Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 24
HEILSA Tími til samvista við börn er mikilvægur og þá án þess að stöðugt séverið að gera eitthvað annað í leiðinni. Það þarf að hlusta á börn, ekki bara tala til þeirra. Hlustum á börnin 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018 Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto Vinnustofa um núvitund í uppeldi verður haldin laug- ardaginn 2. júní með hjónunum Jon og Mylu Kabat- Zinn. Þau munu fræða þátttakendur um það hvernig núvitund getur auðveldað okkur að mæta hverju barni með visku og virðingu. Fyrir áhugasama má geta þess að þau hafa skrifað saman bókina Everyday Blessings: The Inner Work of Mindful Parenting. Uppeldi með núvitund getur aukið vellíðan barna og uppalenda, stuðlað að samhygð og virðingu fyrir sérstöðu hvers barns, segir í tilkynningu um vinnu- stofuna. „Á erfiðum stundum hættir okkur til að sýna ósjálfráð viðbrögð sem rekja má til vanabund- inna og óhjálplegra hugsanaferla og eiga oftar en ekki rætur að rekja til okkar eigin bernsku. Ef við er- um ómeðvituð um þetta er sennilegra að við bregð- umst við á vanabundinn hátt og það er engum hollt, hvorki barninu né okkur sjálfum. Það má hugsa um núvitund sem opna, fordómalausa og hjartahlýja meðvitund.“ Þar segir að með því að einsetja sér að rækta nú- vitund sé mögulegt að ná stjórn á eigin ótta, kvíða og fordómum og velja viturlegri leiðir til að bregðast við krefjandi aðstæðum með börnum okkar. VINNUSTOFA MEÐ HJÓNUNUM Núvitund í uppeldi Hjónin Myla og Jon Kabat-Zinn munu leiða hugleiðslu og stýra einföldum æfingum sem hjálpa í uppeldinu. Jon Kabat-Zinn, prófessor emer-itus í læknisfræði við Universityof Massachusetts, lagði fyrstur manna grunn að iðkun núvitundar í læknisfræði og sálfræði okkar daga en hann er á leið hingað til lands á vegum Embættis landlæknis og Núvitundarsetursins. Meðhöndlun verkja og þunglyndis Margir hafa fylst með honum í ára- tugi og séð hvernig kenningar hans hafa farið frá því að vera þekktar meðal fámenns hóps yfir í að vera iðkaðar víða. Leiðin til vinsælda var m.a. í gegnum það að Kabat-Zinn tók trúarbrögð úr jöfnunni og bjó til leið til að nota núvitund til að meðhöndla bæði verki og þung- lyndi. Ásamt fleirum frá University of Massachusetts Medical School bjó hann til átta vikna námskeið fyrir sjúklinga sem þjáðust af stöð- ugum verkjum. „Ég lagði mikið á mig til að búa til ramma utan um þetta og finna leið til að ræða málið án þess að litið yrði á þetta sem eitthvað úr búddisma, austrænt og dulrænt eða nýaldarkukl,“ sagði hann í viðtali við Guardian árið 2017. Útkoman að þessu var að UMass Stress Reduction Clinic var opnuð árið 1979. Miðstöð hans er fyrirmynd yfir 200 miðstöðva sem reknar eru í Bandaríkjunum og víða um heim. Sjálfur hafði hann stundað hug- leiðslu frá árinu 1965 en hann er ekki búddisti. Honum finnst sam- bærilegt að segja að núvitund- arhugleiðsla sé búddískt fyrirbæri eins og að segja að þyngdaraflið sé enskt því sir Isaac Newton hafi komið auga á það fyrstur. Kabat-Zinn hefur skilgreint nú- vitundarhugleiðslu sem „meðvit- undina sem kemur frá því að veita athygli, viljandi, á núlíðandi stund án þess að dæma“. Hugmyndin er að með því að leggja áherslu á önd- unina þróist athyglin á líkama og hug á hverri