Fréttablaðið - 26.09.2018, Page 31
Egla möppurnar
hafa fyrir löngu fest
sig í sessi og hér innan-
húss segjum við gjarnan
„röð og regla með Egla“!
Sigurður Viktor Úlfarsson
Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar vinnustofu SÍBS.
MYNDIR/EYÞÓR
„Við framleiðum
einnig plast-
kápur utan um
ferðabækur
og landakort
bókaforlaganna,
plöstum bækur
og tímarit og
öllum þessum
verkefnum,
pökkun, merk-
ingum, gyll-
ingum og meira
til, er sinnt af ná-
kvæmni og natni
af starfsfólki
Múlalundar.“
„Hver einasta
króna skiptir
Múlalund máli,
ávinningurinn
er samfélagsins
í heild og við
hjálpum fleirum
sem glíma við
fötlun eða veik-
indi að komast á
vinnumarkað.“
Múlalundur selur allt sem hugsast getur fyrir skrifstofuna
Á Múlalundi fást allar almennar skrifstofuvörur á einum stað, pappír og
ritföng. Við segjum stundum að
þetta sé einfaldasta samfélagsverk-
efnið, bara að panta og fá vörurnar
sendar daginn eftir,“ segir Sigurður
Viktor Úlfarsson, framkvæmda-
stjóri Múlalundar vinnustofu SÍBS.
Þar starfa dugmiklir einstaklingar
sem þurft hafa að takast á við
fötlun og veikindi, bæði andleg og
líkamleg, í kjölfar slyss eða heilsu-
brests. Sigurður segir ánægjulegt
að sjá starfsfólk Múlalundar byggja
upp sjálfstraust og þrótt með
þátttöku á vinnumarkaði. „Fólki
er mjög mikilvægt að fá að mæta
til vinnu, eiga vinnufélaga og vera
virkt í samfélaginu.“
Röð og regla með Egla
Múlalundur selur allt sem hugsast
getur fyrir skrifstofuna og verðin
eru vel samkeppnishæf. „Oftar en
ekki erum við ódýrari en aðrir,“
segir Sigurður sem á Múlalundi
selur til dæmis gatapoka, plastvasa
og klemmubækur framleiddar á
Múlalundi auk viðbótarþjónustu
eins og gyllingar merkis eða nafns
á vörur. Þá má fá allar almennar
skrifstofuvörur á einum stað.
„Egla möppurnar hafa fyrir
löngu fest sig í sessi og hér innan-
húss segjum við gjarnan „röð og
regla með Egla“,“ segir Sigurður.
„Þá seljum við einnig tímaritabox,
sem líta eins út og Egla möpp-
urnar, fyrir gögn sem ekki er hægt
að gata. Þá er snyrtilegt að horfa
yfir skrifstofuhillurnar. Fyrirtæki
geyma gjarnan gögn um ákveðinn
tíma í möppum en færa þau svo
yfir í skjalakassa til að endurnýta
möppurnar. Við bjóðum upp á
allar þessar lausnir.
„Máltækið „Það þarf heilt þorp
til að ala upp barn“ á vel við.
Múlalundur stendur og fellur með
stuðningi samfélagsins og því að
einstaklingar, fyrirtæki og stofn-
anir kaupi vörur af okkur,“ segir
Sigurður og eiga viðskiptavinir
ekki að þurfa að fara annað eftir
almennum skrifstofuvörum.
„Að kaupa skrifstofuvörur af
Múlalundi er einföld leið til að
flétta saman samfélagslega ábyrgð
og daglega starfsemi. Hver einasta
króna skiptir Múlalund máli,
ávinningurinn er samfélagsins í
heild og við hjálpum fleirum sem
glíma við fötlun eða veikindi að
komast á vinnumarkað,“ segir
Sigurður.
Vefverslunin vinsæl
Á heimasíðunni mulalundur.is,
er rekin stór vefverslun. „Þar geta
viðskiptavinir valið úr glæsilegu
úrvali og bæði verð og úrval kemur
flestum á óvart. Það er einfalt að
versla á netinu og við sendum vör-
urnar strax daginn eftir,“ útskýrir
Sigurður, en fari pöntun yfir 16
þúsund krónur er frí heimsending
um allt land. Fyrir lægri pantanir
er sendingargjald 2.150 krónur.
Á Múlalundi er sífellt leitað
nýrra verkefna svo skjóta megi
fleiri og styrkari stoðum undir
reksturinn.
„Langtímaverkefni eru þýðingar-
mikil fyrir starfsemi Múlalundar
og dæmi um slíkt er að setja saman
fylgigögn með greiðslukortum, að
líma strikamerki og leiðbeiningar
á umbúðir fyrir innflytjendur,
ávaxtapökkun fyrir Ávaxtabílinn
og fleiri verkefni sem starfsfólk
Múlalundar hefur sinnt um langt
skeið,“ upplýsir Sigurður.
