Fréttablaðið - 13.09.2018, Side 43

Fréttablaðið - 13.09.2018, Side 43
Nú ríður á að eldri borgarar og öryrkjar sýni samstöðu og taki þátt í undirskrifta- söfnuninni. Eftir að síðasta grein mín um kjör aldraðra birtist í Frétta-blaðinu hringdu margir til mín. Meðal þeirra sem hringdu var eldri borgari, Erla Magna Alexand- ersdóttir. Hún þakkaði mér fyrir greinina og allar fyrri baráttugreinar fyrir eldri borgara. En hún sagði að það væri kominn tími til aðgerða. Það þyrfti að efna til undirskrifta- söfnunar og jafnvel að fara í mál við ríkið til þess að ná fram réttlæti og sanngjörnum lífeyri. Það væri ekki unnt að lifa af lífeyri almanna- trygginga í dag. Það kom fram að stundum liði hún skort vegna þess hve lífeyrir TR væri naumt skammt- aður. Allir hljóta að sjá að við svo búið verður ekki unað lengur. Undirskriftasöfnun afráðin Ég féllst á að aðstoða hana við að koma á fót undirskriftasöfnun. Hún hófst 27. ágúst og er rafræn á netinu á vegum þjóðskrár til þess að tryggja öryggi hennar. Í undir- skriftasöfnuninni er lögð áhersla á að elli- og örorkulífeyrir sé alltof lágur, dugi ekki til framfærslu og þurfi að hækka. Ég tel lágmark að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja í 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Í dag er ástandið þannig, að eldri borgarar, sem eru á lægstum lífeyri þurfa iðulega að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyf sín. Það er hreint mannréttinda- brot. Ég tel það líka brot á 76. grein stjórnarskrárinnar, þar eð þar segir að ríkið eigi að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þurfi. Ljóst er að það þarf aðstoð, þegar eldri borg- arar líða iðulega skort og geta ekki farið til læknis eða leyst út lyfin sín. Slíkt getur ekki gengið í ríki, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Þurfa eðlilega aðild að samfélaginu Vera kann að stjórnvöldum þyki það mikil hækkun, að lífeyrir fari í 318 þúsund kr. eftir skatt. Þessi líf- eyrir er 243 þúsund í dag hjá ein- staklingum. En ef lægst launuðu eldri borgarar og öryrkjar eiga að geta átt eðlilegan aðgang að samfélaginu, er þetta síst of hátt. Þetta þarf að duga fyrir brýnustu útgjöldum en auk þess fyrir tölvu, fyrir bíl og rekstrar- kostnaði hans, fyrir gjöfum handa börnum og barnabörnum og fyrir afþreyingu. Þessir liðir, sem ég tel upp eru sjálfsagðir í nútímasamfélagi og aldraðir og öryrkjar eiga rétt á að taka fullan þátt í samfélaginu. Í dag fer allur lífeyrir í brýnustu útgjöldin, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, raf- magn og hita og dugar ekki til. Sýna þarf samstöðu Nú ríður á að eldri borgarar og öryrkjar sýni samstöðu og taki þátt í undirskriftasöfnuninni. Með því geta þeir knúið fram eðlilega leið- réttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja. Það er löngu tímabært að sú leið- rétting nái fram að ganga. Aldraðir þurfa að eiga áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar eiga einnig rétt á það góðum kjörum að þeir þurfi ekki stöðugt að kvíða morgundeginum. Undirskriftir til stuðnings mun hærri lífeyri aldraðra Björgvin Guðmundsson viðskipta­ fræðingur Opið bréf til hagfræðideilda íslensku háskólanna, Seðla-banka Íslands, alþingis- manna og ríkisstjórnar Íslands. Verðtrygging leiðir til hærri vaxta og aukinnar verðbólgu. Því er óhjá- kvæmilegt að afnema hana, af öllum neytendalánum hið minnsta. Til skýringar: Gefum okkur að öll útlán fjármálastofnana séu verð- tryggð. Síðan gerist það, sem við höfum svo oft upplifað, að peninga- magn í umferð eykst umfram vöxt raunhagkerfisins eða að gengið ofrís og verðbólguþrýstingur myndast, þ.e. hagkerfið fer í þann ham að ryðja sig, reyna að leiðrétta misgengi raunhag- kerfis og kaupmáttar peningamagns í umferð. Þetta köllum við verðbólgu. Verðbólga er þannig í raun náttúru- legt fyrirbrigði sem fer af stað þegar misgengið áðurnefnda myndast. Þegar allar fjármálalegar eignir eru verðtryggðar nær hagkerfið ekki að ryðja sig auðveldlega, verðtryggingin bætir jafnóðum við peningamagnið með verðbótaþætti á lánin. Verð- bólgan fer þannig í viðvarandi spíral. Ef hluti hinna fjármálalegu eigna er óverðtryggður nær hagkerfið að ryðja sér í gegnum þær. Rýrnun hinna óverðtryggðu eigna verður þannig hlutfallslega meiri eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall af fjármálalegum eignum. Þannig er ljóst að eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlut- fall allra fjármálalegra eigna verður áhættan meiri á hinum óverðtryggðu sem leiðir beint til þess að þær bera hærri vexti en ella. Verðtryggingin leiðir þannig til hærri vaxta á óverðtryggðum útlán- um að öðru jöfnu. Verðtryggingin stuðlar þannig að þeim óstöðugleika sem við öll erum ósátt við. Ég skora á Seðlabanka Íslands, hagfræðideildir háskólanna, ríkis- stjórn Íslands og alþingismenn að leggja opinberlega fram gagnrök, því í ykkar skjóli er verðtryggingunni viðhaldið. Verðtrygging Örn Karlsson vélaverk­ fræðingur OPIÐ ALLA DAGA kl. 10–19 Á FISKISLÓÐ 39 ALDREI MEIRA ÚRVAL! MARK AÐURINN ER LÍK A Á NETINU: W W W.FORL AGID. IS | GJÖF F YRIR ALL A SEM KOMA 1.290 kr.990 kr. 100 stk. á 290 kr. 990 kr. 690 kr. 490 kr. 990 kr. Aðeins 50 eintök á 1.690 kr./stk. ALDREI BETRA VERÐ! S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F I M M T U D A G U R 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 1 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C E -6 2 3 C 2 0 C E -6 1 0 0 2 0 C E -5 F C 4 2 0 C E -5 E 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.