Fréttablaðið - 26.09.2018, Qupperneq 10
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Fangavistin
verður að
hafa innihald
en ekki vera
skammar-
krókur fyrir
niðurlægt
fólk.
Þetta er því
sem köld
vatnsgusa
framan í
vegfarendur
sem aka um
brautina.
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Á næstu dögum verður ný vegaáætlun lögð fyrir Alþingi sem gildir til ársins 2033. Ljóst er að forgangsraða verður verkefnum á grundvelli
umferðaröryggis og umferðarþunga.
Fordæmalaus fjölgun ferðamanna til landsins
hefur valdið því að umferðarþungi um Reykjanes-
braut hefur vaxið gríðarlega. Raunar hefur umferðar-
þunginn aukist svo mikið að umferðarþungi er óvíða
meiri á þjóðvegakerfi landsins.
Í dag fara um 55.000 bílar á sólarhring í gegnum
Hafnarfjörð og á þeim hluta sem er einbreiður er
umferðin um 27.000 bílar á sólarhring. Vestan við
Straumsvík aka um 19.000 bílar á sólarhring. Til
samanburðar aka 15.000 bílar á sólarhring um Suður-
landsveg austan við Rauðavatn og 11.000 bílar um
Vesturlandsveg við Kollafjörð. Umferðin um Reykja-
nesbraut við Straumsvík er 27% meiri en á Suður-
landsvegi og 73% meiri en á Vesturlandsvegi.
Fréttir berast nú af því að ráðast eigi á næsta ári í
tvöföldun kaflans í Hafnarfirði, frá Kirkjugarði vestur
að Krísuvíkurvegi. Það er lofsvert. Þar á að hætta og
bíða í 15 ár eftir að ljúka við verkið, þ.e. frá Krísu-
víkurvegi að Hvassahrauni. Þetta er mikil skamm-
sýni. Gleymum ekki eðli þeirrar umferðar sem fer um
Reykjanesbraut frá Leifsstöð til höfuðborgarinnar.
Þetta er jú lang fjölfarnasti inngangur ferðamanna í
landið. Þetta er því sem köld vatnsgusa framan í veg-
farendur sem aka um brautina að nú eigi að bíða til
ársins 2033 eftir tvöföldun. Að einn fjölfarnasti þjóð-
vegur landsins eigi að vera einbreiður á þessum kafla
næstu 15 árin er óhugsandi vegna umferðarþunga
og ekki síður umferðaröryggis. Skv. þessari áætlun
mun það koma í hlut annarra ríkisstjórna að ljúka við
þetta nauðsynlega verk verði ekki breyting gerð á.
Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Reykjanesbæ og
Hafnarfirði gera þá skýru kröfu við afgreiðslu vega-
áætlunar á Alþingi að ráðist verði í tvöföldun allrar
brautarinnar strax á næsta ári.
Milljónir ferðamanna og
Reykjanesbrautin bíður
Margrét
Þórarinsdóttir
bæjarfulltrúi
Miðflokksins í
Reykjanesbæ
Sigurður Þ.
Ragnarsson
bæjarfulltrúi
Miðflokksins í
Hafnarfirði
Nú liggur fyrir þinginu í annað sinn tillaga þingflokks Samfylkingar-innar um að einn sálfræðingur í það minnsta starfi í hverju fangelsi á Íslandi.
Eins og sakir standa starfa þrír sálfræðingar hjá
Fangelsismálastofnun, meðan fangar, skjólstæðing-
ar stofnunarinnar, eru um 600. Einn sálfræðingur
hefur fasta starfsstöð á Litla-Hrauni, hinir dreifa
kröftum sínum um kerfið. Sinna þarf öðrum fang-
elsum og föngum sem afplána utan múranna – eru
í rafrænu eftirliti, á áfangaheimilum, í samfélags-
þjónustu, á biðlistum og þar fram eftir götunum.
Fangelsismálastjóri hefur í viðtölum látið hafa
eftir sér að það blasi við öllum þeim sem þekkja til í
fangelsunum að flestir, ef ekki allir, sem sitja í fang-
elsi glími við einhvers konar fíknivanda. „Að sama
skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu
því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að
fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og
ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við
fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum
inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt,
að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjól-
stæðinga,“ sagði fangelsismálastjórinn.
