Fréttablaðið - 10.08.2018, Page 25
Alisson
25 árA
MArkvörður
Brasilíumaður
Landsleikir: 31
Keyptur á 65 milljónir punda frá
Roma
Eftir ófarir Loris Karius í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðasta vor var ljóst
að Jürgen Klopp þyrfti að fá nýjan
mann milli stanganna hjá Liver-
pool.
Um miðjan júlí staðfesti Liver-
pool að félagið hefði fest kaup
á brasilíska landsliðmarkverð-
inum Alisson frá Roma. Hann
var dýrasti markvörður heims í
nokkrar vikur, eða þar til Chelsea
keypti Kepa Arrizabalaga frá
Athletic Bilbao.
Alisson hóf ferilinn með
Internacional í heimalandinu en
gekk í raðir Roma 2016. Hann var
varamaður fyrir Wojciech Szczesny
á sínu fyrsta tímabili í borginni
eilífu. Á síðasta tímabili fékk
Alisson tækifæri eftir að Szczesny
var seldur til Juventus og sló í gegn.
Roma fékk aðeins 28 mörk á sig í
ítölsku úrvalsdeildinni, næstfæst
allra liða, og Alisson hélt marki
sínu 17 sinnum hreinu. Þá hélt
hann fimm sinnum hreinu á leið
Roma í undanúrslit Meistara-
deildar Evrópu.
Alisson, sem hefur verið aðal-
markvörður brasilíska landsliðsins
undanfarin ár, er góður maður
gegn manni, gríðarlega öruggur
með boltann og kemur honum vel
frá sér. Og hann er ekki mistækur
eins og þeir Simon Mignolet og
Karius sem hafa staðið í ramm-
anum hjá Liverpool síðustu ár.
Markvarðarstaðan hefur verið
til vandræða hjá Rauða hernum
undanfarin ár en stuðningsmenn
Liverpool vonast til að það heyri
sögunni til. Og þeir vonast að sjálf-
sögðu til þess að kaupin á Alisson
heppnist jafn vel og síðast þegar
Liverpool keypti leikmann frá
Roma (Mohamed Salah).
Miklar væntingar gerðar til Brassans
Liverpool hefur
leitað lengi
að traustum
markverði.
Stuðningsmenn
liðsins vonast til
að Alisson sé sá
maður.
Nordic photoS/
Getty
Fred
25 árA
MiðjuMAður
Brasilíumaður
Landsleikir/mörk: 8/0
Keyptur á 43,7 milljónir punda frá
Shakhtar Donetsk
Frederico Rodrigues de Paula Santos, eða Fred, lék í fimm ár með Shakhtar Donetsk, varð
þrisvar sinnum Úkraínumeistari
með liðinu og lék fjölmarga leiki
með því í Meistaradeild Evrópu. Í
sumar keypti Manchester United
brasilíska miðjumanninn svo fyrir
43,7 milljónir punda. José Mour-
inho, knattspyrnustjóri liðsins,
var ekki sáttur með gang mála á
félagaskiptamarkaðnum í sumar
en landaði þó hinum 25 ára gamla
Fred.
Stuðningsmenn United vonast
til að Fred reynist félaginu jafn
vel og annar brasilískur miðju-
maður, Fernandinho, hefur reynst
Maðurinn sem á að fóðra Pogba og félaga
Frammistaða Freds með Manchester United á undirbúningstímabilinu hefur lofað góðu. NordicphotoS/Getty
Manchester City eftir að hann
var keyptur frá Shakhtar fyrir
nokkrum árum. Fred hefur leikið
átta landsleiki fyrir Brasilíu og var
í brasilíska hópnum á HM í Rúss-
landi í sumar.
Fred er vel spilandi alhliða
miðjumaður sem er með góðar
sendingar. Hans hlutverk hjá
United verður að halda takti
í spilinu og koma boltanum á
leikmenn á borð við Paul Pogba,
Alexis Sánchez og Romelu Lukaku í
hættulegum stöðum.
Fred getur líka unnið boltann en
gengur stundum full hart fram. Á
síðasta tímabili fékk hann 11 gul
spjöld og eitt rautt í 26 leikjum í
úkraínsku úrvalsdeildinni.
Fred skrifaði undir
fimm ára samning
við United með mögu
leika á eins árs fram
lengingu.
Brasilíski vængmaðurinn Richarlison endurnýjar sam-starf sitt við Marco Silva sem
tók við sem knattspyrnustjóri hjá
Everton síðasta vor, en þeir unnu
saman með fínum árangri hjá
Watford á síðustu leiktíð. Hann er
snöggur og flinkur kantmaður, en
Everton skorti tilfinnanlega hraða
í sóknarleik sinn á síðasta keppnis-
tímabili og Richarlison á að leysa
þann vanda. Hann var fyrstu kaup
Silva og Marcel Brands sem ráðinn
var sem yfirmaður knattspyrnu-
mála í sumar.
Richarlison kostaði um það
bil 40 milljónir punda og er næst
dýrasti leikmaður í sögu félagsins
á eftir Gylfa Þór Sigurðssyni. Það er
því pressa á Brasilíumanninum að
hann standi sig.
Hann lék alla 38 deildarleiki
Watford á sínu fyrsta tímabili með
liðinu og skoraði í þeim leikjum
fimm mörk. Everton er því ekki
að fjárfesta í markaskorara af guðs
náð, en hann getur ógnað með
hraða sínum og knatttækni og
skapað fyrir samherja sína í opnu
spili. Samlandi hans, Bernard,
sem er örvfættur vængmaður með
snerpu og kraft, gekk svo til liðs
við Everton frá úkraínska liðinu
Shaktar Donetsk á lokadegi félaga-
skiptagluggans síðdegis í gær.
Það er því líklegt að Everton leiki
með tvo brasilíska sóknartengiliði
sinn hvorum megin við Gylfa Þór
sem verður í hlutverki sóknar-
sinnaðs miðjumanns. Sóknarlína
Everton er þar af leiðandi orðin
mun kvikari og tæknilega betri en
sú sem liðið hafði á að skipa síð-
asta vetur. Hinn fótfrái Theo Wal-
cott þarf því að hafa meira fyrir því
að komast í byrjunarliðið en undir
stjórn Sams Allardyce.
Brasilísk innreið á Goodison Park
richarlison sem kom til everton frá Watford í sumar með boltann í leik með liðinu gegn Valencia . NordicphotoS/Getty
Everton keypti tvo
brasilíska framherja
í sumar sem eiga að
hressa upp á sóknarleik
liðsins. Richarlison er á
sínu öðru tímabili í
Englandi, en þetta verður
frumraun Bernard.
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxKyNNiNGArBLAÐ 7 F Ö S t U dAG U r 1 0 . ág ú S t 2 0 1 8 eNSKi BoLtiNN
1
0
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
D
-9
4
3
C
2
0
8
D
-9
3
0
0
2
0
8
D
-9
1
C
4
2
0
8
D
-9
0
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
9
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K