Morgunblaðið - 02.06.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdir við endurgerð
Tryggvagötu frá Pósthússtræti að
Lækjartorgi hefjast í byrjun næstu
viku. Lokað verður fyrir umferð um
Tryggvagötu á þessum kafla þar til
verki lýkur í byrjun október. Bíla-
umferð verður á meðan beint um
Geirsgötu.
Þá munu einnig hefjast fram-
kvæmdir við Steinbryggju, en svo
heitir nú sá kafli Pósthússtrætis sem
er á milli Tryggvagötu og Geirsgötu.
Á framkvæmdatíma verður hún að
mestu opin fyrir gangandi vegfar-
endur með einhverjum undantekn-
ingum, samkvæmt upplýsingum frá
Reykjavíkurborg.
Tvær nýjar göngugötur
Inni á byggingarreitnum er einnig
að hefjast vinna við frágang nýrra
göngugatna sem fengið hafa heitin
Kolagata og Tónagata. Kolagata mun
liggja á milli Steinbryggju og Kalk-
ofnsvegar, samsíða Tryggvagötu og
Geirsgötu. Tónagata mun liggja frá
Tryggvagötu yfir Geirsgötu að tón-
listarhúsinu Hörpu.
Bæjartorg, þar sem hinn heims-
frægi pylsuvagn Bæjarins bestu hef-
ur staðið um áratuga skeið, verður
endurgert samtímis. Bæjarins bestu
fá framtíðarstað á Bæjartorgi að
framkvæmdum loknum en pylsu-
vagninn hefur verið til bráðabirgða
við hlið Eimskipafélagshússins.
Samhliða þessum framkvæmdum
er unnið að lokafrágangi á Kalkofns-
vegi og Geirsgötu, en ekki er gert ráð
fyrir frekari truflunum á umferð
vegna þess.
Kalkofnsvegur verður tekinn í
notkun í áföngum og í lok vikunnar
verður umferð hleypt á nýjan kafla,
vestari akrein, frá Sæbraut að Geirs-
götu. Þá verða einnig virkjuð ný um-
ferðarljós á gatnamótum Geirsgötu
og Kalkofnsvegar í lok vikunnar.
Ljósastýring verður stillt til að mæta
umferðarflæði um breytt gatnamót.
Framkvæmdirnar munu óneitan-
lega hafa áhrif á mannlífið í miðborg-
inni og verða gerðar sérstakar ráð-
stafanir til að beina gangandi
vegfarendum um öruggar göngu-
leiðir, segir í frétt frá borginni. Skilti
verða sett upp á nokkrum stöðum til
að vísa veginn og verða þau einnig á
ensku vegna þess mikla fjölda er-
lendra ferðamanna sem eru á þessum
slóðum.
Miðborgin mun breyta um svip
Endurgerð Tryggvagötu og Steinbryggju Bæjarins bestu fara á Bæjartorgið
að nýju Kalkofnsvegur tekinn í notkun í áföngum Ferðamönnum leiðbeint
Mynd/Reykjavíkurborg
Bæjartorg Hér má sjá pylsuvagn Bæjarins bestu kominn á sinn stað. Ný spennistöð hefur verið byggð á torginu.
Gatan Steinbryggja dregur nafn
sitt af samnefndri bryggju sem
var byggð árið 1884 úr til-
höggnum steini. Hún hvarf und-
ir uppfyllingu um 1940.
Bryggjan var í framhaldi af
Pósthússtræti og er nú undir
yfirborði jarðar, rétt austan við
Tollhúsið. Er hún talin vera
nokkuð heilleg.
Steinbryggjan var upphaflega
reist af bæjarsjóði Reykjavíkur
og þótti framför miðað við litlu
trébryggjurnar út af fjörukamb-
inum í Reykjavík, sem voru í
einkaeigu kaupmanna.
Bryggjan var fyrsti viðkomu-
staður þeirra sem komu til
Reykjavíkur. Þegar Friðrik 8.
Danakonungur kom til landsins
1907 gekk hann upp á Stein-
bryggjuna. Einnig Kristján 10.
og Alexandrína drottning 1921.
Hvarf undir
uppfyllingu
SÖGUFRÆG STEINBRYGGJA
Miðbær Hér má sjá Steinbryggjuna
og hús Eimskipafélags Íslands.
Nýr Audi A7
Frumsýndur í dag milli kl. 12 og 16
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is
Byltingarkennd hönnun Audi
endurspeglast í nýjum Audi A7 sem
býður upp á nýjustu tækni, ríkulegt
pláss og þægindi engum lík.
Tveir háskerpuskjáir með snertivirkni
eru innbyggðir í mælaborðið þar
sem ökumaður stýrir upplýsinga- og
afþreyingarkerfi ásamt loftræstingu,
þægindum og textaborði.
Á boðstólum verður ljúffengt kaffi frá
Kaffitár og súkkulaðimolar frá Hafliða.
Litir og litablöð fyrir krakkana.
Einn framsæknasti bíll okkar tíma Audi
TTS verður á staðnum.
Sjáumst!