Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
Bretagne skaginn&París
sp
ör
eh
f.
Haust 7
Þessi glæsilega ferð hefst í friðsældinni í Normandíhéraði,
þar sem kynnumst borginni Caen, bæjunum St. Malo og
Paimpol á Bretagne, að ógleymdri klettaeyjunni merku, Mont
St. Michel. Á leiðinni til Parísar, einnar mestu menningar- og
listaborg Frakklands, verður höfð viðdvöl í bænum Dinan sem
stundum er nefndur eitt best geymda leyndarmál Frakklands.
21. - 29. september
Fararstjóri: Laufey Helgadóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Við fórum á skauta á Tjörninni og þar
var oft músík og svo hittumst við
gjarnan og spiluðum á kvöldin.“
Stúdentamót á Þingvöllum
Hópurinn fór í hinar ýmsu ferðir
saman. „Í fimmta bekk fórum við út í
Drangey og Pálmi rektor fór með
okkur. Pálmi sagði okkur að vara
okkur á grjóthruninu en fótabúnaður
hópsins var margbreytilegur, sumir
voru í strigaskóm og aðrir í skíða-
klossum, það var ekkert verið að
spekúlera í því,“ segir Sigfríður og
hlær. „Svo fórum við líka til Þing-
valla. Það var daginn eftir að við út-
skrifuðumst og þar var haldið stúd-
entamót. Við vorum á Þingvöllum yfir
helgina og gistum í Valhöll. Á mánu-
deginum slógum við svo upp veislu á
Hótel Borg.“
Vorkunn einskis nýt
Sigfríður segist ekki vorkenna
þeim sem nú klára menntaskólann á
þremur árum enda gerði hún það
sjálf. „Maður verður að muna að vor-
kenna aldrei sjálfum sér því allir geta
miklu meira en þeir halda. Hver ein-
asta manneskja getur meira ef hún
bara reynir.“
Sigfríður er dugleg að semja vísur
og kveður eina sem hún orti til skóla-
systkina sinna sem hafa kvatt jarð-
neska tilveru.
Gakktu hægt um gleðinnar dyr,
gættu þess að engan saki,
vinir hér sem voru fyrr,
veislu halda að tjaldabaki.
og telur upp þýskar forsetningar eins
og ekkert sé.
Það er þó ekki einungis námið sem
er Sigfríði minnisstætt úr mennta-
skólagöngunni. „Þetta var alveg
yndislegur tími. Við vorum bara
fjörutíu og vorum því eins og ein stór
fjölskylda. Við héldum saman alla
ævina en ég er reyndar ein eftir, hin
eru fallin frá.“
Hópurinn brallaði ýmislegt saman.
„Pálmi, Einar Magg og Valdimar
voru alltaf að fara eitthvað á honum
Grána gamla, bílnum sínum. Þeir
voru alltaf tilbúnir í að fara eitthvað
með okkur hin, í skíðaferðir, göngu-
ferðir eða hvað sem var. Við þekktum
vel heimilin hvert hjá öðru og vorum
alltaf velkomin hvert heim til annars.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Kvenskörungurinn Sigfríður Niel-
johníusdóttir fagnaði 80 ára stúdents-
afmæli sínu á útskrift Menntaskólans
í Reykjavík í gær. Sigfríður er fyrsta
íslenska konan sem nær þessum
áfanga en hún útskrifaðist úr MR ár-
ið 1938.
Hún þakkar föður sínum fyrir það
að hafa hlotið menntun. „Pabbi var
búinn að ákveða það að við systkinin
skyldum mennta okkur. Hann sagði
að menntun yrði aldrei tekin frá okk-
ur en peningar gætu horfið.“
Engar stúlkur í stærðfræði
Sigfríður varð stúdent úr mála-
deild. „Við vorum fjörutíu í árgang-
inum, bara strákar í stærðfræðideild
en tuttugu stelpur og átta strákar í
máladeild. Það var í fyrsta skipti sem
það voru svona margar stelpur í
menntaskólanum.“
Ástæður þess að engar stúlkur hafi
útskrifast af stærðfræðibraut í þá
daga segir Sigfríður einfaldar: „Talið
var að stúlkur hefðu ekkert að gera í
stærðfræðideild. Þeim var sagt að
þær gætu ekki lært stærðfræði eða
raungreinar yfirleitt. Annað hefur nú
aldeilis komið á daginn.“
Menntaskólanámið nýttist Sigfríði
vel. „Ég kann enn utanbókar það sem
ég lærði og ég vil því meina að það sé
ekkert svo vitlaust að læra utan-
bókar. Ég man ýmislegt úr latínunni
og ég tala nú ekki um allar forsetn-
ingarnar í þýskunni,“ segir Sigfríður
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afmæli Sigfríður segir að stúdentsárin hafi verið yndislegur tími. Hún er sú eina sem enn lifir úr útskriftarhópnum.
