Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 35
27.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 16.-22. MAÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 KapítólaEmma D.E.N. Southworth
2 StormfuglarEinar Kárason
3 261 dagurKristborg Bóel
4
Bókmennta- og kartöflu-
bökufélagið
Mary Ann Shiffer/Annie Barrows
5 Íslenska kraftaverkiðÞorgrímur Þráinsson
6 Marrið í stiganumEva Björg Ægisdóttir
7 Ísland á HMGunnar Helgason
8 BlóðengillÓskar Guðmundsson
9 Kona bláa skáldsinsLone Theils
10 Dagar höfnunarElena Ferrante
1 Ísland á HMGunnar Helgason
2 Alein úti í snjónumHolly Webb
3
Risasyrpa – Sögufrægar
endur
Walt Disney
4 Ég vil mömmuHuginn Þór Grétarsson
5 Ég vil pabbaHuginn Þór Grétarsson
6
Freyja og Fróði eignast
gæludýr
Kristjana Friðbjörnsdóttir
7 Freyja og Fróði rífastKristjana Friðbjörnsdóttir
8 Litli prinsinnAntoine de Saint-Exupéry
9 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson
10
Stóra bókin um
Hvolpasveitina
Mary Tillworth
Allar bækur
Barnabækur
Síðasta bók sem
ég kláraði var
Næturgalinn eftir
Kristin Hannah.
Þetta er söguleg
skáldsaga um
franskar systur
sem sýndu mikið
hugrekki í seinni heimsstyrjöld-
inni. Mér fannst hún mögnuð.
Núna er ég að
lesa Með lífið að
veði eftir Yeonmi
Park. Þetta er
ótrúleg saga sem
byggist á endur-
minningum ungr-
ar konu frá Norð-
ur-Kóreu. Hún
flúði þaðan og lagði líf sitt í söl-
urnar í hverju skrefi til að öðlast
frelsi. Þarna fær maður innsýn í
heim Norður-Kóreubúa, sem er
óhugnanlegur og myrkur.
Næst ætla ég að
lesa bókina Ég er
Malala eftir Mal-
ölu Yousafzai.
Hugrekki kvenna
er mér ofarlega í
huga og bera
þessar þrjár bæk-
ur þess merki.
ÉG ER AÐ LESA
Guðrún
Birna Guð-
laugsdóttir
Guðrún Birna Guðlaugsdóttir
er grunnskólakennari.
Meðgönguljóðaröð bókaforlagsins Partusar
hefur að geyma frumraunir ljóðskálda á ýms-
um aldri. Fyrir stuttu komu út þrjár
Meðgönguljóðabækur og nú bætast aðrar
þrjár við: Kvöldsólarhani, Línuleg dagskrá og
Siffon og damask.
Kvöldsólarhani Lilýjar Erlu Adamsdóttur er
29. meðgönguljóðabókin, en fyrsta ljóðabók
Lilýjar. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri, BA-prófi í myndlist frá
Listaháskóla Íslands, diplómanámi í textíl frá Myndlistaskólanum í
Reykjavík og meistarnámi í textíl frá Textilhögskolan í Borås.
Lilý starfar sem kennari við Textilhögskolan
og starfar samhliða við listsköpun. Eiríkur Örn
Norðdahl ritstýrði bókinni.
Línuleg dagskrá eftir Ingólf Eiríksson er
fyrsta ljóðabók Ingólfs og 30. í Meðgöngu-
ljóðaröðinni. Ingólfur Eiríksson lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og
grunnnámi í íslensku og almennri bókmennta-
fræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur birt ljóð í
Tímariti Máls og menningar og Fríyrkjunni I og
starfað við þýðingar, meðal annars að Doktor
Fástus í myrku ljósi eftir Gertrude Stein og Sími látins manns eftir
Sarah Ruhl.
Siffon og damask heitir ljóðabók eftir Sigrúnu
Ásu Sigmarsdóttur. Þetta er fyrsta ljóðabók
Sigrúnar, en hún lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Kópavogi og BA-prófi í bókasafns-
og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Hún hef-
ur sótt námskeið um skapandi og tilfinningaleg
skrif og einnig um ritun endurminninga. Ljóð
eftir hana hafa ekki birst áður, en fram til þessa
hefur Sigrún ort í liti á pappír og skáldað með
nál og þræði.
