Fréttablaðið - 09.10.2018, Side 8

Fréttablaðið - 09.10.2018, Side 8
Páfagarður Djöfullinn ber ábyrgð á þeim fjölmörgu kynferðisofbeldis­ hneykslismálum sem hafa skekið kaþólsku kirkjuna. Þetta sagði Frans páfi í gær og bað kaþólikka um allan heim um að leggjast á bæn alla daga októbermánaðar til að hrekja freist­ arann í burtu. „Við verðum að bjarga kirkjunni frá þeim illa, frá freistaranum. Á sama tíma þurfum við að vera með­ vituð um sekt okkar, mistök og misbeitingu í nútíð og fortíð,“ hafði Reuters eftir Frans páfa. Hneykslismál kaþólsku kirkj­ unnar eru mýmörg og hefur komist upp um stórfelld brot í meðal ann­ ars Bandaríkjunum og í Síle undan­ farið. – þea Páfi kennir kölska um hneykslismálin Frans páfi. Nordicphotos/Getty Vísindi Bandaríkjamennirnir William Nordhaus og Paul Romer vinna nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár. Um þetta tilkynnti sænska vís­ indaakademían í gær. Nordhaus er verðlaunaður fyrir að aðlaga kenningar hagfræðinnar til þess að gera ráð fyrir loftslagsbreytingum, Romer fyrir að gera ráð fyrir fram­ þróun tækninnar. „Ég held að fjölmargir haldi að það sé svo erfitt og dýrt að vernda umhverfið að fólk vilji bara hundsa vandann. En við getum án nokk­ urs vafa náð miklum árangri í umhverfis vernd án þess að fyrir­ gera möguleikum okkar á því að viðhalda hagvexti,“ sagði Romer við Reuters í gær. – þea Tveir fengu nóbelsverðlaun Bandaríkin Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og fellibylsviðvaranir verið gefnar í 26 sýslum á hinu svo­ kallaða pönnuskafti (e. Panhandle) Flórída í Bandaríkjunum, það er landræmunni sem gengur vestur frá Flórídaskaganum og að borginni Pensacola. Sömuleiðis hafa verið gefnar út viðvaranir við hitabeltis­ stormi í nærliggjandi sýslum og suður að Tampa. Ástæðan er fellibylurinn Michael, sem gekk yfir Kúbu í gær sem hitabeltisstormur. Samkvæmt frétt CNN var allt að 304 millimetra úrkoma á vesturhluta Kúbu í gær. Samkvæmt spám bæði einka­ reknu veðurstofunnar The Weather Channel og fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna (NHC) er útlit fyrir að Michael gangi á land í Flórída sem annars stigs fellibylur á morg­ un. Vindhraði verði á milli 33 og 49 metrar á sekúndu og úrkoma mikil. Strax í gær voru eyjarskeggjar á Keys­eyjum, rétt suður af Flórída­ skaga, farnir að finna vel fyrir vot­ viðrinu. Búist er við um 100 milli­ metra úrkomu þar í dag. Búist er við því að yfirborð sjávar komi til með að hækka mikið allt frá Pensacola og að Tampa vegna stormsins. Hafa íbúar því verið beðnir um að vera á varðbergi þar sem ástandið gæti orðið lífshættulegt. „Þessi stormur ógnar lífi okkar og verður gífurlega hættulegur. Afleiðingar hans á samfélög á svæð­ inu gætu orðið gríðar­ legar. Þess vegna þurfa fjölskyldur að vera vel undirbúnar,“ sagði Rick Scott ríkisstjóri á blaða­ mannafundi og bætti við: „Þið verðið öll að undirbúa ykkur. Ekki taka neina áhættu. Sjávarborð mun hækka, það verður hvasst, það gætu orðið flóð og það eru miklar líkur á því að hvirfilbyljir mynd­ ist.“ Íbúar Flórída hafa margir hverjir einbeitt sér að kosn­ ingum undanfarna daga. Kosið er um annað sæti ríkisins í öldunga­ deild þingsins og um ríkisstjóra þess þann 6. nóvember næstkomandi svo fátt eitt sé nefnt. Vegna stormsins hafa frambjóð­ endur flestir aflýst f y r i r h u g u ð u m kosningafundum sínum. Útlit er fyrir að afar mjótt verði á munum í kosningunum. Í nýjustu könnunum mældist munurinn á frambjóðendum Demókrata og Repúblikana  í báðum kosningum einungis eitt prósent. Búist er við því að Michael haldi áfram yfir Georgíu og Suður­Karól­ ínu sem hitabeltisstormur áður en hann heldur svo í norðaustur.   thorgnyr@frettabladid.is Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. stormurinn gekk yfir Kúbu í gær. Neyðarástandi lýst yfir í Flórída. Viðvaranir við hitabeltisstormi í sýslunum í kring. Skammt stórra högga á milli Starfsmenn FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, standa í ströngu þessa dagana. Stutt er frá því að fellibylurinn Florence reið yfir Bandaríkin og olli miklu tjóni. Í fyrra gengu svo Harvey, Irma, Maria og Nate á land í Bandaríkjunum með stuttu millibili. The New York Times fjallaði um það í gær að FEMA hefði styrkt ríki, svæði og sveitarfélög um alls 81 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæp- lega tíu billjóna króna, frá árinu 1992. Fjármagnið fór í 683.035 mismun- andi verkefni. Allt frá því að fjarlægja brak og til þess að reisa opinberar byggingar á nýjan leik eftir að þær höfðu hrunið í ofviðri. Ekki hafi hins vegar verið tekið nægilegt tillit til loftslagsbreytinga við þau uppbyggingarverkefni sem fjármunirnir fóru í. Því hafi hinar nýju byggingar verið alveg jafnviðkvæmar fyrir næsta stormi og þær sem hrundu í þeim fyrri, að því er blaðið hélt fram. Ford Transit Custom er þekktur fyrir einstakan búnað, endingu og hagkvæmni. Með nýrri kynslóð bætir Ford enn í og gerir Transit Custom enn betri. Hinn nýi Ford Transit Custom er ríkulega búinn m.a. olíumiðstöð með tímastilli, upphitanlegri framrúðu, aksturstölvu, Easy fuel eldsneytisáfyllingu, upphitanlegu ökumannssæti, spólvörn, ESP stöðuleikakerfi, brekkuaðstoð og 14 geymsluhólfum í innréttingu. NÝR FORD TRANSIT CUSTOM – Betri en nokkru sinni 3.790.000 KR. MEÐ VSK. FÁANLEGUR SJÁLFSKIPTUR 3.056.452 KR.ÁN VSK. FORD TRANSIT CUSTOM KOSTAR FRÁ: Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 ford.is Ford_Transit_Custom_5x15_20180831_END.indd 1 01/10/2018 12:54 rick scott. 9 . o k t ó B e r 2 0 1 8 Þ r i ð J u d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 5 -E 3 2 0 2 1 0 5 -E 1 E 4 2 1 0 5 -E 0 A 8 2 1 0 5 -D F 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.