Fyrir liggur að fangar glíma oftar en ekki við
áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau
tengjast uppvexti, neyslu, fangelsisvistinni sjálfri
eða öðru.
Sú sjálfsagða krafa að föngum sé tryggð heil-
brigðis þjónusta, þar með talin aðstoð sálfræðinga,
er ekki einungis spurning um mannúð og virðingu,
heldur hefur margsinnis verið sýnt fram á að þann-
ig má spara ríkinu háar fjárhæðir. Nærri helmingur
fanga sem eru í afplánun í íslenskum fangelsum
hefur áður mátt dúsa í fangelsi – er að koma í
annað, þriðja eða fjórða sinn. Beinn kostnaður
ríkissjóðs við hvern fanga er á bilinu níu til tíu
milljónir á ári.
Fagfólk kann aðferðir sem stuðla að því að fólk
haldi sig á beinu brautinni. Þannig má afstýra
mikilli óhamingju fanganna sjálfra og allra sem
þeim tengjast – barna og fullorðinna.
Frelsissvipting er afar íþyngjandi hverjum þeim
sem fyrir henni verður. Að sama skapi fylgir mikil
ábyrgð því opinbera valdi að svipta einstakling
frelsi sínu. Stjórnvöld þurfa að gangast við þeirri
ábyrgð og markmiðið hlýtur að vera að fá út úr
fangelsi betra fólk en fór þangað inn.
Raunveruleg betrun á sér oft stað ef einstaklingi
eru færð tæki og tól til þess að takast á við lífið. Fólk
getur öðlast trú á lífið og tilveruna og orðið virkir
samfélagsþegnar. Fangavistin verður að hafa inni-
hald en ekki vera skammarkrókur fyrir niðurlægt
fólk sem við vitum ekkert hvernig við eigum að
koma fram við. Fangar þurfa að fá tækifæri til að
breyta lífssýn sinni – koma með eitthvað í fartesk-
inu út í samfélagið að nýju.
Tillaga Samfylkingarinnar er sparnaðarráð sem
dregur úr óhamingju.
Sparnaðarráð
opinberun hannesar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
skilaði í gær skýrslu sinni um
bankahrunið. Skýrslunnar hefur
verið beðið í þrúgandi ofvæni.
Pólitískir andstæðingar pró-
fessorsins hafa brýnt klærnar
á meðan skutilsveinar hans og
Davíðs Oddssonar þéttu varn-
irnar. Jón Trausti Reynisson, rit-
stjóri Stundarinnar, var snöggur
að greina kjarna skýrslunnar og
segir „margyfirlýstan aðdáanda“
Davíðs þar skella sökinni á
hruninu á vonda útlendinga. Og
Björn Valur Gíslason, fyrrver-
andi varaformaður VG, bregður
sér í gervi fávita Dostojefskís og
spyr hver þessi Davíð Oddsson
„hvers nafn er nefnt 163 sinnum
í þessari fínu skýrslu?“ sé.
Íslandsskýrslan
Sú var tíð, segir í bókum, að
íslenska þjóðin átti aðeins eina
sameign sem metin varð til fjár.
Það var skýrsla og þessi mun
verða þjóðinni drjúgt þrætuepli
í það minnsta út vikuna. Stærð-
fræðiprófessorinn Einar Stein-
grímsson hefur þegar fundið
villu í jöfnunni sem skýrslan
byggir á. X og Y í því reiknings-
dæmi eru að sögn Hannesar að
megintilgangur hans hafi verið
að útskýra fyrir útlendingum
að Íslendingar séu ekki flón. „Já,
Hannes er rétta eintakið í þá
sýningu,“ veltir stærðfræðingur-
inn fyrir sér eftir snögga yfirferð
á reikningsdæmi Hannesar.
thorarinn@frettabladid.is
2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r10 s K o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
6
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
E
A
-5
0
F
8
2
0
E
A
-4
F
B
C
2
0
E
A
-4
E
8
0
2
0
E
A
-4
D
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K