Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2018, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 11.09.2018, Qupperneq 2
Veður Vestlæg átt og hvassast allra syðst. Súld eða rigning með köflum austan til á landinu, en annars víða skúrir, einkum síð- degis. Hiti 6 til 13 stig. SJÁ SÍÐU 16 Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.isFlísabúðin 30 ára 2018 Rubi kynning fyrir fagmenn 11. og 12. september frá 13:00 til 17:00. Sérfræðingur frá Rubi á staðnum Finndu okkur á facebook Upplitsdjarfir undir pressu Landsliðsþjálfari karla, Erik Hamrén, og aðstoðarmaður hans, Freyr Alexandersson, voru léttir, ljúfir og kátir á æfingu liðsins í gær þrátt fyrir 6-0 skell gegn Sviss ytra. Liðið tekur á móti bronsliði Belga frá HM á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn er liður í hinni nýju Þjóðadeild UEFA. Ljóst er að liðið þarf að gyrða sig í brók en tapist leikurinn verður róðurinn þungur og stutt í fall í B-deild keppninnar. Sjá síðu 12 FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR JARÐFRÆÐI „Þetta er stórmerki­ legt,“ segir Páll Einarsson jarðfræði­ prófessor um mikinn flaum sem tók skyndilega að streyma frá Austur­ Engjahver og litar nú sunnanvert Kleifarvatn. Haraldur Diego flugmaður sem flaug yfir svæðið í gærmorgun tók eftir breytingum suðvestur af Kleifarvatni þar sem hvítur flaumur streymdi niður að vatninu. Haraldur tók meðfylgjandi mynd. „Þetta kemur svolítið á óvart,“ segir Páll sem skoðaði myndir Har­ aldar í gær. Breytingin sé greinileg. „Það er hugsanleg skýring að grunn­ vatnið standi mjög hátt ef úrkomu­ samt sumar og þess vegna renni meira úr hvernum.“ Páll segir að vatn standi nú hærra í Kleifarvatni heldur en hafi verið mjög lengi. Vatnsborðið hafi lækkað um fjóra metra í jarðskjálftum árið 2000. Austur­Engjahver er austan við Krísuvík, um tvo og hálfan kíló­ metra frá Kleifarvatni. „Það stendur hverataumur niður allan farveg lækjarins sem rennur úr honum og alveg út í syðsta flóann í vatninu. Þessi flói er búinn að vera á þurru í áratugi en er nú nýlega orðinn að flóa aftur. Vatnið stendur hærra en ég hef séð það síðan ég var ungur maður,“ segir Páll. Aðspurður segir Páll enga sér­ staka hættu vera á ferðum við Kleifar vatn. „Það er fylgst nokkuð vel með í Krísuvík. Það eru alls konar mælingar,“ segir hann. Meðal þess sem fylgst er með er landhæð. Að sögn Halldórs  Geirs­ sonar hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur land nú sigið á Kleifarvatnssvæðinu um tíu til tólf sentímetra frá árinu 2010. Á árunum þar á undan hafi land risið og þannig gangi þetta á víxl. Ekki sé vitað fyrir víst hvort það sé jarðhita­ kerfið sem valdi þessu eða hvort það tengist meira kvikuferlum. „Þetta er sennilega kísill sem er í þessu,“ segir Halldór um efnið í hvíta læknum frá Austur­Engjahver. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Nátt­ úruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands leit á aðstæður við Kleifar­ vatn eftir ábendingu Fréttablaðsins í gær. „Þetta er eiginlega magnað. Þegar horft er á Kleifarvatn er það tvílitt af vatninu úr þessum hvíta læk,“ segir hún. Málið segir Kristín hægt að skoða í samhengi við nýlegar upplýsingar um breytingar á hverasvæði á botni Kleifarvatns. „Við sjáum ekki breytingar á skjálftavirkni eða neitt slíkt en þurfum auðvitað að vera vakandi.“ Búast má við að jarðvísindamenn skoði betur á næstu dögum þá stöðu sem upp er komin við Kleifarvatn. gar@frettabladid.is Óvæntur hveraflaumur streymir í Kleifarvatn Öflugur hvítur lækur sem streymir nú úr Austur-Engjahver í Kleifarvatn upp- götvaðist í gær. Jarðvísindamenn segja um að ræða merkilega breytingu sem hugsanlega eigi rætur í hárri grunnvatnsstöðu. Engin hætta er sögð á ferðum. Hvítur lækur streymir nú út í syðsta flóa Kleifarvatns. MYND/HARALDUR DIEGO Þetta er eiginlega magnað. Þegar horft er á Kleifarvatn er það tvílitt af vatninu úr þessum hvíta læk. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúru- várvöktunar hjá Veðurstofu Íslands DANMÖRK Dönsk stjórnvöld vilja að þegnarnir fái leyfi til að vopnast piparúða heima hjá sér þar sem það auki öryggistilfinningu. Ætlunin er að borgararnir geti beitt piparúð­ anum gegn innbrotsþjófum til að verja sig. Samband lögreglumanna bendir á að piparúðinn geti komast í rangar hendur. Samkvæmt tillögu ríkisstjórnar­ innar er gert ráð fyrir að þeir sem eru ofsóttir af til dæmis fyrrverandi maka eða öðrum fái að hafa pipar­ úða á sér úti á götu. – ibs Vilja leyfa piparúða Lögreglan telur piparúða geta komist í rangar hendur. NORDICPHOTOS/AFP LYFJAMÁL Um fimmtungur íslenskra háskólanema hefur notað lyfseðils­ skyld lyf sem stíluð eru á annan. Stærstur hluti þeirra segist hafa notað slík lyf til að bæta náms­ árangur eða í aðdraganda prófa. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum könnunar sem Lyfjastofnun gerði. Langflestir, eða um fjörutíu prósent, útveguðu sér lyfin frá foreldrum sínum. Um einn af hverjum sjö fékk þau hjá skóla­ félaga og álíka stór hópur útvegaði slík lyf í gegnum söluaðila sem var þeim ókunnugur. Ríflega þrír af hverjum fjórum höfðu heyrt að lyfseðilsskyld lyf væru notuð til að bæta námsárang­ ur. Um tuttugu prósent höfðu notað slík lyf til að njóta hugbreytandi áhrifa þeirra við skemmtanahald. – jóe Mikill fjöldi nema notar lyf fyrir próf SAMFÉLAG Kvikmyndin Lof mér að falla eftir Baldvin Z er í efsta sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa eftir helgina með vel yfir 8 þúsund gesti. 6.467 gestir sáu myndina um helgina, en 8.229 sé aðsókn að for­ sýningum talin með. Síðasta mynd Baldvins, Vonarstræti, trekkti að 7.671 gest fyrstu helgina í sýningu.  Af öðrum íslenskum myndum á listanum má nefna að 17.543 hafa séð Kona fer í stríð eftir Benedikt Erl­ ingsson eftir 16 vikur í sýningu, 4.635 hafa séð Svaninn, eftir Ásu Helgu Hjörleifs­ dóttur eftir 36 vikur í sýningu og 6.855 hafa séð Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur eftir 27 vikur í sýn­ ingu. – ósk Lof mér að falla aðsóknarmest Baldvin Z leikstóri. 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 6 -D 2 B C 2 0 C 6 -D 1 8 0 2 0 C 6 -D 0 4 4 2 0 C 6 -C F 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.