Fréttablaðið - 26.09.2018, Síða 8

Fréttablaðið - 26.09.2018, Síða 8
Kristrún Heimisdóttir stýrir fundinum ALDREI AFTUR! - FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA Svana Helen Björnsdóttir Framkvæmdastjóri Stika Lífeyrisfé eftir höft og áhættugreining Sigurður B. Stefánsson Hagfræðingur Lífeyrissjóðirnir á alþjóðlegum markaði 2018-2050 Svíþjóð Stefan Löfven nýtur ekki stuðnings meirihluta þingmanna í Svíþjóð og var í gær sparkað úr emb- ætti forsætisráðherra. 204 þingmenn greiddu atkvæði gegn honum en 142 með honum. Ríkisstjórn Löfvens mun sitja áfram þangað til öðrum tekst að mynda ríkisstjórn, en ljóst er að það verður flókið verkefni. Löfven sparkað Í ræðu sinni eftir atkvæða- greiðsluna sagði Löfven að hann væri tilbúinn til þess að leiða ríkis- stjórn sem nyti stuðnings sænska þingsins. Þau ummæli kallast á við málflutning ráðherrans undanfarna daga um að þörf væri á því að fjar- lægjast blokkapólitíkina. Löfven er sum sé viljugur til þess að brúa bilið frá vinstri til hægri. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna og nýr þingforseti, sagði í yfirlýsingu að hann hefði boðað leiðtoga allra flokka á þingi til fundar á fimmtu- daginn. Tveir menn eru líklegastir til að leiða næstu ríkisstjórn. Fyrrnefndur Löfven, sem er leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins og þar með vinstri- blokkarinnar, og svo Ulf Kristers- son, formaður Moderaterna og þar með hægriblokkarinnar er kallast Bandalagið. Ljóst er þó að stjórnar- myndun verður erfið. – þea Stefan Löfven. Bandaríkin Leiðtogar 35 ríkja stigu í pontu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær og fluttu ræður. Óhætt er að segja að kynjahlut- fallið á mælendaskránni hafi verið örlítið bjagað. Að þingforsetanum undanskildum tók aðeins ein kona til máls. Það var Hilda Heine, forseti Marshall eyja. Það var Donald Trump Banda- ríkjaforseti sem vakti mesta athygli, eins og hann á til að gera. Trump fór um víðan völl í ræðu sinni á þinginu. Talaði um þróun mála á Kóreuskaga, kallaði Íran „spillt einræðisríki“, varði tollastríðin sem Bandaríkin standa nú í og gagnrýndi Þýskaland fyrir að reiða sig á rússneskt jarðgas til að svara orkuþörf sinni. Meginstef ræðu Bandaríkjafor- seta var það að Bandaríkin ættu rétt á því að marka eigin stefnu, full- veldi þeirra ætti að virða og að ríki heimsins gætu ekki lengur „notfært sér Bandaríkin í eigin þágu“. Vísaði hann til að mynda til við- skiptastríðsins við Kína, sagðist kunna vel við Xi Jinping forseta en viðskiptahalli á milli ríkjanna gengi ekki lengur. Trump sagði stefnu ríkis síns grundvallast á föðurlandsást, ekki hnattvæðingarhyggju, Bandaríkin höfnuðu alfarið „hnattrænni stjórn- un og drottnun“. Höfnun leiðtogans á hnattvæðingarhyggjunni vakti mis- jöfn viðbrögð viðstaddra, í rými sem fréttastofa AP kallaði holdgerving stefnunnar. Alþjóðlega sakamála- dómstólinn og mannréttindaráð SÞ gagnrýndi Trump í þessu samhengi. Að mati Trumps bera leiðtogar Írans ábyrgð á glundroða, mann- falli og eyðileggingu í Mið-Austur- löndum. „Þeir virða ekki nágranna sína, landamæri né fullveldi annarra ríkja. Þess í stað hafa leiðtogar Írans hagnast persónulega á auðlindum ríkisins og valdið stórfelldum skaða í Mið-Austurlöndum og víðar.“ Hassan Rouhani, forseti Írans, svaraði Trump fullum hálsi. Sagði hann Bandaríkin skorast undan alþjóðlegri ábyrgð og gagnrýndi harðlega ákvörðun forsetans um að draga ríki sitt út úr kjarnorku- samningnum. Sagði Rouhani að viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran jafngiltu „efnahags- legum hryðjuverkum“ gegn írönsku þjóðinni. thorgnyr@frettabladid.is Trump stal senunni enn á ný Donald Trump Bandaríkjaforseti er hann steig úr pontu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. FréTTaBLaðið/EPa Forseti Bandaríkjanna ræddi um Íran, Norður- Kóreu, hnattvæðingar- hyggju og ýmislegt fleira á allsherjarþingi SÞ. Bandaríkin Nauðgarinn og leikar- inn Bill Cosby var í gær dæmdur til þriggja til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa byrlað Andreu Con- stand ólyfjan og nauðgað henni á heimili leikarans í Philadelphia. Fréttastofa AP greindi frá því að saksóknarar í málinu hefðu krafist fimm til tíu ára fangelsisdóms. Verj- endur kröfðust þess hins vegar að Cosby yrði dæmdur í stofufang- elsi, en hann var sakfelldur í apríl. Grundvallaðist sú krafa á því að Cosby er 81 árs, lögblindur og því væru „ótrúlega litlar“ líkur á því að hann gæti brotið af sér á ný. Steven O’Neill dómari sagði Cosby hafa tekið „fallegan, heil- brigðan og æskufullan anda“ þol- andans og kramið hann. O’Neill sagði Constand að hann hefði heyrt á henni að brotið hafi haft greinileg áhrif á líf hennar. Dómarinn ákvað jafnframt að Cosby yrði færður á skrá yfir kyn- ferðisbrotamenn. Það þýðir að hann mun þurfa að skrá sig hjá lögreglu, láta nágranna sína vita af skráningu sinni og sækja mánaðar- lega sálfræðitíma þar til hann deyr. – þea Þrjú til tíu ár fyrir Cosby Kynferðisbrotamaðurinn Cosby er hann mætti í dómsal. NorDiCPhoToS/aFP Ásakanir gegn Cosby 60 konur hafa sakað Cosby um kynferðisofbeldi. Flest málanna eru fyrnd. 81 árs er Bill Cosby. 8 hafa höfðað einkamál gegn Cosby. 33 konur hafa ráðið Gloriu Allred lögmann vegna meintra brota. 2 6 . S e p t e m B e r 2 0 1 8 m i ð v i k U d a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -5 5 E 8 2 0 E A -5 4 A C 2 0 E A -5 3 7 0 2 0 E A -5 2 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.