Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 2
Veður Norðlæg átt í dag, vætusamt og svalt veður á norðanverðu landinu, en bjartviðri syðra og mun hlýrra. SJÁ SÍÐU 28 Mjólk er góð í nýjum fernum Að renna úr hlaði Hinn indverski Sushil Reddy er lagður af stað í tveggja vikna hringferð um landið á rafhjóli með sólarsellu á tengivagni. Sushil hefur skráð sig á spjöld sögunnar fyrir að hjóla á rafhjóli tengdu sólarsellu, en fyrsta ferðin var í heimalandinu. Fyrir þá ferð komst hann í Heimsmetabók Guinness fyrir lengstu ferð á rafhjóli, en hann hjólaði rúmlega 7.400 kílómetra. IKEA leggur honum til rafhjól, vagn og sólarselluna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FJÖLMIÐLAR „Það er mjög mikilvægt að það ríki samkeppni á fjölmiðla- markaði. Við fáum betri og öflugri fjölmiðla ef það er virk og góð sam- keppni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, sem kynnti í gær tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einka- rekinna fjölmiðla. Meðal tillagnanna er endur- greiðsla ritstjórnarkostnaðar hjá prent- og ljósvakamiðlum að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnt er að því að frumvarp þess efnis verði lagt fram eftir áramót og að fyrstu endurgreiðslurnar komi til framkvæmda vegna rekstrarársins 2019. „Þetta eru tillögur sem hafa verið í vinnslu í mennta- og menningar- málaráðuneytinu síðustu átján mánuði. Við höfum unnið þetta með fjölmiðlanefnd og lagt mikla áherslu á alþjóðlegan samanburð. Við vildum skoða hvað væri að gerast annars staðar og hvernig það væri að ganga upp.“ Lilja segir að fjölmiðlar gegni mjög mikilvægu hlutverki, bæði við miðlun upplýsinga í lýðræðis- samfélagi og fyrir íslenska tungu. „Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin, þá er umhverfi einkarekinna fjölmiðla hér annað og þessar aðgerðir miða að því að jafna leikinn.“ Stefna að því að bæta RÚV upp tekjutapið Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Endurgreiða á hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla og minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði um 560 milljónir á ári samkvæmt tillögum mennta- og menningar- málaráðherra. Aðgerðir til að styrkja íslenska tungu Auk tillagna um stuðning við einkarekna fjölmiðla kynnti ráð- herra tillögur sem miða að því að styrkja stöðu íslenskrar tungu. Meðal aðgerða er stuðningur við útgáfu bóka á íslensku en í stað niðurfellingar virðisauka- skatts verður fjórðungur beins kostnaðar endurgreiddur. Verður árlegur stuðningur um 400 millj- ónir frá og með næsta ári. Þá verða 2,2 milljarðar króna settir í sérstaka verkáætlun sem ber heitið „Máltækni fyrir íslensku 2018-2022“. Markmiðið er að tryggja að íslenska verði gjaldgeng í stafrænum heimi og rafrænum samskiptum. Þingsályktunartillaga í 22 liðum verður lögð fram á Alþingi í haust. Markmið tillögunnar er að efla íslenskukennslu, auka framboð á menningarlegu efni á íslensku og stuðla að vitundarvakningu. Umsvif RÚV á auglýsingamark- aði verða einnig minnkuð. Þar er til skoðunar að banna kostun dag- skrárliða og að lækka hámarksfjölda auglýsingamínútna á klukkustund úr átta í sex. Lilja segir að til standi að bæta RÚV upp það tekjutap. „Við stefnum að því. RÚV hefur verið að fá auknar fjárveitingar og við stefnum áfram að því að hafa öflugt RÚV.“ sighvatur@frettabladid.is 400 milljónir á ári gætu farið í endurgreiðslur vegna kostn- aðar einkarekinna miðla. SKIPULAGSMÁL Söfnuður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur kynnt skipulagsyfirvöldum í Reykjavík nýja hugmynd að uppbyggingu á lóð safnaðarins á Mýrargötu. Hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar liggja þannig fyrir tvær tillögur frá hönnuði rétttrúnaðarsafnaðarins sem vill vita hvort þær fáist sam- þykktar. Sú fyrri hefur áður komið fram. Nýrri tillagan  gerir ráð fyrir „minni kirkju í fermetrum og lægri með tveimur turnum á lóðinni en ekki innan núverandi byggingar- reits“, segir í fyrirspurn arkitektsins. Samkvæmt nýrri útfærslunni verður kirkjubyggingin aðeins að hluta innan byggingarreitsins á lóðinni og þaðan liggja neðan jarðar- göng sem verða alfarið utan bygg- ingarreitsins. Málið var lagt aftur fyrir í síðustu viku en afgreiðslu þess frestað og arkitektinn beðinn að hafa samband við embættið. – gar Ný tillaga að kirkju á Mýrargötu Nýja tillagan gerir ráð fyrir minni kirkju og safnaðarheimili. MYND/ARKITEO TÆKNI Tæknirisinn Apple svipti í gær hulunni af nýrri kynslóð iPhone-snjallsímanna.  Á meðal nýjunga frá fyrirtækinu er lang- stærsti iPhone-síminn  hingað til, iPhone XS Max, en skjástærð hans er 6,5 tommur. Í nýju símunum er að finna upp- færða myndavél, rafhlöðu og mögu- leika á að vera tvö með símkort. – khn Apple kynnir nýjan iPhone Síminn er sá stærsti hingað til. 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C E -3 0 D C 2 0 C E -2 F A 0 2 0 C E -2 E 6 4 2 0 C E -2 D 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.