Fréttablaðið - 09.10.2018, Qupperneq 24
Við þurfum að
byggja upp seiglu í
börnunum okkar og
samfélögum.
Bellis hefur lagt áherslu á rannsóknir í framhaldi af svokallaðri Adverse Child-
hood Experiences (ACE) rannsókn
um áhrif erfiðra upplifana í æsku
á heilsu á fullorðinsárum. ACE
rannsóknarteymið skilgreindi 10
algengustu áföll og erfiða reynslu
í uppvexti 17.000 þátttakenda í
rannsókninni fram að 18 ára aldri
og sýndi fram á sterk tengsl milli
fjölda þessara áfalla eða ACE-stiga
við andlegan, líkamlegan og félags-
legan vanda á fullorðinsárum. Með
öðrum orðum þá sýndu rann-
sakendurnir fram á að fjöldi stiga/
áfalla gæfi til kynna vaxandi hættu
á heilsufars- og félagsvanda síðar á
ævinni.
Um hvað fjallar fyrirlestur
þinn á Íslandi?
Ég mun ræða um hvernig ofbeldi,
vanræksla og upplifun af heim-
ilisofbeldi og önnur erfið upp-
vaxtarskilyrði geta breytt því
hvernig við þróumst, ekki aðeins
andlega heldur einnig líkamlega.
Þegar börn upplifa erfið áföll
í æsku hættir þeim fremur en
öðrum börnum til að tileinka sér
óheilsusamlega lífshætti eins og að
reykja, misnota vímuefni og sýna
ofbeldisfulla hegðun og þróa því
frekar með sér langvarandi heilsu-
brest eins og sykursýki og hjarta-
sjúkdóma seinna á ævinni. Ég mun
einnig segja frá því hvernig sumum
börnum með erfiða upplifun að
baki tekst með því að þróa með
sér seiglu að komast hjá þessum
vandamálum. Ég mun velta því
upp hvernig við getum unnið
gegn erfiðri upplifun barna, byggt
upp seiglu og þróað þjónustu sem
styður betur við fólk, bæði börn
og fullorðna, sem hefur orðið
fyrir slæmri reynslu á uppvaxtar-
árunum.
Hvað geta yfirvöld gert til að
draga úr afleiðingum erfiðra
uppvaxtarskilyrða á sam-
félagið?
Við þurfum að byggja upp seiglu
í börnum okkar og samfélögum.
Seiglu er hægt að þróa á margan
hátt, til dæmis með því að tryggja
að börn hafi alltaf aðgang að full-
orðnum einstaklingi sem þau geta
treyst og talað við. Hægt er að þróa
seiglu með því að gefa börnum
tækifæri til að vera virkir þátttak-
endur í samfélaginu, veita þeim
tilfinningu fyrir því að þau geti náð
árangri, veita þeim sterkar fyrir-
myndir til að horfa upp til og með
ýmsum öðrum hætti. Við getum
byggt upp betri áfallastuðning í
félagslega, heilbrigðis-, mennta- og
réttarkerfinu. Þjálfa þarf starfs-
fólkið upp í að skilja áhrif áfalla
í barnæsku á hegðun og heilsu á
fullorðinsaldri. Með því móti er því
betur gert kleift að hjálpa börnum
í þörf fyrir slíkan stuðning.
Hvað geta þeir sem hafa átt
erfiða æsku gert til að draga
úr afleiðingum þess?
Þættir eins og að tengjast öðru
fólki, iðka íþróttir og taka þátt í
vinnumarkaðnum ef viðkomandi
er fær um slíkt, eru hjálplegir til að
vinna gegn hugsanlegum áhrifum
erfiðra áfalla í æsku. Stundum
getur hjálpað að tala við heil-
brigðisstarfsfólk. Í rannsóknum
okkar kemur fram að fæstir höfðu
rætt við sérfræðinga um erfið upp-
vaxtarár sín. Núna erum við að
skoða hversu gagnlegt getur verið
fyrir fólk að deila reynslu sinni
með heilbrigðisstarfsfólki jafnvel
löngu eftir erfiðar upplifanir.
Ef takast á að ná árangri verða
allar viðeigandi stofnanir að til-
einka sér skilning og leggjast á
eitt til að ná árangri í verkefninu.
Við höfum stofnað ACE-miðstöð
með fjármögnun frá nokkrum
opinberum stofnunum til að auka
skilning innan þjónustustofnana
á því hvernig hægt sé að varna og
bregðast við afleiðingum áfalla
og erfiðra uppeldisskilyrða. Við
höfum komist að því að rót margra
erinda fólks til heilsugæslunnar,
lögreglunnar, félagsþjónustunnar
eða menntastofnana er hægt að
rekja til erfiðra upplifana í æsku.
Með því að auka skilning starfs-
manna viðkomandi stofnana á
þessari staðreynd stuðlum við að
því að þær vinni betur saman og
bjóði fólki viðeigandi stuðning.
Fólk þarf ekki aðeins að upplifa
þennan stuðning frá sérfræðingum
heldur einnig framlínustarfsfólki
því að sérfræðingarnar hitta fólk
oft ekki fyrr en vandamálin eru
orðin alvarleg og erfiðara er að
takast á við þau.
Erfið reynsla veldur verri heilsu
Mark Bellis, prófessor og ráðgjafi hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni WHO og fleiri alþjóðlegum
stofnunum, fjallar um afleiðingar áfalla og erfiðra uppvaxtarskilyrða á heilsu og velsæld full orðinna
á opnu málþingi Geðhjálpar og Geðverndarfélags Íslands á Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn.
Próf. Mark
Bellis, rannsókna-
stjórnandi við
Lýðheilsustofn-
anir Wales og
Stóra-Bretlands og
stjórnarformaður
miðstöðvar for-
varna gegn ofbeldi
hjá Alþjóðaheil-
brigðisstofnun-
inni WHO.
19.30 – 19.40 Opnunarávarp
Gunnlaug Thorlacius, formaður Geðverndarfélags Íslands.
19.40 – 20.45 Áhrif erfiðrar reynslu í æsku á heilsu á fullorðinsárum,
kostnaður og forvarnir
Pr. Mark Bellis, stjórnandi rannsókna við Lýðheilsustofnanir Wales
og Stóra Bretlands og stjórnarformaður miðstöðvar forvarna gegn
ofbeldi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO.
20.45 – 21.05 Heilsa fullorðinna í ljósi erfiðrar æsku
Margrét Ólafía Tómasdóttir, dr. í heilsugæslulækningum og lektor
við Háskóla Íslands.
21.05 – 21.20 Fjallabaksleið til nýs lífs
Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður.
21.20 – 21.35 Fræðsluátak Geðhjálpar um afleiðingar erfiðrar reynslu
í æsku á heilsu á fullorðinsárum
Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar.
21.35 – 21.45 Samantekt og umræður.
Dulin áhrif erfiðrar reynslu í æsku
á heilsufar á fullorðinsárum
Opið málþing Geðhjálpar og Geðverndarfélags Íslands á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. október 2018.
Fyrirlestrarsalur Íslenskrar Erfðagreiningar við Sturlugötu 8.
Fundarstjóri Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands.
Aðgangur ókeypis
4 GEðHjáLP 9 . O k tó B E r 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R
0
9
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
0
5
-C
5
8
0
2
1
0
5
-C
4
4
4
2
1
0
5
-C
3
0
8
2
1
0
5
-C
1
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
8
_
1
0
_
2
0
1
8
C
M
Y
K