Fréttablaðið - 07.09.2018, Síða 30

Fréttablaðið - 07.09.2018, Síða 30
Þetta kartöflusalat á mjög vel við flest kjöt, pylsur og fisk. 1 kg kartöflur 1 blómkálshaus, skorinn í litla bita ¼ bolli rauðlaukur, saxaður smátt ¾ bolli súrar smágúrkur (e. dill picles), saxaðar eða skornar í litla bita ¼ bolli sellerísönglar, saxaðir smátt ½ bolli vorlaukur, smátt saxaður 6 harðsoðin egg, hvert skorið í 4 hluta ½ bolli stökkt beikon, skorið smátt Sósan: ¾ bollar majónes ¾ bollar sýrður rjómi 2 msk. borðedik 1 msk. dijonsinnep 1 msk ferskt dill, smátt saxað Salt og pipar eftir smekk Skerið kartöflur í bita. Sjóðið þær með blómkálinu í léttsöltuðu vatni í 10-15 mín. Kælið. Setjið í stóra skál kartöflur, blómkál, rauðlauk, smágúrkur, sellerí og ¼ bolla af vorlauknum. Hrærið saman. Setjið í aðra skál allt hráefni fyrir sósuna. Hrærið vel og hellið í salatskálina. Smakkið til með salti og pipar. Þegar salatið er borið fram skal strá beikoni og afgangi af vorlauknum yfir ásamt eggjunum. Gott að skreyta með fersku dilli. Frábært salat Leikfangaframleiðandinn LEGO byggði ökuhæfan Bugatti-sportbíl í fullri stærð að öllu leyti úr LEGO-kubbum. Bíllinn er eins fullkomin eftir- mynd af Bugatti Chiron og hægt er að gera úr LEGO-kubbum og hann er knúinn áfram af mótortækninni sem er notuð í LEGO Technic, en fer reyndar ekkert svakalega hratt. Bíllinn var byggður úr yfir milljón LEGO Technic-kubbum af um 340 gerðum og ekkert lím var notað til að halda kubbunum saman. Bíllinn vegur rúmlega eitt og hálft tonn og vélin samanstend- ur af 2.304 LEGO-mótorum, 4.032 LEGO Technic-gírhjólum og 2.016 LEGO Technic- krossásum. Bíllinn er líka með vindskeið og hraða- mæli úr LEGO Technic-kubbum sem virka. LEGO segir að bíllinn sé um 5,3 hestöfl og að hönnun hans og bygging hafi tekið meira en 13.438 vinnustundir. Hugmyndin kom eftir að hönnunarlið LEGO Tec- hnic byggði módel af Chiron-bíln- um sem var átta sinnum minna en hann er í raun. Bíllinn sem er í fullri stærð var svo byggður af 16 manna teymi sérfræðinga í verksmiðju LEGO í Kladno í Tékk- landi. LEGO fékk Andy Wallace, sem sér um að prófa alvöru Bugatti-bílana, til að prufukeyra LEGO-útgáfuna og það var gert á brautinni þar sem Bugatti Chiron- bíllinn var upphaflega prófaður. Hægt er að sjá prufukeyrsluna á YouTube. Byggðu ökuhæfan Bugatti úr LEGO Hugrún og Magni. MYND/ANNA GEPPERT Yfirlitssýningin Undraveröld Kron by Kronkron stendur nú yfir í Hönnunarsafni Íslands. Þar má sjá verk Hugrúnar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar sem hannað hafa um 1.200 skópör á tíu árum. Í sköpunarverki Hugrúnar og Magna mætist vandað handverk, sköpunar- gleði og ástríða í trylltum dansi, og á morgun, laugardag, verður boðið upp á leiðsögn með hönnuðunum sjálfum um sýninguna. Þriðjudaginn 18. september lýkur svo sýningunni með loka- balli Hönnunarsafnsins sem standa mun frá klukkan 20 til 22. Þá leikur hljómsveitin Mabolitos sambland af uppáhalds salsanúmerum hljómsveitarmeðlima ásamt frum- sömdum latínukvæðum. Hljóm- sveitina skipa Alexandra Kjeld með söng og spili á kontrabassa, Daníel Helgason á gítar og tres, Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á básúnu og fiðlu. Þá er bara að skella sér í dansskóna. 1.200 skópör á tíu árum  - Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is ÞÚ FÆRÐ “SUMARDRESSIД HJÁ Curvy býður upp á fjölbreyttan fatnað í stærðum 14-28 eða 42-58 VERTU VELKOMIN Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 EÐA PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS Afgreiðslutímar í verslun Curvy.is að Fákafeni 9 eru Alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 0 7 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 2 -8 4 7 0 2 0 C 2 -8 3 3 4 2 0 C 2 -8 1 F 8 2 0 C 2 -8 0 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.