Fréttablaðið - 26.09.2018, Page 48

Fréttablaðið - 26.09.2018, Page 48
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 26. september 2018 Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Franky Rousseau spilar nokkur eldheit lög í Hörpunni í kvöld. FRéttablaðið/SteFán Viðburðir Hvað? Una Margrét með erindi um leiki barna í gegnum aldirnar Hvenær? 12.15 Hvar? Bókasafn Kópavogs Miðvikudaginn 26. september klukkan 12.15 mun útvarpskonan ástsæla Una Margrét Jónsdóttir flytja erindi um leiki barna frá fyrri tíð. Hún mun stikla á stóru í sögu íslenskra leikjasöngva allt frá 18. öld og fram yfir aldamótin 2000. Meðal þess sem kemur við sögu er stríðnisrím frá 18. öld, rómantískir söngdansar frá aldamótunum 1900 og klappleikir frá síðustu áratugum. Viðburðurinn er liður í dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem fer fram kl. 12.15 á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúru­ fræðistofu, Héraðsskjalasafni eða í Salnum í hverri viku. Viðburðurinn hlaut styrk frá nefnd um fullveldis­ afmæli Íslands. Hvað? Danspartí Dans og Kúltúr Hvenær? 21.00 Hvar? Gaukurinn, Tryggvagötu Þriðja danspartí Dans og Kúltúr verður á Gauknum í kvöld, mið­ vikudaginn 26. september. Dans­ partíin hafa gjörsamlega slegið í gegn því þar gefst fólki færi á að kynnast og læra ólíka dansstíla á skemmtilegan máta. Hugmyndin með þessum kvöldum er að sam­ eina dansmenninguna á höfuð­ borgarsvæðinu og bjóða upp á eina kvöldstund þar sem ólíkir dansstílar mætast. Engin þörf á fyrri dansreynslu eða á dans­ félaga. Nóg að mæta í stuði og með viljann til að brillera á dans­ gólfinu. Hvað? Bókakaffi | Gísli Marteinn Baldursson fjallar um leyndar hliðar Tinnabókanna Hvenær? 20.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Gerðubergi Í Bókakaffi í september fjallar sjónvarpsmaðurinn og Tinnafræð­ ingurinn Gísli Marteinn Baldursson um Tinnabækur Hergés. Ævintýri Tinna hafa notið mikilla vinsælda hér á landi allt frá því að Tinni kom fyrst út á íslensku árið 1971. Hver man ekki eftir bræðrunum Skafta og Skapta, eða hefur ekki spreytt sig á að tvinna saman blótsyrði í anda Kolbeins kafteins? Það var þó rúmum fjörutíu árum eftir að Tinni birtist fyrst á prenti í kaþólsku dag­ blaði í Belgíu, árið 1929. Hvað? Dansnámskeið fyrir byrjendur í svingdansi 4 miðvikudagskvöld Hvenær? 20.00 Hvar? Danshöllin, Drafnarfelli „Komið og dansið“ verður með dansnámskeið fyrir byrjendur í svingdansi í Danshöllinni í kvöld og næstu þrjú miðvikudagskvöld klukkan 20.00 til 22.00. Skráning í síma 577­7700. Hvað? Trailer Park Boys Hvenær? 20.00 Hvar? Háskólabíó Strákarnir í Trailer Park Boys reyna á samvisku og sómakennd áhorfenda með óviðjafnanlegum og meinfyndnum hætti, en nú er komið að þeim að sýna villtustu hliðar sínar í Háskólabíói þann 26. september í splunkunýrri sýningu. Hópurinn samanstendur af hinum treggáfuðu og stórfurðu­ legu Ricky, Julian, Bubbles og Randy, sem hafa eytt öllu lífi sínu í hjólhýsahverfinu Sunnyvale í Kanada. Þríeykið hefur slegið veru­ lega í gegn í Bandaríkjunum og víðar með ýktum heimildarþáttum sínum þar sem óheflaður húmor þeirra er allsráðandi. Auk sjón­ varpsþáttanna hefur hópurinn gert garðinn frægan með ýmsum uppi­ stöndum og kvikmyndum. Hvað? Gagnavísindaveisla í Tjarnar- bíói Hvenær? 17.00 Hvar? Tjarnarbíó Data Lab Ísland og hugbúnaðar­ fyrirtækið Dataiku bjóða til veislu í Tjarnarbíói. Þar verður sjónum beint að nýjungum á sviði gagna­ vísinda (data science) og þýðingu þeirra fyrir íslenskt atvinnulíf. Á dagskrá eru þrír fyrirlesarar sem nálgast viðfangsefnið úr ólíkum áttum. Hvað? Cocktail pop-up á Kryddi, vol. II - Berjaþema Hvenær? 17.00 Hvar? Krydd, Hafnarfirði Það var bara svo gaman síðast að við verðum að endurtaka leikinn. Í þetta skipti með berja­ og haust­ þema. Dagana 26.­30. september verður Andri Davíð Pétursson með pop­up kokteilaseðil á veitingahúsinu Kryddi í Hafnar­ firði. Andri er fyrsti sigurvegari World Class Bartender of the Year á Íslandi og keppti fyrir Íslands hönd í Miami árið 2016. Andri hefur sýnt og sannað að hann er einn af okkar fremstu barþjónum og mun hann ásamt hæfileikarík­ um barþjónum Krydds töfra fram einstaklega bragðgóða kokteila sem allir eiga það sameiginlegt að vera undir áhrifum íslenska haustsins. Hvað? Hrútaþukl 2018 Hvenær? 20.00 Hvar? Hestur, Borgarbyggð Hrútaþukl Hreðjars verður haldið miðvikudaginn 26. september næstkomandi. Herlegheitin byrja klukkan 20.00. Keppnin fer þannig fram að það verða fimm hrútar sem eru nú þegar stigaðir. Keppendur þurfa einungis að þukla á hrút­ unum og raða þeim í þá röð sem þér finnst vera réttust, frá versta til besta, auðvelt! Skráning fer fram á staðnum, svo að við hvetjum alla til að mæta hvort sem þeir ætla að taka þátt eða ekki. Hvað? Session List P2 – Mæja Hvenær? 23.00 Hvar? Session Craft Bar, Bankastræti Session kynnir til leiks listakonuna Mæju sem tekur yfir veggi Session næsta mánuðinn og um sölusýn­ ingu er að ræða. Mæja er með aðra sýningu sama kvöld á Kexi Hosteli, en mun, ótrúlegt en satt, halda á verkum þaðan með hjálp gesta og koma þeim yfir á Session klukkan 23.00. Tónlist Hvað? Stórsveit Reykjavíkur og Franky Rousseau Hvenær? 20.00 Hvar? Harpa Stórsveit Reykjavíkur heldur tón­ leika í Silfurbergi, Hörpu, mið­ vikudaginn 26. september kl. 20. Stjórnandi og höfundur tónlistar er kanadíska tónskáldið Franky Rousseau. Hann hefur vakið mikla athygli og er á meðal fremstu höfunda stórsveitatónlistar af yngri kynslóðinni í New York um þessar mundir. Rousseau er meðal annars þekktur fyrir samstarf sitt við píanóstjörnuna Aaron Parks. Einstakt tækifæri til að heyra það nýjasta frá New York. Hvað? Hist Og Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Eiríkur, Róbert og Magnús hafa spilað með mörgum, mjög lengi, þar með talið hver öðrum. Þeir hafa starfað sem tríó í tæpt ár og gera margt mjög skemmtilegt. Á hverj­ um tónleikum má ma. heyra: „raf­ magnshljóð“, „óhljóð“, „skrýtinn takt“ og síðast en ekki síst: „Heiiiii, hvað er þetta aftur?“ Gísli Marteinn er einn helsti tinnasérfræðingur landsins og ræðir um blaða- manninn knáa í borgarbókasafninu í Gerðubergi í kvöld. FRéttablaðið/SteFán Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is ENDURNÝJUN OG VIÐHALD Löggiltur rafverktaki Sími: 696 5600 rafsol@rafsol.is Whitney ...................................................... 17:45 Útey 22. júlí ............................................ 18:00 Kvíðakast (Atak Paniki) .................... 18:00 Climax (eng sub) ................................. 20:00 Sorry to Bother You ...................... 20:00 Útey 22. júlí ............................................ 20:00 Sorry to Bother You ....................... 22:00 Whitney ..................................................... 22:00 Kona fer í stríð (eng sub) ............. 22:00 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS HÁGÆÐA IÐNAÐARHURÐIR Járnháls 2-4 | 414-8600 | velaborg@velaborg.is 2 6 . s e p T e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r20 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 E A -5 5 E 8 2 0 E A -5 4 A C 2 0 E A -5 3 7 0 2 0 E A -5 2 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.