Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 18
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Dæmi eru um að fjárfestar hafi hætt
við áform um hótelbyggingar vegna
aukinnar óvissu í ferðaþjónustunni.
Þetta segir Hreiðar Hermannsson,
forstjóri og eigandi Stracta hótels á
Hellu, og bendir að bókunum hafi
fjölgað minna en vænst var. Óraun-
hæft hafi verið að reikna með miklum
vexti frá metárinu 2017. Nokkrir mán-
uðir hafi verið óvenjugóðir í fyrra.
„Listi fyrirhugaðra hótela er ótrúleg-
ur. Ég hef trú á því að aðeins brot af
þessum hótelum verði byggt. Það fæst
ekki fjármagn í sum verkefnin og önn-
ur eru menn hættir við,“ segir Hreið-
ar. Hvað varðar Stracta hótel sé útlit
fyrir að áætlanir frá júní til áramóta
haldi. Bókunum frá Þjóðverjum og
Bretum sé að fækka en fjölga frá
Bandaríkjunum og Asíu.
Óttast launahækkanir
Eigendur Stracta hótels hafa boðið
það til sölu. „Ég reiknaði ekki með að
fá neina fyrirspurn. Það hafa hins veg-
ar komið nokkrar fyrirspurnir. Nokkr-
ir eru að tala í alvöru,“ segir Hreiðar.
Hann segir óvissu í kjaramálum og
styrkingu krónunnar valda því að
menn haldi að sér höndum. Þar með
talið erlendir aðilar sem hafa áhuga á
að fjárfesta í hótelum á Íslandi.
„Það er stórmál ef það tefst að
ganga frá kjarasamningum. Rætt er
um tugprósenta launahækkanir.
Erlendir aðilar eru logandi hræddir
við launaliðinn. Á meðan vilja þeir ekki
fjárfesta,“ segir Hreiðar.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel
Keflavíkur, segir „skarpa niðursveiflu“
hafa orðið í bókunum í maí. Margir
hópar hafi verið afbókaðir og lítið kom-
ið í staðinn. Hann segir aðspurður að
áskorunin verði að halda í horfinu. „Ég
myndi gera ráð fyrir að júní yrði minni
en í fyrra. Ég held að þetta verði
varnarbarátta og að það verði einhver
samdráttur á árinu,“ segir Steinþór
um horfurnar.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar
voru bókaðar gistinætur á Austurlandi
í apríl 22% færri en í fyrra. Tölurnar
miðast við hótel sem eru opin allt árið.
Þær ná því til dæmis ekki til Airbnb-
íbúða.
Þráinn Lárusson, eigandi Hótel
Hallormsstaðar og Hótel Valaskjálfar,
segir bókunum hafa fjölgað lítillega
milli ára. Ferðaþjónustan sé þó enn
smá í sniðum á Austurlandi.
„Það þarf svo lítið til að það verði
aukning eða samdráttur. Þetta er jafn
lélegt og það hefur alltaf verið,“ segir
Þráinn og gagnrýnir aðgerðaleysi í
markaðssetningu á ferðaþjónustu á
landsbyggðinni.
Boðaðir skattar höfðu áhrif
Stjórnvöld þurfi að leggja miklu
meira fé í málaflokkinn, svo dreifa
megi ferðamönnum betur. Áform síð-
ustu ríkisstjórnar um hækkun virðis-
aukaskatts á gistingu hafi dregið úr
bókunum hópa í ár.
„Nokkuð var um að hópferðir fyrir
þetta ár væru teknar úr sölu í fyrra
vegna boðaðra skattahækkana. Nú
eru þær hins vegar aftur komnar í sölu
fyrir næsta ár. Það lítur ágætlega út
með bókanir.“
Þráinn segir viðbúið að Heims-
meistaramótið í knattspyrnu (HM) í
Rússlandi í sumar dragi úr bókunum
til Íslands. Reynslan af síðustu mótum,
sérstaklega 2006 og 2010, sé að HM
hafi marktæk áhrif á ferðalög. Vegna
HM kjósi margir að ferðast til Rúss-
lands, eða vera heima og fylgjast með
mótinu. HM í Brasilíu 2014 hafi þó haft
minni áhrif á eftirspurnina.
Erna Hauksdóttir, fv. fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust-
unnar, segir vísbendingar um að HM í
knattspyrnu hafi áhrif á innlenda eftir-
spurn í greininni.
„Ég man eftir þessari umræðu. Mig
minnir að hótel úti á landi hafi sér-
staklega orðið fyrir barðinu á þessu.
Þannig að þegar HM var að koma
vildu menn vera uppi í sófa. Það býr
náttúrlega stór hluti þjóðarinnar á
höfuðborgarsvæðinu.“
Óvissan bitnar á fjárfestingu í hótelum
Eigandi Stracta hótels segir dæmi um að hætt hafi verið við áformuð hótel Óvissa fæli frá er-
lenda fjárfesta Eigandi Hótel Keflavíkur býst við samdrætti í ár HM í fótbolta gæti haft áhrif
Gistinætur á hótelum eftir landshlutum
Gistinætur í aprílmánuði 2010-2018
1.000
900
800
700
600
500
400
300
200
100
0
200
150
100
50
0
.000
2016
2017
2018
Höfuðborgar-
svæðið
Suðurland Suðurnes Norðurland Vesturland
og Vestfirðir
Austurland
’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18
Heimild: Hagstofa Íslands
Breyting apríl 2017 til apríl 2018 eftir landshlutum
Höfuðborgarsvæðið
Utan höfuðborgarsvæðisins
Breyting frá
árinu á undan:
+17,3% -0,2%
Janúar til apríl 2016-2018
Höfuðborgarsvæðið Suðurland Suðurnes Norðurland Vesturland og Vestfirðir Austurland
Breyting frá
árinu á undan:
+57,7% +3,0%
Breyting frá
árinu á undan:
+89,1% -7,0%
Breyting frá
árinu á undan:
+6,1% +17,2%
Breyting frá
árinu á undan:
+32,9% +6,4%
Breyting frá
árinu á undan:
+8,5% -1,1%
.000
-3,8% -12,3% -7,3% -5,9% -4,9% -21,8%
Hér eru eingöngu
hótel sem opin
eru allt árið. Tölur
fyrir árið 2018 eru
bráðabirgðatölur.
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Buxnadagar
30% afsláttur af öllum buxum
fimmtudag til mánudags
30%
afsláttur