Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2018, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 26.09.2018, Qupperneq 20
Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Ég var með hugmyndina mótaða þegar starfs-maður Stefnis hringdi í mig sama dag og gengið var frá kaupum á Festi. Hann vildi athuga hvort ég hefði áhuga á að vinna að þessu verkefni með þeim. Ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi gera með Krónuna, ELKO, Intersport og fasteignafélagið og fékk hluthafana með mér til að fara þá leið,“ segir Jón Björnsson sem var forstjóri Festar á árunum 2014 til 2018 en gegnir nú stjórnarformennsku í Krónunni. Sjóður á vegum Stefnis, sjóðsstýr- ingar í eigu Arion banka, og einka- fjárfestar keyptu Festi árið 2013 af Norvik, eignarhaldsfélagi í eigu fjöl- skyldu Jóns Helga Guðmundssonar, sem rekur meðal annars BYKO. Samkvæmt ársreikningi sjóðsins SFV var kaupverðið 8,8 milljarðar króna. Fimm árum seinna var það selt fyrir 23,2 milljarða króna til N1 eftir að hafa greitt hluthöfum 1,5 milljarða króna í arð. Þeir fengu því fjárfestinguna 2,8 sinnum til baka. Á meðal einkafjárfesta voru Hregg- viður Jónsson, aðaleigandi Veritas Capital, Þórður Már Jóhannesson fjárfestir og Guðmundur Ásgeirsson í Nesskipum. „Fæðingin var ógnarlöng. Áreiðanleikakönnun var fram- kvæmd sumarið 2013. Því næst tekur Samkeppniseftirlitið kaupin til skoðunar og lýkur sinni vinnu í nóvember. Þá voru að koma jól og það er óæskilegt að taka við rekstri smásölufyrirtækis um það leyti því stjórnendur og starfsfólk þurfa þá að einblína á söluna um hátíð- arnar. Nýir eigendur hefðu truflað þá vinnu. Við tókum því við fyrir- tækinu í mars 2014.“ Fjárfestarnir fengu býsna góða ávöxtun á sitt fé. „Engu að síður töldu ýmsir á þeim tíma að seljandinn hefði fengið ansi gott verð fyrir fyrirtækið. Það sem kemur saman er að tímasetning kaupanna var góð, planið gott og fyrirtækin sterk.“ Trúir ekki á miðstýringu Hvaða sýn hafðir þú á rekstur fyrir- tækjanna? „Fyrirtækið var vel rekið með góðum gildum. Ég trúi hins vegar ekki á miðstýringu í rekstri fyrir- tækja. Sparnaðurinn sem af henni hlýst nær ekki að vega upp á móti tapinu sem skapast þegar það skortir dýnamík. Ég vildi að fyrir- tækin fengju meira sjálfstæði til að geta blómstrað. Vörur, mannauður og viðskiptavinir verða að mynda eina heild og það er ekki hægt að slíta neinn þessara þátta frá hinum. Það er leikskipulag sem ég trúi á og við innleiddum. Í öðru lagi var ákveðið að gera vel það sem við kunnum og hætta því sem við kunnum ekki. Við hættum að reka íþróttavöruversl- unina Inter sport og auglýsinga- stofuna Expo. Í fasteignasafninu voru fasteignir sem ekki tengdust smásölu og þær voru seldar. Eftir stóð móður félag sem var sérhæft á þremur mörkuðum; dagvörumark- aði, raftækja- og heimilisvörumark- aði og rekstri fasteigna í smásölu. Hafin var vinna við að einfalda reksturinn í dagvörunni. Öllum nema einni Nótatúnsverslun var Vissi nákvæmlega hvað gera skyldi Jón Björnsson segir að það hafi verið mikilvægt í umskiptum á rekstri Festar að þátttakendur voru meðvitaðir um að breytingar taka tíma. Þær gerast ekki á hálfu ári eða einu ári. Þetta var tveggja, þriggja ára verkefni.“ FréTTaBlaðið/Ernir Jón Björnsson leiddi vel heppnaða umbreytingu á rekstri Festar sem meðal ann- ars rekur Krónuna. Fjárfestar fengu góða ávöxtun þegar félagið var selt til N1. Í umbreytingunni skiptu fjórir þættir sköpum en meðal annars var fjárfest fyrir 700-800 milljónir í rekstrinum á hverju ári. Matvöruverslanir eiga í harðri sam- keppni við veitingahús. Ferðamenn versluðu lítið hjá Festi árin 2014 og 2015. „Við gerum okkar plön með bankanum“ 360° samtal fyrirtækja er tækifæri til að fara yfir reksturinn og framtíðaráætlanir hjá þínu fyrirtæki. Að auki færðu yfirsýn yfir öflugar og sérsniðnar lausnir Landsbankans fyrir fyrirtæki af öllum stærðum. Kynntu þér 360° samtal hjá fyrirtækjaþjónustu Landsbankans. 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r6 markaðurinn 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -4 C 0 8 2 0 E A -4 A C C 2 0 E A -4 9 9 0 2 0 E A -4 8 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.