Fréttablaðið - 11.09.2018, Page 8

Fréttablaðið - 11.09.2018, Page 8
SVISS Michelle Bachelet, nýr mann­ réttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlits­ mönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heila­ þvottarbúðum í Xinjiang. Ræðan fylgir í kjölfar tveggja skýrslna um málið. Mannrétt­ indaráðið birti skýrslu um málið í lok síðasta mánaðar og svo birti Mannréttindavaktin (HRW) langa skýrslu á sunnudaginn. „Kínverska ríkisstjórnin er að fremja mann­ réttindabrot í Xinjiang á skala sem hefur ekki sést þar í landi í áratugi,“ sagði Sophie Richardson, yfirmaður Mannréttindavaktarinnar í Kína, á sunnudag. Bachelet, áður forseti Síle, sagði að rannsóknarnefnd SÞ hefði sett fram alvarlegar ásakanir á hendur Kínverja. „Ég hef sjálf verið í haldi af pólitískum ástæðum og er dóttir pólitískra fanga. Ég hef verið bæði flóttamaður og læknir, meðal ann­ ars barna sem þurftu að þola pynt­ ingar,“ sagði Bachelet í ræðu sinni. Hún lýsti einnig yfir áhyggjum sínum af því að 500 börnum sem innflytjendamálayfirvöld í Banda­ ríkjunum tóku af foreldrum sínum hafi ekki enn verið skilað til fjöl­ skyldna sinna. – þea Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi SPÁNN Rétt tæplega hálf milljón Katalóna hefur skráð sig til þátttöku í fjöldamótmælum sem fram fara á þjóðhátíðardegi Katalóna í dag. Frá þessu greindi Assemblea Nacional Catalana (ANC), samtök sjálfstæðis­ sinna, í gær. Elisenda Paluzie leið­ togi samtakanna sagði í viðtali við katalónska héraðsútvarpið í gær að þar að auki hefðu 270.000 keypt sér boli merkta atburðinum og að 1.500 rútur hefðu verið teknar á leigu til að ferja skarann. Þetta verður fyrsta þjóðhátíð Katalóníu frá atburðunum síðasta haust. Þá lýsti héraðsstjórnin yfir sjálfstæði eftir umdeilda atkvæða­ greiðslu sem hæstiréttur Spánar úrskurðaði ólöglega. Ráðherrar héraðsstjórnarinnar og forsetinn voru ákærðir í kjölfarið, forsetinn flúði land með nokkrum ráðherrum en aðrir eru enn í varðhaldi og bíða réttarhalda. Markmið mótmælanna, að sögn skipuleggjenda, er að vekja athygli heimsbyggðarinnar á ástandinu í katalónskum stjórnmálum. Lög­ menn nokkurra ráðherra verða á meðal þeirra sem halda ræður. – þea Hundruð þúsunda ætla að mótmæla SVÍÞJÓÐ Enginn skýr meirihluti er á sænska þinginu eftir kosningar sunnudagsins. Vinstriblokkin, undir forystu Stefans Löfven for­ sætisráðherra og Jafnaðarmanna­ flokks hans, fékk 144 þingsæti. Þar af fékk Jafnaðarmannaflokkurinn 101 en hafði 113. Bandalagið, undir forystu hægriflokksins Moderaterna og formanns hans, Ulf Kristersson, fékk 143 sæti. Þar af fengu Moderat­ erna 70 en höfðu 84. Hvorug þessara tveggja stóru blokka sænskra stjórn­ mála getur því myndað meirihluta á 349 sæta þingi. Ástæðan fyrir þessari pattstöðu er stórsókn þjóðernishyggjuflokks Sví­ þjóðardemókrata sem bætti við sig þrettán þingsætum og fékk 62 sæti og 17,6 prósent atkvæða. Sigur Sví­ þjóðardemókrata var þó minni en stefndi í um mánaðamót þegar þeir mældust mest með 24,8 prósenta fylgi. Hvorug blokkanna vill vinna með Svíþjóðardemókrötum, sem eiga rætur sínar í sænskum hreyf­ ingum fasista, nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Allir flokkar vilja koma að mynd­ un ríkisstjórnar. Áhrifamenn innan Jafnaðarmannaflokksins sögðu  í gær að stærsti flokkurinn, Jafnaðar­ mannaflokkurinn, ætti að fá for­ sætisráðuneytið. Bandalagsmenn hafa farið fram á að Löfven segi af sér enda tapaði flokkurinn fylgi. Gunnar Strömmer ritari Moderaterna var einn þeirra sem fóru fram á slíkt í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, í gær. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið með forsætisráðuneytið frá kosningum 2014 í minnihlutastjórn með Græningjum. Flokkarnir hafa notið stuðnings Vinstriflokksins. Leiðtogar flokka Bandalagsins funduðu í gær. Jan Björklund, leið­ togi Frjálslynda flokksins, sagði á Twitter að markmiðið væri að skipta um ríkisstjórn. Upplýsinga­ fulltrúar vinstriblokkarinnar vildu ekki upplýsa SVT um hvort leið­ togar þeirra flokka væru að funda en sögðu „eitthvað í gangi“. Svíþjóðardemókratar buðu Mod­ eraterna og Kristilegum demó­ krötum, íhaldssamari flokkum Bandalagsins, til viðræðna í gær. Fyrrnefndur Strömmer sagði hins vegar að flokkurinn ætlaði sér ekki að vera í sambandi við Svíþjóðar­ demókrata. Undir það tóku Kristi­ legir demókratar. Framhaldið er óljóst. Ef blokk­ irnar tvær standa við gefin loforð um að vinna ekki með Svíþjóðar­ demókrötum mun annaðhvort þurfa minnihlutastjórn eða brúa bilið á milli hægri og vinstri. Löfven virtist gefa hið síðarnefnda í skyn á kosninganótt. Hann sagði niður­ stöðurnar marka endalok blokka­ pólitíkur. thorgnyr@frettabladid.is Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Forsíður sænsku blaðanna segja allt sem segja þarf um óljóst framhald eftir kosningarnar. NORDICPHOTOS/AFP Hvorki vinstri- né hægri- blokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Sví- þjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. Michelle Bach­ elet, mannrétt­ indastjóri SÞ. 440 þúsund hafa boðað komu sína á mótmæli í Katalóníu. Ford Transit Custom er þekktur fyrir einstakan búnað, endingu og hagkvæmni. Með nýrri kynslóð bætir Ford enn í og gerir Transit Custom enn betri. Hinn nýi Ford Transit Custom er ríkulega búinn m.a. olíumiðstöð með tímastilli, upphitanlegri framrúðu, aksturstölvu, Easy fuel eldsneytisáfyllingu, upphitanlegu ökumannssæti, spólvörn, ESP stöðuleikakerfi, brekkuaðstoð og 14 geymsluhólfum í innréttingu. NÝR FORD TRANSIT CUSTOM – Betri en nokkru sinni 3.590.000 KR. MEÐ VSK. FÁANLEGUR SJÁLFSKIPTUR 2.895.000 KR.ÁN VSK. FORD TRANSIT CUSTOM KOSTAR FRÁ: Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 ford.is Ford_Transit_Custom_5x15_20180831_END.indd 1 31/08/2018 15:58 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 6 -F 5 4 C 2 0 C 6 -F 4 1 0 2 0 C 6 -F 2 D 4 2 0 C 6 -F 1 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.