Fréttablaðið - 26.09.2018, Page 29

Fréttablaðið - 26.09.2018, Page 29
Rúmlega 6.000 fyrirtæki nýta sér viðskiptahugbúnað dk og þeim fjölgar um 500 á hverju ári. Dagbjartur Pálsson Spennandi afmælisútgáfa er væntanleg með nýju andliti og viðmóti á bókhaldshugbúnaði dk. MYNDIR/ANTON BRINK Fyrirtækið dk hugbúnaður er leiðandi á sviði viðskipta-hugbúnaðar hér á landi fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja. Fyrirtækið verður 20 ára í nóvem- ber og starfsemin hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Í dag vinna 59 starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Rúmlega 6.000 fyrirtæki nýta sér viðskiptahugbúnað dk og þeim fjölgar um 500 á hverju ári,“ segir Dagbjartur Pálsson, en hann er framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar ásamt bróður sínum, Magnúsi Pálssyni. Margar sérlausnir „Kerfið okkar er mjög sveigjan- legt, en takmarkaðir notkunar- möguleikar eru veikleiki margra bókhaldskerfa á íslenska mark- aðnum og oft er ekki hægt að laga hugbúnaðinn að sérþörfum fyrirtækja,“ segir Dagbjartur. „Við höfum þróað fjölda sérlausna fyrir bæði íslenskan og erlendan markað. Við erum með framtals- kerfi fyrir aðila sem eru í fram- talsgerð, lausnir fyrir almenn þjónustufyrirtæki eins og bók- haldsstofur, endurskoðunarstofur, lögfræðistofur og verkfræðistofur. Lausnir fyrir verslanir og veitinga- hús, þar sem við bjóðum margar greiðslulausnir. Hótelbókunar- kerfi, veitingahúsakerfi og versl- unarkerfi fyrir hótel og gististaði. Við erum líka með töluvert mikið af sérlausnum fyrir stéttarfélög, en þau eru nánast öll með dk hug- búnað,“ útskýrir Dagbjartur. dk hugbúnaður býður einnig upp á sérlausnir fyrir bændur og alla aðila í búrekstri sem heitir dkBúbót. „Hún gerir bændum kleift að vera með margvíslegan rekstur, ferðaþjónustu og alls konar auka- búskap eins og sölu veiðileyfa, gröfurekstur, skólaakstur og leigu á vélum og tækjum, í viðbót við hefðbundinn búskap. Svo höfum við líka sérlausnir fyrir útgerðir varðandi aflauppgjör og sjó- mannalaun,“ segir Dagbjartur. Afmælisútgáfa væntanleg „Það er ýmislegt að breytast í bók- haldskerfinu,“ segir Dagbjartur. „Stefnan er að koma með veglega afmælisútgáfu seinnipartinn á árinu. Þá kynnum við betur þessar nýjungar í kringum snjalltækin og veflausnir. Það verður líka nýtt andlit á hugbúnaðinum. Viðmótið breytist örlítið og einhverjar vinnslur færast í nýrri búning, en margar vinnslur hafa verið að færast í nýrri búning hjá okkur nýlega og við ætlum að klára það endanlega í þessari afmælisút- gáfu.“ Nánari upplýsingar má finna á dk.is. Áreiðanlegur þjónustuaðili í 20 ár Bókhaldskerfið frá dk hugbúnaði er sveigjanlegt og býður upp á lausnir fyrir ótal gerðir reksturs. Kerfið er áreiðanlegt og fjölbreytt, þúsundir fyrirtækja nýta það og viðskiptavinum fjölgar hratt. dk hugbúnaður 20 ára | 1998-2018 KYNNINGARBLAÐ 5 M I ÐV I KU DAG U R 2 6 . s e p t e m B e r 2 0 1 8 eNDURSKOÐUN OG BóKhALD 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -3 3 5 8 2 0 E A -3 2 1 C 2 0 E A -3 0 E 0 2 0 E A -2 F A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.