Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 23
Við eigum að geta talað um tilfinningar og leitað okkur hjálpar án þess að skammast okkar. Elin Metta Jensen  Hvaða bætur valdir þú á þína peysu?   Sorg – meðvirkni – reiði – stress – feimni – seigla Hvers vegna? Ég hef fundið fyrir öllum þessum tilfinningum á ein- hverjum tímapunkti í mínu lífi, stundum  sinni í hverju lagi en stundum mörgum þeirra í senn. Síðan skipti mig miklu máli að hafa seiglu á bakinu því reynslan hefur sýnt mér að það er betra að hafa hana með í för. Hversu miklu máli skiptir að fyrirmyndir eins og þú og raunar allir komi út með reynslu sína af geðrænum vanda? Ég held að umræðan um geðrænan vanda skipti gríðarlega miklu máli, ekki síst í dag þegar samfélags- miðlar draga oft upp glansmynd af raunveruleikanum. Þess vegna er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að það sé mannlegt að finna fyrir rófi tilfinninganna og það á ekki að vera feimnismál. Við eigum að geta talað um tilfinningar og leitað okkur hjálpar án þess að skammast okkar fyrir nokkurn hlut. Elín Metta Jensen knattspyrnukona Tilfinningar eru mannlegar Hvaða bætur valdir þú á þína peysu? Bæturnar sem ég valdi voru reiði, einmanaleiki, þunglyndi, sorg og kvíði. Af hverju? Ég valdi þessar bætur því allar þessar tilfinningar kannast ég við, bæði hjá sjálfum mér og fólki sem stendur mér nærri. Hversu miklu máli skiptir að fyrirmyndir eins og þú og raunar allir komi út með reynslu sína af geðrænum vanda? Það er mikilvægt að fyrirmyndir og opinberar per- sónur ræði opinskátt um sína reynslu af geðrænum vanda til þess að setja fordæmi. Það versta sem hægt er að gera við sjúkdómum sem þessum er að þegja um þá og því er mikilvægt að opna umræðuna upp á gátt svo að sem flest sjái að þau standi ekki ein, heldur séu úrlausnir í boði og að fólk sé tilbúið að hlusta. Jóhann Kristófer Stefánsson tónlistarmaður Fólk er tilbúið að hlusta Hvaða bætur valdir þú á þína peysu? Ég valdi kvíða, vonleysi, þunglyndi, stress og rang- hugmyndir. Mér finnst ég tengja mest við þessar bætur þar sem ég hef verið að kljást við þunglyndi, kvíða og áráttu/þráhyggjuröskun í þó nokkurn tíma. Hversu miklu máli skiptir að fyrirmyndir eins og þú og raunar allir komi út með reynslu sína af geðrænum vanda? Það skiptir mjög miklu máli og vonandi hvetur það aðra til þess að tala opinskátt um sína andlegu líðan. Það hjálpar að opna sig og tala við einhvern. Það hjálpaði mér svo mikið, ég væri ekki á þeim góða stað sem ég er á í dag hefði ég ekki leitað mér hjálpar. Komum útmeð’a. Young Karin tónlistarkona Það hjálpar að opna sig Hönnuðurinn bak við peysurnar, Viktor Weiss-happel, útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2015 en lokaverkefnið hans snerist um þunglyndi og geðklofa. „Mér þykir þetta málefni mjög áhugavert og þess vegna valdi ég mér þessi efnis- tök í lokaverkefnið. Ég tók viðtal við mann sem heitir Alfreð Gígja og er með geðklofa og þunglyndis- greiningu og gerði bókverk með myndrænni framsetningu á tólf frásögnum úr lífi hans. Það var sér- staklega fróðlegt að skyggnast inn í hans hugarheim.“ Viktor segir hugmyndina að baki peysunum vera að myndgera orð yfir erfiðar tilfinningar og ástand. „Orð sem fólk á til með að fela, eins og til dæmis orðin „kvíði“ og „þung- lyndi“, segir hann. „Það er mikilvægt að opna umræðuna og tala um til- finningar sínar. Með því að bera orðin yfir til- finningarnar utan á þér ertu að breyta merkingunni, þú ert að bera þína „kvilla“ með stolti.“ Tilgangur Útmeð’a verkefnisins er að hvetja ungt fólk , sem og alla aðra, til að ræða um og viðra vandamál sín og leita sér faglegrar aðstoðar ef á þarf að halda.. Viktor segir viðbrögðin við peysunum hafa verið framar vonum. „Viðbrögðin hafa verið þvílíkt góð og eru margir búnir að koma til mín og segja mér frá sinni reynslu. Þetta virðist hitta á taug í samfélag- inu, allir eru að díla við eitthvað og margir reiðubúnir að tala um það. Þetta gerir samtalið auðvitað auð- veldara.“ Hægt er að velja um þrettán tegundir af bótum. „Við byrjuðum á að gera 11 bætur með orðunum kvíði, þunglyndi, stress, reiði, rang- hugmyndir, meðvirkni, seigla, ein- manaleiki, sorg, feimni og vonleysi og nú eru þær bara að klárast þannig að við pöntuðum aðra sendingu og bættum tveimur við, félagsfælni og ADHD.“ Sjálfur valdi Viktor sér bætur með orðunum kvíði og stress. „Eins og flestir tengi ég við margar af bótunum en þessar höfðuðu einna helst til mín.“ Hægt er að kaupa eins margar bætur og hver vill og raða þeim á að vild. Þær er hægt að strauja á flestallar flíkur. Bæturnar má nálgast í Húrra Reykjavík á Hverfisgötu, sumar eru reyndar uppseldar en von er á nýrri sendingu um mánaðamótin. Útmeð’a er vitundarvakning Geð- hjálpar og Hjálparsíma Rauða kross- ins um geðheilbrigði ungs fólks sem gengur út á að hvetja ungt fólk og reyndar fólk á öllum aldri til að segja frá erfiðri andlegri líðan í því skyni að taka fyrsta skrefið til að leita sér hjálpar. Heimasíða vitundarvakn- ingarinnar er www.utmeda.is. Hættum að fela tilfinningar og líðan Útmeð´a og Viktor Weisshappel hafa hannað peysur og bætur þar sem hver og einn getur útbúið sína einstöku peysu með því að taka orð yfir ástand eða tilfinningar, setja þau á peysu og bera með stolti. Bæturnar eru til í þrettán mismunandi útgáfum sem hver um sig ber eitt orð yfir tilfinningar eða geðrænt ástand. Viktor Weiss- happel, hönn- uður bótanna, segir viðbrögðin hafa verið framar vonum. MYND/ANNA MAggý Það versta sem hægt er að gera við sjúkdómum sem þessum er að þegja um þá. Jóhann Kristófer Stefánsson Með því að bera orðin yfir tilfinn- ingarnar utan á þér ertu að breyta merking- unni. Viktor Weisshappel gEðHJálp 3 Þ R I ðJ U DAg U R 9 . o k tó b e r 2 0 1 8 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 5 -C A 7 0 2 1 0 5 -C 9 3 4 2 1 0 5 -C 7 F 8 2 1 0 5 -C 6 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.