Fréttablaðið - 26.09.2018, Síða 46

Fréttablaðið - 26.09.2018, Síða 46
TónlisT HHHHH Verk eftir strauss og Tsjajkovskí. sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Einsöngvari: Þóra Einarsdóttir. Stjórnandi: Petri Sakari. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 20. september Þegar skákeinvígi aldarinnar stóð yfir hér olli Bobby Fischer mikilli hneykslun með því að hella úr kókflösku yfir skyr og borða með bestu lyst. Þar blandaðist saman eitt helsta tákn íslenskrar menn­ ingar og bandarískur þjóðarósómi. Mér datt þetta í hug á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Fyrsta verkið á dagskránni var Till Eulenspiegel eftir Richard Strauss, um mann sem uppi var á 14. öld. Hann var sagður mikill prakkari og ólíkindatól, og um hann spunnust ótal ævintýri. Í verkinu blandast saman algerar andstæður alvarlegrar fagurtónlistar og kæru­ leysislegra barnalaga, rétt eins og skyrið og kókið hans Fischers. Till Eulenspiegel er kröftug tón­ smíð sem kemur stöðugt á óvart. Alls konar stef renna saman og magnast upp, en svo er þeim gefið langt nef, og eitthvað allt annað tekur við. Þetta kallar á snerpu og nákvæmni í flutningi, og stóð Sinfóníuhljómsveit Íslands fyllilega undir því. Horn­ leikurinn var hreinn og hnitmiðaður, og dillandi klarínettusóló var pott­ þétt. Samspil ólíkra hljóðfærahópa var flott og hljómsveitin í heild lék af sannfærandi innlifun undir stjórn Petris Sakari. Ekki síðri voru hinir svokölluðu Fjórir síðustu söngvar eftir Strauss, sem á eftir komu. Þar söng Þóra Einarsdóttir einsöng. Yrkisefnið er dauðinn og eru táknmyndir úr nátt­ úrunni áberandi. Yfirbragð tónlist­ arinnar er angurvært, og Þóra gerði henni fullkomin skil. Söngur hennar var tilfinningaríkur og margbrotinn, röddin gædd ótal litbrigðum. Hljóm­ sveitin spilaði líka fallega. Áferðin var draumkennd og styrkleikahlut­ föll einsöngs og hljóðfæraleiks voru eins og best verður á kosið. Fiðlu­ einleikur konsertmeistarans var sérlega fagur. Eftir hlé var flutt fimmta sinfónían eftir Tsjajkovskí. Hún byrjar mjög alvarlega. Tsjajkovskí hugsaði mikið um örlögin, hann þjáðist oft af þung­ lyndi, og samkynhneigð, sem hann fór leynt með, olli honum sálar­ angist. Í sinfóníunni heyrist sama stefið aftur og aftur í fleiri en einum kafla, og gengur í gegnum talsverðar umbreytingar. Það er þungbúið í inngangi fyrsta kafla, en þegar það birtist í lokakaflanum er það orðið sigri hrósandi. Stefið hefur verið kallað örlagastefið, því tónskáldið kallaði innganginn „algera uppgjöf fyrir örlögunum“ í glósubók áður en hann fór að semja sinfóníuna. Tsjajkovskí var þarna undir áhrifum ungverska tónskáldsins Franz Liszt sem endurtók oft sömu stefin í ólíkum köflum sömu tón­ smíðarinnar. Hann skapaði þannig áhrifameiri heildarsvip. Sinfónían eftir Tsjajkovskí er makalaust verk, fullt af dásamlegum melódíum og svo mögnuðum hápunktum að maður fær gæsahúð aftur og aftur. Flutningur hljómsveitarinnar var í fremstu röð undir öruggri stjórn Sakari. Hornsólóið í hæga kaflanum var himneskt, og blásararnir voru allir með sitt á tæru. Strengirnir voru hnausþykkir og munúðar­ fullir, og túlkunin var gædd ákefð og spennu sem var einstaklega ánægju­ leg. Útkoman var stórbrotin og gríp­ andi; Sinfóníuhljómsveit Íslands var greinilega í toppformi. Jónas Sen niðursTaða: Framúrskarandi flutningur á Tsjajkovskí og Strauss. Magnaðir hápunktar framkölluðu gæsahúð „Söngur hennar var tilfinningaríkur og margbrotinn.