Verslunartíðindi - 01.05.1925, Page 8

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Page 8
48 YERSLUNARTÍÐINDÍ heppilegt a5 verslun sje í þeirri sveit, enda sje umsækjandi þar heimilisfastur og að hennar dómi hæfur til að reka versl- unina. 12. gr. Leyfi til lausaverslunar veitir lögreglustjóri þar, sem leyfisbeiðandi er heimilisfastur, eða þar, sem hann hyggst að byrja verslun sína. Leyfið veitir heimild til að versla hvar við land sem er, ef það hljóðar um versl- un á skipi, og til að versla hvar á landi sem er, ef það hljóðar um verslun á Jandi og jafnan veitir leyfið heimild til verslun- ar til næsta nýjárs eftir dagsetningu þess. Taka skal fram í leyfi, hvort það heimil- ar verslun á landi eða á skipi. Takmarka má og þær vörur, sem heimilt sje að selja. 13. gr. Gjalda skal í ríkissjóð fyrir: Leyfi til stórsölu.............kr. 1000.00 Leyfi til lausaverslunar ... — 250.00 Leyfi til annarar verslunar . — 200 00 Ef smásali hefur fleiri opnar sölubúðir en eina í sama kaupstað eða kauptúni, skal hann greiða hið síðasttalda gjald af hverri sölubúð. 14. gr. Sektum varðar til ríkissjóðs, frá 100—5000 kr., nema þyngri refsing liggi við að öðrum lögum ef maður: 1. Rekur verslun, er leyfis þarf til eftir lögum þessum, án þess að hafa fengið leyfi eða eftir að hann hefur mist það. 2. Byrjar verslun án þess að fullnægja settum skilyrðum, eða hann fullnægir ekki skilyrðum fyrir að halda byrjaðri verslun áfram, sem þó er ekki niður lögð, enda valdi því ekki almennar tálmanir. Auk sekta skal dæma sökunaut til þess að greiða í ríkissjóð gjöld þau fyrir leyfi, er honum bar að greiða, en hann hefur ekki goldið. Mál útaf brotum gegn fyrirmælum grein- ar þessarar sæta meðferð almennra lög- reglumála. 15. gr. Skylt er hverjum þeim, sem rekur einhverja þá atvinnu, er í lögum þessum greinir, að veita lögreglustjóra og ráðherra allar upplýsingar um þau atriði, er varða skilyrði til að halda atvinnu- heimild eða fullnægju settra skilyrða, svo og að veita aðgang að bókum atvinnunnar í sama skyni. En skylt er að leyna alla óviðkomandi menn því, er rannsóknar- maður komst að um hagi aðilja við rann- sókn sína eða upplýsingar hans. 16, gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1926. Þeir, sem fengið hafa verslunarleyfi fyrir 1. júlí 1925, halda því. Með lögum þessum eru úr gildi numin: Op. br. 29. okt. 1824. Op. br. 7. apr. 1841. Lög nr. 28, 7. nóv. 1879. Lög nr. 28, 2. des. 1887. Lög nr. 78. 22. nóv. 1907, 6. gr., og öll önnur fyrirmæli í lögum, sem fara í bága við ákvæði laga þessara. Framlenging laga um bráðabirgðaverðtoll. Alþingi 1924 samdi lög um bráðabirgða- verðtoll á nokkrum vörutegundum, er gilda áttu til ársloka 1925. Þessi lög náðu til allra vara sem hingað eru sendar að undanteknum íslenskum afurðum, sem endursendar eru og venjulegum farangri ferðamanna, og skyldu þessar vörur stimplast með 20% af innkaupsverði þeirra. Þó var stjórninni heimilt að und- anskilja þessum tolli þær efnisvörur, sem innlend iðnaðarfyrirtæki sanna fyrir henni að þau noti til starfrækslu sinnar. Undanþegnar þessu gjaldi voru þó eftir- taldar vörur: Galvaniseraðir balar, brús- ar og fötur, bambus, bast, bíla og hjól- hestadekk og slöngur, botnvörpur, botn- vörpugarn, burstar og kústar, dynamít, dælur, ný epli, ger gerdupt, glóðarlampar,

x

Verslunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.