Fréttablaðið - 10.08.2018, Qupperneq 14
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5407.
Þennan dag árið 1927 lést Stephan
G. Stephansson skáld, 73 ára að aldri.
Ungur flutti hann vestur um haf og bjó
hann lengi við Klettafjöll. Hann var oft
kallaður Klettafjallaskáldið.
Stephan G. Stephansson hét upphaf-
lega Stefán Guðmundur Guðmundsson.
Hann var fæddur þann 3. október árið
1853 á Kirkjubóli í Skagafirði. Stefán
bjó í Skagafirði til 15 ára aldurs en flutti
þá í Þingeyjarsýslu og starfaði þar sem
vinnumaður. Hann bjó þar þangað til
hann fluttist til Vesturheims ásamt fjöl-
skyldu sinni.
Í fimm ár bjó hann í Wisconsin-ríki
í Bandaríkjunum og giftist þar Helgu
Sigríði Jónsdóttur. Áttu þau saman átta
börn en sex þeirra komust á legg. Næst
bjó Stefán í Norður-Dakóta, í tíu ár.
Í Wisconsin kallaði hann sig Stefán
Guðmundsson en í Dakota var hann
skrifaður Stefansson, sem gerði það að
verkum að bréf hans rugluðust við bréf
annarra Stefanssona svo Stefán tók upp
nafnið Stephan G. Stephansson, sem
hann varð síðar þekktur undir.
Fyrsta ljóðakver Stefáns bar nafnið
Úti á víðavangi og kom það út 1894.
Ljóðabækur hans urðu fjölmargar og
mjög vinsælar.
Þ ETTA G E R Ð I ST : 1 0 . ÁG Ú ST
Stephan G. Stephansson féll frá
Viðar Hreinsson rithöfundur skrifaði ævi-
sögu Stephans G. Stephanssonar.
Mynd/SiGurður Jökull ÓlafSSon
E lín Halldórsdóttir söng-kona, píanóleikari og tón-menntakennari, hefur gefið út lagið The #metoo song eða #metoo lagið. Þetta er fyrsta lagið sem hún semur á
ensku en viðlagið fjallar um að vonandi
geti metoo hreyfingin orðið til góðs fyrir
konur og menn, þannig að allir vandi
sig betur að fíflast ekki með ástina eða
í ástamálum
„Það eru nokkrar hliðar ástarinnar
teknar fyrir í laginu sem er óður minn
til metoo hreyfingarinnar,“ segir Elín
sem hefur gefið út lagið The #metoo
song eða #metoo lagið. Lagið hljómar á
ensku en þetta er í fyrsta sinn sem hún
semur á ensku.
„Ég samdi þetta lag í febrúar og hef
orðið fyrir sorgum og einu atviki sem ég
vil ekki tjá mig um. En ég var heilluð af
hreyfingunni og ég segi í textanum að ég
vilji að allir geti treyst á ný.“
Elín nam söng og píanóleik við Lond-
on College of Music. Hún stundaði fram-
haldsnám í einsöng í Köln í Þýskalandi
og bjó og starfaði þar í landi í Köln og
Regensburg. Í Regensburg stjórnaði hún
kórnum Femmes Fatales og gospelkórn-
um Spirit of Joy, auk þess sem hún kom
víða fram sem einsöngvari í borginni.
Hún segir að hún hafi verið að semja
fyrir börn og aðallega söngleiki en vilji
færa sig inn á almennan markað. „Ég á
eftir að gera meira af þessu. Ég er búin
að senda frá mér söngleiki fyrir krakka
en nú langar mig að semja fyrir almenn-
ing. Ég er söngkona, píanóleikari og tón-
menntakennari og hef starfað sem kór-
stjóri og stofnað kóra heima og erlendis.
Er því með langan og skemmtilegan
feril.“ benediktboas@frettabladid.is
Lag um #metoo byltinguna
Elín Halldórsdóttir söngkona, píanóleikari og tónmentakennari hefur gefið út lagið The
#metoo song eða #metoo lagið. Þetta er fyrsta lagið sem hún semur á ensku en viðlagið
fjallar um að vonandi geti metoo hreyfingin orðið til góðs fyrir konur og menn.
Elín Halldórsdóttir hefur sent frá sér lag
um metoo byltinguna. „Viðlagið fjallar
um að vonandi geti metoo hreyfingin
orðið til góðs fyrir konur og menn, þann-
ig að allir vandi sig betur að fíflast ekki
með ástina eða í ástamálum.“
Ég á eftir að gera meira
af þessu. Ég er búin að
senda frá mér söngleiki fyrir
krakka en nú langar mig að
semja fyrir almenning. Ég er
söngkona, píanóleikari og tón-
menntakennari og hef starfað
sem kórstjóri.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ásgeir Long
kvikmyndagerðarmaður, vélstjóri
rennismiður og þúsundþjalasmiður,
sem lést þann 3. ágúst sl. verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 14. ágúst
klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Valdimar Long
Björg Long
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurður Þórhallsson
Laugarnesvegi 89,
lést að Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi
fimmtudagsins 2. ágúst sl.
Útför fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn
16. ágúst nk. kl. 15.00.
Sigríður Benediktsdóttir
Helga Sigurðardóttir Viðar Aðalsteinsson
Þórey Viðarsdóttir
Helga Sóley Viðarsdóttir Kristján Már Gunnarsson
Rósa Sigurðardóttir
Torfi S. Gíslason Arna Lind Kristinsdóttir
Gísli Berg Torfason
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ragnheiður Magðalena
Jóhannsdóttir
frá Ósi, Kálfshamarsvík,
Melabraut 34, Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 4. ágúst. Útförin fer fram frá
Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 15. ágúst klukkan 13.00.
Jóhann Kristinsson
Ester Kristinsdóttir Andrés G. Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og
hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Önnu Steindórsdóttur,
dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Asparhlíðar
fyrir góða og hlýja umönnun.
Úlfar Hauksson Hólmfríður Andersdóttir
Selma Hauksdóttir Þengill Ásgrímsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
Kristmundur Guðmundsson
vélsmiður,
Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ,
lést mánudaginn 30. júlí á Hrafnistu
í Reykjanesbæ. Útför hans verður frá
Fossvogskirkju mánudaginn 13. ágúst klukkan 15.
Elín Guðný Bóasdóttir
Guðmundur Karl Kristmundsson Guðborg Eyjólfsdóttir
Anna Katrín Kristmundsdóttir Bjarni Róbert Jónsson
Eyrún Elín, Kristrún María, Róbert Arnar,
Marinó Ingi og Nanna Ísold
Metoo hefur hreyft við mörgum. nú er komið lag um byltinguna. fréttablaðið/StEfán
1 0 . á g ú s t 2 0 1 8 F Ö s t U D A g U R14 t í m A m ó t ∙ F R É t t A B L A ð i ð
tímamót
1
0
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
D
-9
9
2
C
2
0
8
D
-9
7
F
0
2
0
8
D
-9
6
B
4
2
0
8
D
-9
5
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
9
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K