsókn
66% á landsvísu og 62-63% í
stóru sveitarfélögunum,
Reykjavík, Hafnarfirði og
Kópavogi, sem vega þungt.
Kjörsókn var reyndar yfir
meðaltali á Akureyri, um
68%, en það breytir ekki
miklu í stóra samhenginu.“
Morgunblaðið/Eggert
Sögulegt
lágmark
síðast
’
Kosníngar eru borgarastríð þar sem nef eru talin í stað þess að
höggva hálsa. Sá sem mestu lofar og lýgur nær flestum nefjum.
Halldór Laxness í Alþýðubókinni, 1928.
INNLENT
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is