Morgunblaðið - 02.06.2018, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
SVIÐSLJÓS
Sigurður Ægisson
Siglufirði
Fjölskyldufyrirtækið Whale Watch-
ing Hauganes fagnar 25 ára afmæli
í dag og af því tilefni er gestum og
gangandi boðið þaðan í hvalaskoð-
unarferð. Lagt verður frá bryggju
kl. 9.30 og komið í land aftur um
kl. 12 en opnað verður fyrir veit-
ingar kl. 12.30. Hauganes er við
Eyjafjörð miðjan, að vestanverðu.
„Fyrstu ferðina fórum við árið
1993. Það kom nú í kjölfarið á því
að við fórum með norskan kafara
út að Hrólfsskeri, í mynni Eyja-
fjarðar, og sáum fullt af hrefnu á
leiðinni. Og hann fer að spyrja af
hverju í ósköpunum við bjóðum
ekki upp á hvalaskoðun hérna og
þótt mér fyndist ekki merkilegt að
sjá hrefnur, þá var það hann sem
ýtti þarna við okkur. Ári síðar
kemur til okkar hópur sem langaði
í sjóferð og þá bjóðum við upp á
þennan möguleika og fórum svo
nokkrar slíkar ferðir þá um sum-
arið og strax árið eftir urðu þær
miklu fleiri,“ segir Árni Halldórs-
son, einn af aðaleigendum fyrir-
tækisins. Hinir eru Halldór, bróðir
hans, og Garðar Níelsson, en feður
þeirra voru bræður.
Gera út tvo eikarbáta
Whale Watching Hauganes gerir
út tvo íslenska eikarbáta, Níels
Jónsson EA-106, sem var smíðaður
árið 1974, og Whales EA-200, sem
var smíðaður árið 1954.
„Við erum komnir með annan
eikarbát, áttum Níels Jónsson EA
106 fyrir, eignuðumst hann nýjan,
hann var smíðaður á Akureyri og
er 17,47 metra langur og 4,3 metra
metra breiður, og í fyrra keyptum
við annan bát, í þetta sinn úr Garð-
inum, aflaskipið Gunnar Há-
mundarson GK 357, sem var smíð-
aður hjá Skipasmíðastöð Njarð-
víkur 1954 og hefur þar smíða-
númerið 1, og var búinn að vera í
eigu sömu fjölskyldunnar frá upp-
hafi og afar vel hirtur alla tíð af
þeim sem áttu hann. Eftir að hann
kom til Hauganess og hafði undir-
gengist nauðsynlegar breytingar
var honum gefið nafnið Whales.
Hann er 21,5 metra langur og 5,2
metra breiður.“
Níels Jónsson getur tekið 48 far-
þega og Whales 72 farþega. Áður
en Whales kom til átti fyrirtækið
Sandvík EA 200, sem var stálbátur,
en hann var svo seldur.
Þar til fyrir tveimur árum stund-
uðu Árni, Garðar og Halldór fisk-
veiðar á veturna á bátum fyrirtæk-
isins en voru að sinna farþegum á
sumrin og fram á haust. En núna
byggja þeir eingöngu á hinu síðar-
nefnda. Tímabilið hefur lengst af
þeim sökum, er nú frá apríl og
fram í nóvember.
„Þó við séum elsta starfandi
hvalaskoðunarfyrirtækið á Íslandi
þá erum við ekki þeir sem byrjuðu
fyrstir, því það var eitthvað búið að
sigla frá Hornafirði áður, sem við
reyndar vissum ekkert af þegar við
byrjuðum. Fyrstu árin vorum við
ekki með skipulagðar ferðir heldur
tókum við bara hópa, vorum ekki
með fastar brottfarir, þær komu
seinna. En öll árin, að einu undan-
skildu, á þessum 25 árum, hefur
verið stígandi hjá okkur í farþega-
fjölda. Og mesta aukningin hefur
verið síðustu árin.
Í upphafi var þetta bara höfr-
unga- og hrefnuleit, við sáum ekki
hnúfubak fyrstu 3, 4, 5 árin, en svo
fara þeir að koma einn af öðrum og
árið 2011 erum við með hnúfubak í
hverri einustu ferð og það er nán-
ast búið að vera þannig síðan. Á
sama tíma sjáum við töluvert
minna af hrefnu, kannski vegna
þess að áður vorum við að sigla í
3-4 tíma í leit að hrefnu en núna
erum við komnir á hval á skömm-
um tíma, á 15-20 mínútum, og er-
um því ekki að skanna jafn mikið
svæði og áður,“ segir Árni.