,,Allir geta miklu
meira en þeir halda“
Sigfríður Níeljohníusdóttir fagnar 80 ára stúdentsafmæli
Ljósmynd/Úr einkasafni
Stúdína Myndin var tekin þegar
Sigfríður útskrifaðist 1938.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
„Þetta eru frábærar fréttir fyrir
Hafnarfjörð, að Coripharma skuli
hafa keypt lyfjaverksmiðju Actavis
og ætli að hefja lyfjaframleiðslu í
verksmiðjunni,“ sagði Rósa Guð-
bjartsdóttir, nýr bæjarstjóri
Hafnarfjarðar og oddviti Sjálf-
stæðisflokksins, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Við Hafnfirðingar hljótum öll að
gleðjast yfir þessum tíðindum.
Þessi áform Coripharma skipta
okkur vitanlega miklu máli og það
er afskaplega ánægjulegt að þessi
vinnustaður, lyfjaverksmiðjan,
skuli á næstunni öðlast nýtt líf í
höndum nýrra stjórnenda og eig-
enda,“ sagði Rósa.
Rósa segir að Hafnarfjarðarbær
muni að sjálfsögðu taka vel á móti
Coripharma. „Við fögnum því alltaf
þegar ný fyrirtæki koma í bæinn og
tökum vel á móti öllum,“ sagði
Rósa, sem kveðst ekki síst glöð yfir
því að svo fjölmennur vinnustaður
taki til starfa í bæjarfélaginu.
Starfsmenn verði 300 talsins
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær komust Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsókn og óháðir í
Hafnarfirði að samkomulagi um
myndun nýs meirihluta í bænum í
fyrradag. Rósa tekur við starfi
bæjarstjóra en á síðasta kjör-
tímabili var hún formaður bæjar-
ráðs og Haraldur L. Haraldsson
gegndi starfi bæjarstjóra.
Fram kom í Morgunblaðinu í
gær, þegar rætt var við Bjarna K.
Þorvarðarson, forstjóra Cori-
pharma, að þegar lyfjaverksmiðjan
verður komin í fullan rekstur stefni
fyrirtækið að því að starfsmenn
hennar og í stoðstörfum verði um
300 talsins, eða svipaður fjöldi og
starfaði hjá Actavis þegar lyfja-
verksmiðjan var í fullum rekstri.
Bjarni sagði að fyrirtækið stefndi
að því að þetta yrði innan tveggja
ára.
Frábærar fréttir
fyrir Hafnarfjörð
Nýi bæjarstjórinn segir að bærinn
muni taka vel á móti Coripharma
Sindri Þór Stef-
ánsson var úr-
skurðaður í eins
mánaðar farbann
á ný í gær, skv.
upplýsingum frá
lögreglustjór-
anum á Suður-
nesjum. Lengd
þess er í samræmi
við kröfur yfir-
valda. Sindri Þór
var í byrjun maí úrskurðaður í mán-
aðar farbann og rann það út í gær.
Verjandi Sindra mótmælti kröf-
unni á þeim grundvelli að skilyrði
farbanns væru ekki uppfyllt og ætl-
ar að kæra úrskurðinn. thor@mbl.is
Telur skilyrði um
farbann á Sindra
Þór ekki uppfyllt
Sindri Þór
Stefánsson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Umræður fóru fram um skipulag að-
ildarfélaga Starfsgreinasambands
Íslands í aðdraganda kjarasamninga
á tveggja daga formannafundi sem
lauk í gær. Aðalsteinn Á. Baldurs-
son, formaður Framsýnar, hvatti þar
til þess í ræðu að öll félögin næðu
samkomulagi um að fara saman sem
ein heild í kjaraviðræðurnar næsta
vetur og gæta þyrfti þess að koma
ekki sundruð að samningaborðinu. Á
umliðnum árum
hafa landsbyggð-
arfélögin staðið
saman í kjaravið-
ræðum en Flóa-
félögin samið sér.
Þessu var vel tek-
ið að sögn Aðal-
steins, sem
kveðst vona að nú
verði kúvending á
og öll félögin
standi saman í viðræðunum eftir að
kröfugerð hefur verið mótuð.
Aðalsteinn segir að á fundinum
hafi menn verið að stilla saman
strengi og ræða undirbúning sem
kominn er í fullan gang hjá hverju
félagi fyrir sig við mótun kröfugerð-
ar fyrir komandi kjaraviðræður.
Aðalstein segir að erindi sem Stef-
án Ólafsson prófessor flutti á fyrri
degi formannafundarins um þróun
launa, hafi vakið mikla athygli og þar
hafi Stefán staðfest í einu og öllu
gagnrýni verkalýðsfélaga og forystu
þeirra á auglýsingaherferð ASÍ, hún
væri skjön við söguna og staðreyndir
um launaþróun verkafólks. Aðal-
steinn segir að einnig hafi komið
fram á fundinum að ekki hafi verið
samstaða um það innan miðstjórnar
ASÍ á sínum tíma að birta hinar um-
deildu auglýsingar heldur verið um
það skiptar skoðanir.
Að sögn Aðalsteins er í bígerð að
hann og Vilhjálmur Birgisson, for-
maður Verkalýðsfélags Akraness, og
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, fari fljótlega á fund seðlabanka-
stjóra til að fara yfir stöðu mála að
ósk seðlabankastjóra.
Fari í viðræður sem ein heild
Formenn allra SGS-félaga ræddu undirbúning kjaraviðræðna Í bígerð fund-
ur formanna Framsýnar, VR og VLFA með seðlabankastjóra um kjaramálin
Aðalsteinn Árni
Baldursson