Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 29
27.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Í upphafi maímánaðar var opn- að nýja Norræna safnið í Ballard, einu úthverfa Seattle. Þangað er auðveldlega hægt að komast á hjóli og gera sér dagpartsferð á staðinn. Safnið stendur við Markaðsgötuna í Ballard og við hliðina á slippnum á svæðinu. Á safninu er hægt að setjast niður á snotrum veitingastað sem býður upp á létta rétti sem hafa augljósa skírskotun til Norðurlanda. En safnið sjálft er þeirrar gerðar að fólk má helst ekki láta það framhjá sér fara. Þar má m.a. kynnast samtíma- list frá Norðurlöndum og á yfir- litssýningunni sem nú er uppi má m.a. finna verk eftir Ólaf Elí- asson, Sigurð Guðmundsson og Hrafnhildi Arnardóttur (Shop- lifter). En safnið er fyrst og fremst helgað sögu þess fólks sem flutt- ist vestur um haf á öndverðri 19. öld og í upphafi þeirrar 20. Þann- ig er talið að um 120 þúsund manns frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi hafi flust til Washington-ríkis á þessum tíma og sest þar að. Af- komendur þessa fólks eru um 800 þúsund talsins. Þegar komið er á safnið er ekki ósennilegt að maður heyri fólk tala saman á ís- lensku og að þeir sem þar notast við hið ylhýra hafi aldrei búið á Íslandi. Meira en óhætt er að taka það fólk tali og hver veit nema þar leynist ættingi að norðan eða vestan. Saga vestur- faranna er rakin á safninu með nýstárlegum hætti og raunar 12.000 ár aftur í tímann. Þar með er skyggnst að rótum sam- félagsins en einnig varpað ljósi á hvernig vesturfararnir hafa að- lagast hinum nýju heimkynnum á 20. öld og upphafi þeirrar 21. Á safninu má m.a. sjá kjörgripi sem Þjóðminjasafn Íslands hefur lánað til sýningarinnar. Á Norræna safninu er hægt að kynnast norrænni samtímalist. Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson NÝR EN ÓMISSANDI ÁNINGARSTAÐUR Norræna safnið hjálminn og halda niður að höfn. Rétt í námunda við hana er Olympic- höggmyndagarðurinn. Það er ríflega 10 ára gamall lystigarður sem rek- inn er af listasafni borgarinnar. Þar má finna ýmsa dýrgripi, m.a. hið stórbrotna verk Kjölfar eftir Rich- ard Serra og Bergmál eftir Jaume Plensa. Eftir góða stund í kringum þessi verk og fleiri er tilvalið að halda áfram til norðurs og njóta þar göngu- og hjólreiðastíganna í Myrtle Edwards- og Elliott Bay-görðunum. Þaðan er óviðjafnanleg fjallasýn sem minnir um margt á heimahagana. Geimnálin og Parísarhjólið Þótt einhverjir kunni að kalla það klisju er staðreyndin þó sú að enginn ætti að sleppa því að fara eina ferð upp í Geimnálina, turninn sérstæða sem reistur var í borginni árið 1962 í tilefni Heimssýningarinnar. Það er 182 metra há bygging og af toppi hennar er útsýnið yfir Seattle og ná- grenni hennar alveg frábært. Það kostar um 2.600 krónur að fara upp í turninn en sá kostnaður er gleymd- ur um leið og upp er komið. Þá er einnig óhætt að mæla með því að skella sér í parísarhjólið við höfnina, en útsýnið þaðan og yfir borgina og hafnarstarfsemina er allt annað en úr Geimnálinni. Tvö söfn af ólíkum toga Mörg áhugaverð söfn eru í Seattle sem vert er að skoða. Hér skulu tvö þeirra nefnd. Annars vegar er það safn sem helgað er þeim verkefnum sem auðugustu hjón veraldar, Bill og Melinda Gates, hafa beint fjármagni til á undanförnum áratugum í þeirri viðleitni að bæta aðstæður fólks um veröld víða. Þau hjónin búa í Seattle og er þetta safn gagnvirkt og afar fróðlegt. Er óhætt að mæla með því fyrir unga sem aldna. Ekki skemmir fyrir að safnið er aðeins spölkorn frá Geimnálinni fyrrnefndu. Hitt safnið sem hér skal nefnt er Flugsafnið. Þangað er um klukkustundar hjóla- ferð sem er þægilegur leiðangur í góðu veðri. Þar má finna glæsilegt samansafn af frægustu flugvélateg- undum sögunnar, m.a. allar orrustu- vélar síðari heimsstyrjaldarinnar en einnig mun stærri vélar á borð við Júmbó 747-vélina frá Boeing, fyrstu Dreamliner 787-vélina, Concorde- þotuna hljóðfráu, forsetavél Nixons og sprengjuvél á borð við þá sem flutti hinar hryllilegu sprengjur sem grönduðu Nagasaki og Hiroshima í ágúst 1945. Olympic-höggmyndagarðurinn er fallegur áningarstaður og þar má m.a. sjá hið mikla verk Kjölfar eftir Richard Serra. ’Þótt einhverjir kunniað kalla það klisju erstaðreyndin þó sú að eng-inn ætti að sleppa því að fara eina ferð upp í Geimnálina, hinn sér- stæða turn sem reistur var í borginni árið 1962 í tilefni Heimssýningar- innar. Margir skemmtilegir barir eru í Seattle. Meðal þeirra er Rocco’s en þar er hægt að fá ljúffengar pizzur og renna þeim niður með bjór eða dýrindis kokkteilum. Parísarhjólið við höfnina í Seattle er frábær áningarstaður. Þótt hjólið sé ekki nema ríflega 50 metra hátt gefur það einstaka yfirsýn yfir hluta borgarinnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.