„Við erum opin fyrir því að taka
að okkur hluta úr framleiðslu
fyrirtækja, jafnt rótgróinna sem
sprotafyrirtækja sem eru að stíga
sín fyrstu skref, og allt sem kallar á
mikla handavinnu. Með því tökum
við að okkur fjölbreytt verkefni til
lengri og skemmri tíma,“ upplýsir
Sigurður og nefnir ýmis dæmi úr
framleiðslu Múlalundar.
„Við framleiðum fallegar kápur
utan um prófskírteini útskriftar-
nema framhalds- og háskólanna,
sem gera útskriftargögnin eigulegri
og útskriftina að meiri viðburði. Þá
hefur ferðaþjónustan komið sterk
inn með framleiðslu á upplýsinga-
möppum fyrir hótelherbergi og
flottum kápum utan um matseðla,
þar sem merki veitingastaðarins
er gjarnan letrað á eða þrykkt í
kápuna. Við framleiðum einnig
plastkápur utan um ferðabækur
og landakort bókaforlaganna,
plöstum bækur og tímarit og
öllum þessum verkefnum, pökkun,
merkingum, gyllingum og meira
til, er sinnt af nákvæmni og natni
af starfsfólki Múlalundar.“
Öllum er mikilvægt að vinna
Frá árinu 1959 hefur Múlalundur
verið rekinn af SÍBS, með stuðn-
ingi Happdrættis SÍBS. Þar hafa
þúsundir einstaklinga með skerta
starfsorku fengið annað tækifæri
og blómstrað á ný. „Árið 2017
greiddi Múlalundur yfir 100 millj-
ónir í laun og skapaði varanleg
störf fyrir meira en fjörutíu manns
með skerta starfsorku. Að auki
fengu aðrir fjörutíu tækifæri til
að spreyta sig í fjögurra vikna
vinnuprufum sem hjálpar fólki að
komast af stað eftir langvarandi
fjarveru frá vinnumarkaði,“ upp-
lýsir Sigurður. Múlalundur stendur
sjálfur undir stærstum hluta tekna
sinna, sem er allt að því einsdæmi
á vinnustofum fólks með skerta
starfsorku. „Starfsemin stendur
því og fellur með viðskiptavinum
okkar og í dag eru mörg fyrirtæki
að standa sig vel á sviði samfélags-
legrar ábyrgðar,“ segir Sigurður.
Virkir á vinnumarkaði
Góð samvinna er á milli Múla-
lundar og Reykjalundar, sem er
einnig rekinn af SÍBS. „Múlalundur
er einnig í góðu samstarfi við
Vinnumálastofnun og ræður fólk
til vinnu af biðlistum, en umsækj-
endur geta þurft að bíða lengi á
biðlista áður en þeir komast að,“
útskýrir Sigurður. Sigurður kallar
eftir aukinni meðvitund fyrir-
tækja um samfélagsmál fólks með
skerta starfsorku. „Markmiðið er
að sem flestir séu virkir á vinnu-
markaði. Hjá Vinnumálastofnun
eru til hvetjandi úrræði sem styðja
fyrirtæki í að taka við fólki með
fötlun eftir starfsendurhæfingu
hjá Múlalundi og víðar. Störf á
Múlalundi gefa þeim, sem annars
sætu heima aðgerðarlausir, tæki-
færi til að spreyta sig og taka þátt í
verðmætasköpun samfélagsins.“ Á
Múlalundi er aðstaða til að taka á
móti mun fleira starfsfólki en for-
senda fjölgunar er aukin viðskipti
og verkefni. „Þetta er hörkudug-
legt fólk og það þarf að hafa nóg
að gera, þótt vinnudagurinn sé
lagaður að getu hvers og eins.“
Múlalundur vinnustofa SÍBS er
við Reykjalund í Mosfellsbæ. Sími
562 8500. Sjá nánar á mulalundur.is.
Góðvild og gæði
á skrifstofuna
Múlalundur vinnustofa SÍBS býður fyrirtækjum og ein-
staklingum allt fyrir skrifstofuna og skapar tækifæri fyrir
fólk með skerta starfsorku til að leggja sitt af mörkum til
atvinnulífsins. Úrval og verð kemur þægilega á óvart.
KYNNINGARBLAÐ 7 M I ÐV I KU DAG U R 2 6 . S e p t e M B e R 2 0 1 8 ENDURSKoÐUN oG BÓKHALD
2
6
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
E
A
-4
7
1
8
2
0
E
A
-4
5
D
C
2
0
E
A
-4
4
A
0
2
0
E
A
-4
3
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K