Fréttablaðið - 26.09.2018, Page 24
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Við Atli Kolbeinn Atlason, vinur minn og matreiðslu-maður, fengum þessa hug-
mynd á þriðjudegi og þar sem Atli
lætur verkin tala var strax drifið í
að útvega kjöt, hamborgarabrauð
og annað hráefni í þennan stærsta
grillaða hamborgara landsins,“
segir Alfreð sem fékk einnig lánað
aukagrill frá Weber til verksins.
Í hamborgarann var öllu því fín-
asta tjaldað til enda átti útkoman
að verða sú girnilegasta og bragð-
besta hingað til.
„Við fengum átta kíló af nauta-
hakki með 20 prósenta fituinni-
haldi frá Kjötkompaní, bættum út í
það átta eggjum og 100 grömmum
af hveiti til að binda það saman
og hnoðuðum í höndum. Við
ákváðum að hafa borgarann þre-
faldan og krydduðum kjötið með
tveimur staukum af kryddinu
Grillmeistarinn frá Príma, en alls
tók um klukkutíma að grilla buffin
á kolagrillunum,“ útskýrir Alfreð
og tveggja manna tak var að snúa
stærsta borgara landsins á grillinu.
„Sósan var heimatilbúið lostæti
og undir töfrasprotann fóru 1.800
grömm af Hellman’s mæjónesi,
stór krukka af pikkles, hálfur
hótellaukur og hálf krukka af
Dijon-sinnepi, allt smakkað til með
salti og pipar.“
Þeir Alfreð og Atli grilluðu einnig
3.150 grömm af þykku beikoni,
skáru niður tuttugu tómata, fjóra
hótellauka, þrjár dósir af súrum
gúrkum og sex potta af Lambhaga-
salati til að hafa sem meðlæti á
þennan tröllaukna grillborgara.
„Gæðabakstur hljóp undir bagga
með risastór hamborgabrauðin
sem voru bökuð þannig að neðsta
brauðið var þyngst og stærst til að
bera þyngdina, en svo urðu brauðin
léttari eftir því sem þau nálguðust
toppinn,“ útskýrir Alfreð, himin-
sæll með árangurinn.
„Þetta var einn sá allra besti
hamborgari sem við Atli höfum
smakkað enda var allt hráefni í
hæsta gæðaflokki.“
Áhugasamur um eld og grill
Til að tryggja að grillborgarinn
yrði örugglega sá stærsti leituðu
Alfreð og Atli logandi ljósi að
stærsta hamborgara Íslands hingað
til og fundu einn stæðilegan sem
Tommaborgarar steiktu á Kótilett-
unni árið 2013.
„Af myndum að dæma var okkar
borgari miklu stærri enda not-
uðum við átta kíló af kjöti á móti
þremur hjá Tommaborgurum,“
segir Alfreð sem er menntaður bíla-
málari en með brennandi áhuga á
grillmennsku.
„Mér hefur reyndar verið boðin
vinna í eldhúsi en held að ég njóti
eldamennskunnar betur sem
áhugamáls. Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á eldi og fannst alltaf svo
gaman í ferðalögum æskunnar með
mömmu og pabba þar sem útilegu-
maturinn var grillaður. Ég keypti
mér því reykofn fyrir þremur árum
og fór að grúska við að reykja nauta-
rif, rifið svínakjöt og fleira góðgæti,
en þá er allt hægeldað í djúpu grilli,“
segir Alfreð sem er með fjögur grill á
pallinum og tvö í skúrnum.
„Safnið samanstendur af
reykofni, kolagrilli, gasgrilli og
rafmagnsgrilli, sem er svipað og
gasgrill en gengur fyrir rafmagni.
Ég bauð fólki í mat eitt kvöldið og
gerði blinda tilraun á bragðmun
af þessum mismunandi grillum.
Grilluðu 18 kílóa hamborgara
Það tók 17 tíma að matbúa stærsta grillborgara Íslands. Útkoman var 17,545 kílóa hamborgari
sem grindvíski grillkóngurinn Alfreð Fannar Björnsson segir þann besta sem hann hefur smakkað.
Alfreð og Atli skiptu átta kílóum
nautahakks í þrjú risastór buff sem
þeir grilluðu á kolagrillum. Tvo
stauka af kryddi þurfti á borgarana
sem voru tveggja manna tak að
snúa við á grillinu, eins og sjá má á
umfanginu. Tilbúinn hefði ham-
borgarinn dugað til að seðja sextíu
svanga munna.
Alfreð er bílamálari og Atli yfirkokkur hjá Dögum á Reykjanesi. Hér halda þeir á glæstum stærsta grillborgara landsins.
Kolagrillið bar af á meðan lítill sem
enginn munur var á gas- og raf-
magnsgrillinu. Sjálfur er ég hrifn-
astur af kolagrilluðum mat. Það er
mikil stemning að grilla á kolum
og bragðið er ómótstæðilegt,“ segir
Alfreð sem hefur gert tilraunir með
súpur, pottrétti og vöfflur á grillinu
með góðum árangri.
Sextíu manna hamborgari
Stærsti grillborgari landsins vó 17
kíló og 545 grömm.
„Við settum okkur tuttugu kílóa
viðmið og hefði vel verið hægt að
troða í hann meiru en við vildum
að hann liti girnilega út, væri
ferskur og undur bragðgóður. Ef
miðað er við að hver maður borði
300 grömm af hamborgara hefði
þessi dugað fyrir sextíu manns,
en við vorum einir sem settumst
að borði og vorum þó hálfsaddir
af spenningi við matreiðsluna.
Borgarinn fór þó ekki til spillis,
við átum strax þriggja kílóa sneið,
okkar skerf daginn eftir og enn eru
til afgangar,“ segir Alfreð sem hefur
trú á að risavaxinn borgarinn eigi
eftir að espa menn upp í að toppa
þá Atla.
„Sjálfir ætlum við að gera enn
betur næsta sumar og toppa okkur
sjálfa, ef ekki aðra, með skemmti-
legum matarútfærslum. Þetta er svo
gaman!“
Hægt er að fylgjast með meistara-
töktum Alfreðs á Snapchat
undir Alli-tralli og á Instagram undir
BBQKongurinn.
BÍLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS
Mest lesna bílablað landsins kemur næst út
þriðjudaginn 2. október næstkomandi.
Ritstjóri blaðsins er Finnur Thorlacius sem er
bílaáhugamaður af lí og sál.
Umsjón auglýsinga:
Atli Bergmann • atlib@ frettabladid .is • sími 512 5457
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöf m.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . S e p T e m B e R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R
2
6
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
E
A
-5
A
D
8
2
0
E
A
-5
9
9
C
2
0
E
A
-5
8
6
0
2
0
E
A
-5
7
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K