Sjá hvalina úr landi
Í um 70% ferða eru þeir búnir að
sjá hvalinn áður en lagt er úr höfn,
eru búnir að finna hann úr landi og
geta því siglt beint til hans. Auk
hnúfubaka, hnýðinga og hrefna
sjást hnísur oft, en sjaldnar aðrar
tegundir, eins og andarnefjur, lang-
reyðar, sandreyðar, steypireyðar
og háhyrningar, þótt það komi fyr-
ir nánast á hverju sumri.
„Frá upphafi hafa ferðirnar verið
þannig að þetta hefur verið hvala-
skoðun með smá sjóstöng í lokin.
En núna erum við farnir að bjóða
upp á annars vegar 100% hvala-
skoðun, því það er til fólk sem vill
ekki sjá fisk veiddan, og hins vegar
blandaða ferð, þ.e.a.s. hvalaskoðun
með sjóstangaveiði. Fólkið hefur
því val áður en lagt er af stað.
Ferðirnar eru 2,5 og upp í 3
klukkutíma.
Við erum miðfjarðar og erum
mest að sækja á það svæði, en það
kemur fyrir að við þurfum að fara
út að Hrólfsskeri og jafnvel norðar
og svo inn fyrir Hjalteyri, en það
er ekki oft. Okkur þykir langt að
sigla í 30-40 mínútur því við erum
orðnir svo góðu vanir. Og við för-
um ekki úr höfn ef sjólag er þann-
ig að hætta er á að fólk verði sjó-
veikt. Annars erum við svo vel
staðsettir hér á Hauganesi að út-
hafskvikan nær sjaldan hingað inn
eftir, nema það sé þeim mun
hvassara úti fyrir og standi beint
inn fjörðinn. Við förum aldrei út í
tvísýnu.“
Árið 2017 fóru um 14.000 gestir
út með Whale Watching Hauganes
en í þorpinu búa einungis um 110
manns og setur starfsemin því
mikinn svip á bæjarlífið yfir
sumartímann.
Boðið verður upp á léttar veit-
ingar í dag eftir ferðir og einnig
verður opinn aðgangur að nýju sjó-
böðunum í Sandvíkurfjöru. Þá
verða björgunarbátar blásnir þar
upp kl. 14 og þar geta börn og full-
orðnir prófað pottana og tekið smá
sjósund í leiðinni.
Afmælisveislan er öllum opin.
Þykir langt að sigla í hálftíma
Elsta starfandi hvalaskoðunarfyrirtæki landsins er við Eyjafjörð miðjan Enginn hnúfubakur
var til að sýna fyrstu árin Hvalir sáust í öllum ferðum í fyrra, sem þykir einsdæmi
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hvalaskoðun Hnúfubakur á sundi skammt undan Hauganesi í Eyjafirði. Um 14 þúsund manns fóru í hvalaskoðunarferðir með Whale Watching Hauganes á
síðasta ári og setur starfsemin því mikinn svip á bæjarlífið yfir sumartímann. Í um 70% ferðanna er búið að koma auga á hval áður en lagt er úr höfn.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Í brúnni Árni Halldórsson, einn af eigendum Whale Watching Hauganes.
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
M.BENZ C 220D AVANTGARDE
nýskr. 09/2016, ekinn aðeins 8 Þ.km, dísel (170hö),
sjálfskiptur 7 gírar. Verð 5.250.000 kr.
Raðnúmer 255217
BMW225XE IPERFORMANCE
nýskr. 01/2017, ekinn 18 Þ.km, bensín/rafmagn,
sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, mikið af aukabúnaði!
Verð aðeins 4.690.000 kr. Raðnúmer 257669
ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
BMW520D XDRIVE
nýskr. 09/2016, ekinn 12 Þ.km, dísel (191 hö),
sjálfskiptur, mjög vel búinn bíll! Verð 6.490.000.
Raðnúmer 256774
TOYOTA AURIS LIVE
nýskr. 04/2015, ekinn 91 Þ.km, bensín, sjálfskiptur.
Verð 1.880.000. TILBOÐ 1.490.000 kr.
Raðnúmer 257963
TOYOTA AURIS LIVE
nýskr. 04/2015, ekinn 83 Þ.km, bensín, sjálfskiptur.
Verð 1.880.000. TILBOÐ 1.490.000 kr.
Raðnúmer 257964
Bílafjármögnun Landsbankans