“ Fréttablaðið/GVa Bækur reykjavík um 1900 með augum Benedikts Gröndals HHHHH Útgefandi: Sögur útgáfa ritstjórn: Illugi Jökulsson blaðsíður: 260 Reykjavíkurlýsing Bene­dikts Gröndals, sem hann skrifaði um aldamótin 1900, birtist fyrst í Eimreiðinni en hefur ekki komið út í sér­ stakri bók fyrr en nú. Sú bók, sem Sögur útgáfa senda frá sér, er hin veglegasta, eins og Grön­ dal á skilið, og sérlegur fengur er að þeim fjölmörgu myndum sem hana prýða. Í bókinni lýsir Gröndal Reykjavík síns tíma og segir frá íbúum, húsum og hverfum, oft mjög ítarlega. Hann fjallar sömuleiðis um götu­ líf, menntalíf, listir, söfn, félagslíf, trúarlíf, skemmtanir og fleira. Hin leiftrandi stílgáfa Gröndals nýtur sín iðulega mjög vel eins og í lýsingu á fínum herrum sem Gröndal segir vera „í hinu hærra veldi tilverunnar á flaksandi flugnakápum eins og stórkostlegir leðurblökuvængir, sem fylla loftið með vindi og fram­ farastormi, og svo má ekki gleyma að hafa staf til að slá í kringum sig – líklega til að ryðja í burtu öllu því sem er sjö eða átta ára gamalt, hvað þá eldra, því það er álitið óbrúkandi og á eftir tímanum.“ Kannski hefur enginn Íslend­ ingur verið afundinn á prenti á jafn skemmtilegan hátt og Bene­ dikt Gröndal. Víða í Reykjavíkur­ lýsingu hans eru meinyrtar athuga­ semdir um menn og málefni sem krydda verkið mjög. Nokkrum sinnum er lesandinn líklegur til að skella upp úr. Lesturinn er ein­ faldlega hin besta skemmtun, þótt höfundur hafi vissulega ekki ætlað sér að skrifa skemmtirit heldur rit til upplýsingar. Og upplýsingar um Reykjavík fær lesandinn sannar­ lega í stórum skömmtum. Sumt þar myndi reyndar eitt og sér virka á köflum sem of nákvæmt og full upptalningarlegt. Kemur þá að þætti Ívars Gissurarsonar sem sá um myndritstjórn en fjölmargar ljósmyndir eru í verkinu af húsum, umhverfi og fólki í Reykjavík. Les­ andinn hefur því Reykjavík þessara ára í mynd um leið og hann les fróð­ legar lýsingar Gröndals um bæjar­ lífið. Áhrifamestu myndirnar eru af fólki og ber þá sérstaklega að nefna mynd sem tekin er í október­ mánuði árið 1901 af drukknum manni sem liggur í götunni. Önnur býsna athyglisverð er af hinni svipsterku og lífs­ reyndu Gunnu grallara í skautbúningi. Vert er að minnast á myndar­ textana sem eru afar upplýsandi. Reyndar má segja að þessi bók sé prýðilegt dæmi um það þegar texti og myndir vinna vel saman og skapa nær fullkomna heild. Ýmiss konar ítarefni er í bókinni. Þar er til dæmis að finna stutt brot úr Dægradvöl, hinni leiftrandi skemmtilegu sjálfsævi­ sögu skáldsins. Einnig er birt stutt grein frá árinu 1900 þar sem Matthí­ as Jochumsson skrifar um þessa Reykjavíkurlýsingu Gröndals. Auk þess eru í bókinni minningarljóð og erfiljóð um Gröndal. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, skrifar aðfaraorð og Illugi Jökulsson, sem sá um ritstjórn, skrifar skemmtilegan formála. Verulega gaman er að sjá þegar bókaforlög vanda til verka eins og hér er gert. Kolbrún bergþórsdóttir niðursTaða: Einstaklega eiguleg bók með Reykjavíkurlýsingu Gröndals og myndum sem fullkomna hana. Bók sem er fallega gerð úr garði. Nær fullkomin heild FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 A F S L ÁT T U R 25% KO M D U N Ú N A ! T E M P U R-D A G A R Nýjar gerðir og fjölbreytt úrval heilsukodda TEMPUR® Hybrid Hönnuð fyrir sneggra viðbragð TEMPUR® Original Hönnuð fyrir meiri stuðning TEMPUR® Cloud Hönnuð fyrir meiri mýkt ALLT ÞAÐ NÝJASTA FRÁ TEMPUR ... TEMPUR-DAGAR ... MEÐ 25% AFSL ÆT TI Í BETRA BAKI Í SEPTEMBER AÐ SOFA ER EIT T AÐ HVÍL AST ER ANNAÐ Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 2 6 . s e p T e m B e r 2 0 1 8 m i ð V i k u D a G u r18 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 E A -4 2 2 8 2 0 E A -4 0 E C 2 0 E A -3 F B 0 2 0 E A -3 E 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.