stundu og það hjálpi til við sársauka, bæði líkamlegan og andlegan. Algjör bylting Segja má að á nýliðnum árum hafi orðið eins konar „núvitundarbylt- ing“ í hinum vestræna heimi og nú- vitund öðlast sess á fjölmörgum sviðum mannlífsins, m.a. í mennta-, dóms- og heilbrigðiskerfi, á al- mennum vinnustöðum og í afreksí- þróttum. Kabat-Zinn hefur verið með í núvitundarþjálfun hópa af framkvæmdastjórum, dómara, presta, þingmenn og íþróttamenn sem keppt hafa á Ólympíuleikum. Vísindalegur áhugi á núvitundar- nálguninni hefur aukist mjög síð- ustu ár. Samkvæmt American Mindfulness Research Association voru birtar greinar um málefnið tíu talsins árið 2000, 155 árið 2010 og 667 árið 2016. Þessi aukni áhugi er ekki aðeins hjá vísindamönnum heldur líka al- menningi og hefur Kabat-Zinn m.a. verið gestur í sjónvarpsþætti Op- ruh Winfrey og í fréttaskýr- ingaþættinum 60 Minutes. Gerði núvitund aðgengilegri „Þessi þróun hans að taka trúar- brögðin út gerir þetta aðgengilegra fyrir miklu fleiri,“ segir Dóra Guð- rún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis. Hún segir að rannsóknir sýni að núvitund hjálpi til við margt af því sem fólki standi ógn af í nútíma- samfélagi. „Við sjáum aukin ein- kenni kvíða og depurðar, fleiri sem lýsa vanlíðan í könnunum, það eru merki um það. Samfélagið okkar er að þróast, það er mikill hraði og tækni og við þurfum að aðlagast því,“ segir hún og fagnar þessum aldagömlu að- ferðum sem hjálpi okkar að takast á við þessar stærstu áskoranir í líf- inu. Núvitundarþjálfunin er góð gegn depurð og kvíða. „Markmiðið er að breikka athyglisspönnun í núinu þannig að þú hættir ekkert að hugsa um fortíðina og framtíðina en áherslan sé á núið. Í langflestum tilfellum ráðum við við aðstæðurnar núna og þá minnkum við þessar neikvæðu hugsanir um fortíðina eða kvíða varðandi framtíðina,“ segir hún. „Það fer enginn í gegnum lífið án áskorana. Þess vegna er svo mikil- vægt að kenna okkur sem allra fyrst einhver verkfæri til að takast á við þetta. Núvitundin leggur svo mikið upp úr sáttinni, að finna sátt við sjálfan sig.“ Jon Kabat-Zinn hefur m.a. verið gestur í sjónvarpsþætti Opruh Winfrey og í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. AFP Í sátt við sjálfan sig Jon Kabat-Zinn er í fararbroddi núvitundar- byltingarinnar sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Hann er á leiðinni hingað til lands í næstu viku. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’Kabat-Zinn hefurskilgreint núvitund-arhugleiðslu sem „með-vitundina sem kemur frá því að veita athygli, vilj- andi, á núlíðandi stund án þess að dæma“. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Jon Kabat-Zinn útskrifaðist með doktorsgráðu í sam- eindalíffræði frá hinum virta háskóla MIT árið 1971 þar sem hann lærði hjá Salvador Luria, nóbelsverðlaunahafa í læknisfræði. Hann þróaði ár- ið 1979 Mindfulness Based Stress Reduction (MBSR), fyrsta átta vikna núvitundar- námskeið sögunnar gegn streitu. Bækur Kabat-Zinns hafa verið á metsölulistum og þýddar á yfir 30 tungumál. Hann er eftirsóttur fyrir- lesari og kennari og heim- sækir nú Ísland í fyrsta sinn en af því tilefni er efnt til þriggja viðburða sem opnir eru öllum. harpa.is Eftirsóttur fyrirlesari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.