NÝJAR BÆKUR
Rithöfundurinn Steinunn G. Helgadóttir hefurnálgast listagyðjuna með ýmsum hætti. Bak-grunnur hennar er í myndlistinni en þaðan hefur
hún farið yfir í ljóð og smásögur og nú hefur Steinunn
gefið út tvær skáldsögur. Fyrri bók hennar, Raddir úr
húsi loftskeytamannsins, kom út árið 2016. Bókin hlaut
góðar viðtökur og fékk Steinunn Fjöruverðlaunin 2016
fyrir hana. Árið 2017 var Steinunn valin ein af tíu nýjum
röddum Literary Europe sem er viðurkenning til upp-
rennandi höfunda. Í apríl síðastliðnum kom út önnur bók
hennar, Samfeðra, sem tengist að miklu leyti fyrri bók-
inni þar sem aðalsögupersónan, Janus, kemur við sögu í
báðum bókum. Þegar móðir hans deyr kemst hann að því
að hann á ellefu hálfsystkini víðsvegar um landið og hann
leggur upp í hringferð til að kynnast þeim.
Varstu strax ákveðin í að skrifa Samfeðra þegar þú
varst að skrifa fyrri bókina?
„Raddir úr húsi loftskeytamannins og Samfeðra voru
eiginlega ein hugmynd í byrjun. Svo þróuðust þær svolít-
ið hvor í sína áttina og urðu svona eins og tvíburar þar
sem annar tvíburinn fæddist tveimur árum seinna. Ég
var samt svolítið smeyk við það, þegar ég var að byrja að
skrifa Samfeðra, að ætla að skrifa um sömu atburðina og
í fyrri bókinni, því það eru auðvitað kaflar þarna sem
segja frá því sama í báðum bókum. En það var mjög
spennandi og mikil áskorun að láta annan sögumann
segja frá sama efninu í annarri bók; leyfa honum að
segja frá sinni hlið.“
Fannst þér þú ná að fara dýpra í atburðina úr fyrri
bókinni með þessum hætti?
„Já, að vissu leyti. Sérstaklega með því að láta fleiri
persónur segja frá því sama.“
En af hverju varð Janus fyrir valinu sem aðal-
sögupersónan í Samfeðra?
„Mér fannst strax í byrjun ég ekki geta klárað Janus í
fyrri bókinni, ég yrði að halda áfram með hann, og í
gegnum þróunina á þessum sögum fannst mér hann vera
mjög mikið viðverandi. Hann hefur mikla viðveru í báð-
um bókunum og í þeirri seinni er hann nánast eins og
ljósmynd sem er að framkallast á ferðalaginu. Hann er
daufari til að byrja með og það kemur svo betur og betur
í ljós hver Janus er þegar líður á ferðalagið.“
Nú ertu líka myndlistarkona og ljóðskáld og hefur
gert margt á þínum ferli, en þetta eru fyrstu skáldsög-
urnar þínar. Finnst þér margt ólíkt með því sem þú hef-
ur verið að gera hingað til í þinni listsköpun og að skrifa?
„Þetta eru önnur tól; maður notar aðrar aðferðir til að
tjá sig, en þetta er allt saman tjáning. Það er auðvitað
svolítill munur á þessu en þetta er alltaf það sama. Mað-
ur byrjar með einhverja hugmynd og í fyrstu lotu er
maður eiginlega í öðrum heimi. Það er næstum því eins
og maður sé á einhverju; þetta er spennandi og rosalega
mikið að gerast. Svo byrjar vinnan og það er bara vinna,
aftur og aftur og aftur, að vinna úr hugmyndinni. Að
minnsta kosti er það þannig fyrir mig. Það tók mig tvö ár
að skrifa Samfeðra. Ég veit samt að það er fólk sem
vinnur allt öðruvísi og getur gert þetta fullkomlega í
fyrstu tilraun.“
Öll list er tjáning
Steinunn G. Helgadóttir gaf nýverið út sína aðra skáldsögu, Samfeðra, en fyrri
bók hennar, Raddir úr húsi loftskeytamannsins, kom út árið 2016. Hún líkir
bókunum við tvíbura þar sem annar tvíburinn fæðist tveimur árum seinna.
Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is
Steinunn var smeyk við að skrifa um sömu atburði í
tveimur bókum, en það reyndist spennandi áskorun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg