Fréttablaðið - 09.10.2018, Side 6

Fréttablaðið - 09.10.2018, Side 6
Hlíðarvegur 11, 200 Kópavogi Opið hús þriðjudaginn 9. okt. kl. 17:30 – 18:00 Falleg 3. herb. neðri hæð í þríbýli með bílskúr og sérinngangi. Í íbúðinni eru 2 svefn- herbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús, borðstofa og stofa. Góðar suðursvalir. Bílskúr upphitaður. Heitt og kalt vatn. Frábær staðsetning. V. 44.9 m. Nánari uppl. Haraldur Guðjónsson lgf s. 783 1494 og Bjarni Sigurjónsson selj. s. 626 3201 Haraldur Guðjónsson lögg. fast. s. 783 1494 halli@fasteignasalan.is OPIÐ HÚS menning Frumvarp Lilju Alfreðs- dóttur, mennta- og menningar- málaráðherra, um stuðning við útgáfu bóka á íslensku tekur ekki til útgáfu bóka á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem gefnar eru út hér á landi með íslenskum texta. Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus á Íslandi, telur það geta stangast á við mark- mið laganna um að auka lestur hér á landi. Frumvarp Lilju hefur verið lagt fram á þingi. Markmið laganna er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tíma- bundinn stuðning í formi endur- greiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. Kemur þar fram að „bókaútgáfa er ein af mikilvægustu stoðum íslenskrar menningar og er gildi hennar fyrir verndun og stuðning við íslenska tungu og eflingu læsis óumdeilt“. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að veittur sé stuðningur vegna útgáfu tímarita. Með tímaritum er átt við hvers konar útgáfu rita sem koma út reglulega og að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári eða að útgáfan sé liður í ótímabundinni röð og gert sé ráð fyrir útgáfu um ófyrirsjáan- lega framtíð. Þetta segir Gísli að gæti gengið gegn markmiðum laganna. „Þarna tel ég að tryggja þurfi að lesefni, sem ætlað sé börnum, falli ekki undir tímarit. Miðað við þá skilgreiningu sem er að finna í skýr- ingum með frumvarpinu þá er ekki annað að sjá en að bækur á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem ég og fleiri ólumst upp við að lesa séu skilgreindar sem tímarit. Þær eru hluti af seríu, eru númeraðar, geta komið út oftar en einu sinni á ári,“ segir Gísli. „Myndasögur eru mikilvægar til að auka lestur ungs fólks og því brýnt að útgefendur myndasögubóka á íslensku standi jafnfætis öðrum bókaútgefendum hér á landi.“ Gísli stendur sjálfur fyrir þýðing- um á bókum sem alla jafna kallast myndasögur eða myndrænar skáld- sögur þar sem lengri sögum er skipt niður í margar bækur. Sögurnar beri sama yfirtitil, segir hann, og koma oft á tíðum margir höfundar að einni og sömu bókinni. Því sé það ákveðið réttlætismál að sú útgáfa lendi ekki í flokki með tímaritum og eigi því ekki rétt á endurgreiðslu kostnaðar. sveinn@fréttabladid.is Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. Bókaútgefandi telur að bækur á borð við Tinna og Lukku-Láka verði undanskildar þessum stuðningi. Ljóst er að myndasögubækur skipa stóran sess í lestri margra barna hér á landi. Hér gluggar Gísli í eina af bókunum um Lukku-Láka. FréttabLaðið/Ernir Minntust blaðakonu Fjölmenni kom saman í Sofíu í Búlgaríu í gær til að minnast blaðakonunnar Viktoriu Marinovu. Lík hennar fannst illa útleikið í almenningsgarði í borginni. Samkvæmt innanríkisráðuneyti landsins var henni nauðgað áður en hún var myrt. Dagana fyrir lát sitt hafði hún kannað spillingarmál tengd fjárveitingum Evrópuþingsins til sveitarstjórna í landinu. Stjórnvöld segja morðið ekki tengjast starfi hennar en margir efast. FréttabLaðið/EPa Myndasögur eru mikilvægar til að auka lestur ungs fólks og því brýnt að útgefendur mynda­ sögubóka á íslensku standi jafnfætis öðrum bóka­ útgefendum hér á landi. Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus á Íslandi Atvinnumál Fjölmörg stéttarfélög sjómanna hafa undirbúið sam- einingu til að standa betur að vígi í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Unnið hefur verið að því undanfarna mánuði og farið að sjást í land í við- ræðum félaganna. Sjómenn eru nú í um 20 stéttarfélögum vítt og breitt um landið og slagkraftur sjómanna hefur því verið takmarkaður í kjara- baráttu þeirra. Þau félög sem undirbúa samein- ingu eru Sjómannafélag Íslands, Sjó- mannafélag Eyjafjarðar, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Sjómannafélag Hafnarfjarðar og Jöt- unn. Von er á að fleiri stökkvi á bát- inn og verði með í áhöfn þessa nýja stéttarfélags sjómanna. Markmið sameiningarinnar er að skapa stórt og stöndugt stéttarfélag sjómanna og styrkja með því bakland þeirra. Nýtt félag yrði langstærsta stéttarfélag sjó- manna. „Þessi vinna hefur verið í gangi í talsverðan tíma enda hefur það verið okkar skoðun að það sé marg- falt vænlegra til árangurs að búa til stórt og öflugt félag til að standa að baki sjómönnum þessa lands,“ segir Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjó- mannafélags Íslands.    „Með þessu móti getum við sameinað krafta okkar og þannig skapað grundvöll til að setja gríðarlega innspýtingu í allt okkar starf, ekki síst þær kjarasamn- ingsviðræður sem fram undan eru við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.“ – sa Sjómenn sameinast í kjarabaráttu heilbrigðismál Bæjarráð Vest- mannaeyja kveðst taka undir álykt- un stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS)  um að koma eigi upp sérstakri sjúkraþyrlu. Bæjarráðið vitnar til nýlegr- ar skýrslu starfshóps velferðarráðu- neytisins og segist eins og SASS taka undir með tveimur af sjö fulltrúum í starfshópnum um að koma ætti upp sérstakri sjúkraþyrlu með útkalls- tíma sem væri styttri en tíu mínútur. Rekstrarkostnaður yrði 500 til 880 milljónir króna á ári. Stjórn SASS leggur til að þyrlan verði staðsett á Suðurlandi og bæjarráð Vestmanna- eyja telur  ákjósanlegt að þyrlan verði í Eyjum. – gar Eyjamenn vilja sjúkraþyrlu Vilja styttri útkallstíma á Suðurlandi. FréttabLaðið/PjEtur 9 . o k t ó b e r 2 0 1 8 Þ r i ð J u D A g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 5 -E 8 1 0 2 1 0 5 -E 6 D 4 2 1 0 5 -E 5 9 8 2 1 0 5 -E 4 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.